Bófarnir og Samtök atvinnulífsins

Exeter-dómar Hæstaréttar, þar sem dæmt var fyrir umboðssvik, hreyfðu við mönnum, segir sérstakur saksóknari. Bófarnir sem ráðu hér ríkjum á tímum útrásar sögðu umboðssvik eðlileg viðskipti. Hæstiréttur dæmir menn í nokkurra ára fangelsi fyrir umboðssvik og þar með aukast líkur á að viðskiptabófarnir fái makleg málagjöld.

Samtök atvinnulífsins eru mönnuð skjólstæðingum útrásarbófana, einkum í forystunni. Fyrstu viðbrögð samtakanna eftir hrun var að krefjast fimm prósent hagvaxtar. Til að ná þeim hraða í atvinnulífinu yrði að stinga undir stól saksóknum vegna hrunsins.

Efnahagsbatinn á Íslandi eftir hrun hefi ekki mátt vera hraðari en raun ber vitni. Ella væri hætti við að þjóðin gleymdi lærdómnum af útrás og hruni: að bófum eigi ekki að treysta og heldur ekki skjólstæðingum þeirra.


mbl.is Lykilatriði að auka fjárfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Miklu frekar að óbeitin á stjórnvöldum verða svo ógleymanleg,að börnin sem líða fyrir hana munu aldrei gleyma,verða líka minnt reglulega á þau ár,af foreldrum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2012 kl. 17:07

2 identicon

Þeir dómar sem hafa fallið eru alltof vægir.

Refsikerfið á Íslandi er afbrotahvetjandi.

Almenna reglan er að menn sitja aðeins af sér helming tímans.

Þessir guttar verða lausir eftir nokkra mánuði.

Taka þetta á nokkrum vikum með samfélagsþjónustu.

Ónýtt kerfi í ónýtu samfélagi.

Rósa (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 18:09

3 identicon

Vilhjálmur Egilsson er kjáni, ignorant. Ég sótti fund hjá honum og Vilmundi (man ekki hvers son hann er) hér norðan heiða fyrir örfáum árum. Það var skelfilegt að hlusta á þá félaga. Þeir töluðu eins og reynslulausir Valhallar strákar.

Ég leyfði mér að vekja athygli á því að traust og trúverðugleiki SA, sem ætti að vera alvöru stofnun, myndi vaxa exponential, ef þeir væru ekki svona pólitískir. Þeir hafa líklega ekki skilið mig. Vilmundur þvældi eitthvað um það, að það væri hlutverk SA meðal annars að fylgjast náið með stefnu ríkisvaldsins í atvinnumálum. En það var ekki mitt issue, heldur að þeir töluðu eins og á pólitískum fundi fyrir SUS krakka í Valhöll.

Mitt veto fékk lítinn hljómgrunn, ég held að flestir hafi hugsað sem svo að ég ætti ekki að rífa kjaft við höfðingjana frá Reykjavík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 18:48

4 identicon

Páll Viljálmsson segi hér:

"Samtök atvinnulífsins eru mönnuð skjólstæðingum útrásarbófanna, einkum í forystunni."

Páll, segðu okkur nákvæmlega hverjir þessir skjólstæðingar útrásarbófanna eru, að þínu mati, og hverja þú átt nákvæmlega við í forystu SA. 

Aðildarfélög að SA eru 7.  Ertu að meina að innan allra þeirra séu "skjólstæðingar útrásarbófanna"?

Nú verður þú að tala skýrt og skorinort, hverja þú átt nákvæmlega við, því annars beinast grunsemdir okkar lesenda að öllum aðaildafélögum SA. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 19:12

5 identicon

Páll Vilhjálmsson segir:

"Samtök atvinnulífsins eru mönnuð skjólstæðingum útrásarbófanna, einkum í forystunni."

Skv. heimasíðu SA eru þetta aðildarfélögin 7:

 Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)

  Samorka - Samtök orku- og veitufyrirtækja

 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)

 Samtök fiskvinnslustöðva (SF)

 Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)

 Samtök iðnaðarins (SI)

 SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 19:21

6 identicon

Allir vita að Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdstjóri

"skjólstæðinga útrásarbófanna", líkt og Páll orðar það og að mínu mati vel,

en nefndu okkur alla hina "skjólstæðingana" og þá "einkum í forystunni"? 

Frjáls maður þarf ekkert að óttast.  Koma svo Páll, tala skýrri raustu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 19:44

7 identicon

Sæll.

Páll, segðu mér, hvað olli hruninu? Getur þú sagt mér það?

Var það hegðun Jóns Ásgeirs, Björgúlfs, Sigurðar Einars og fleiri slíkra?

Getur verið að hrunið hafi kannski komið til af öðrum orsökum? Orsökuðu ofangreindir hrunið hérlendis? Ef svo er, hverjir orsökuðu það þá  í t.d. Bretlandi, Bandaríkjunum og á fleiri stöðum?

Eins og það getur nú verið gaman að lesa bloggið þitt þá ertu algerlega úti á túni að tjalda þegar kemur að efnahagsmálum. Mér finnst þú glöggur á pólitíkina en skilningur þinn á efnahagsmálum er ekki upp á marga fiska :-(

Hvað orsakaði hrunið? Hvers vegna hrundi allt? Hefur orðið hrun áður? Kannast enginn við dot com bóluna? Hvaðan komu allir þessir peningarnir sem allt í einu var hægt að lána hér um alla koppa og grundir? Hvaðan komu allir þessir peningarnir sem lánaðir voru um alla koppa og grundir erlendis?

Svarið við þessum spurningum kemur sjálfsagt mörgum á óvart en eykur jafnframt skilning á orsökum hrunsins.

Helgi (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband