Þriðjudagur, 7. ágúst 2012
Baráttan um Framsóknarflokkinn
Ríkisstjórnarflokkarnir vita að við næstu þingkosningar er meirihluti þeirra úr sögunni. Í taugaveiklun eftir hrun kaus þjóðin hreinan vinstrimeirihluta yfir sig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Þau mistök verða ekki endurtekin, - ekki frekar en að Jón Gnarr fái endurnýjað umboð í höfuðborginni.
Framsóknarflokkurinn gæti staðið í þeim sporum eftir þingkosningar að velja á milli þriggja flokka vinstristjórnar með VG og Samfylkingu og ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.
Gangi það fram að fjórflokkakerfið haldi og ný framboð fái ekki hljómgrunn verður vaxandi þrýstingur á Framsóknarflokkinn í aðdraganda kosninganna að hann gefi upp hvort hann vilji starfa til vinstri eða hægri.
Forysta Framsóknarflokksins mun taka þann kost að gefa ekkert upp fyrirfram um afstöðu til stjórnarmyndunar. En til að það verði trúverðugt svar þá verður flokkurinn að finna leið til að auka sérstöðu sína, bæði gagnvart vinstriflokkunum og Sjálfstæðisflokki.
Gagnvart vinstriflokkunum er auðvelt fyrir Framsóknarflokkinn að skilgreina sérstöðu sína í utanríkismálum. Þar stendur ESB-umsóknin upp úr. Framsóknarflokkurinn getur sagt sem svo að það komi ekki til greina að halda ESB-umsókninni til streitu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun heyja sína kosningabaráttu á forsendum skattalækkana, hagvaxtar með stóriðju og daðurs við Samtök atvinnulífsins. Svar Framsóknarflokksins ætti að vera vörn um velferðarkerfið og taka fólkið fram yfir fyrirtækin, sérstaklega þau fyrirtæki sem setja mark sitt á Samtök atvinnulífsins.
Sóknarfæri Framsóknarflokksins byggjast á því að flokkurinn sé sinn eiginn herra en ekki hækja blokkanna til vinstri og hægri.
Athugasemdir
Engum dylst, að óvild og málefnaágreiningur er mikill á milli Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarflokkanna. Nú má að vísu vera, að Bjarni Benediktsson kunni það ráð að lyppast niður, eins og hann gerði í Icesave og var árið 2008 tilbúinn að gera gagnvart ESB-umsókn. En nái nauðsynleg aflúsun einhvern tíma inn í forystu Sjálfstæðisflokksins, hefur maðurinn kannski ekki fylgi til slíkra snilldarverka. Þá væri fyrir hendi sá möguleiki, að Framsóknarflokkurinn myndi minnihlutastjórn, sem sækti sér eftir málefnum fylgi til beggja átta. Og gæti verið bezti kosturinn. Það hljómar kannski ekki vænlega, en Danmörk hefur þó gengið áratugum saman á slíkum ríkisstjórnum, stórum og litlum.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 12:29
Við þurfum einmitt að ígrunda vel val okkar. Satt að segja er ég stolt af ,,okkur,,þjóðinni.Við höfum staðið í ströngu út um allt.að verja lýðræðið,þótt hvergi höfum við haft aðgang að stóru fjölmiðlunum til að þagga niður í landsöluliðinu. þeir minni hafa náð til almennings,sem var lengi felmtri sleginn vegna yfirgangs þessa glænýja munsturs,sem kallst tær og eitthvað. Við sjáum hvað þetta er létt með samstöðunni,kjósum forseta vorn,sem mörgum fannst eiga honum grátt að gjalda,en tóku þjóð sýna fram yfir þá smámuni. Það þaef oft að brjótast út úr áralöngum viðjum vanans.
Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2012 kl. 13:10
Hrunflokkarnir tveir, Sjallarnir og Framsókn völdu sér flokksformenn þegar innbyggjarar voru uppteknir við að græða og grilla. Þegar fé án hirðis var glatað fé, samkvæmt “Peter Blöndal Principle”, þegar kúlulán voru tekinn, þegar Ísland var stórasta land í heimi með athafnaskáldin sín, “poets of enterprise”, eins og forsetaræfillinn kallaði útrásarbófana.
Því urðu fyrir valinu tveir ríkir pabba drengir, tveir silfurskeiða strákar, sem kunnu að grilla, en fátt annað.
En það var fyrir Davíðshrunið, fyrir gjaldþrot Seðlabankans, áður en bótasjóður Sjóvá var tæmdur, áður en SpKef var rændur. Einnig áður en Geir Haarde var dreginn fyrir landsdóm og einn nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar var læstur inni fyrir innherjasvik.
Allar aðstæður eru því gjörbreyttar, síðan Bjarni Ben og Sigmundur Davíð urðu formenn Hrunflokkanna, flokka afskrifta- og kvótagreifa.
En með þessa pabba stráka vinnast engar kosningar, ekki einu sinni hér á skerinu, þar sem margir eru sagðir vera stuttminnugir.
Samfylkingin er að bæta við sig fylgi og mun læiklega ná 25-28%. Vinstri grænir eru líklegir til að ná 15% eða jafnvel meira. Guðmundur Steingrímsson (Björt Framtíð) er á góðri siglingu og mun ná 8-10%.
Mín prógnósa:
Sjallarnir 32%
Samfylkingin 25%
Vinstri grænir 15%
Hækjan a.k.a. Framsókn 11%
Björt framtíð 9%
Aðrir flokkar undir 5%, Hægri grænir undir 1%.
Stjórn mynda Samfylkingin, Vinstri grænir og Björt framtíð.
Hrunflokkarnir, Sjallar + Framsókn verða áfram í stjórnarandstöðu. Enda væri það skelfilegt “Armutszeugnis” fyrir innbyggjara, að fela aftur hrunflokkunum stjórnartaumana eftir aðeins fjögur ár frá Davíðshruni og gjaldþroti Seðlabankans.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 14:01
Sæll Páll síðuhafi - sem og aðrir gestir þínir, jafnan !
Páll - Sigurður - Nafna (Helga), og Haukur !
Hví; hangið þið í þeirri snöru tóg, að endilega þurfi að fara fram, enn einar þingkosningarnar, hérlendis.
Þarf; að verðlauna alþingis glæpaöflin, eitthvað sérstaklega, gott fólk ?
Íslendingum er brýnust; Utanþingsstjórn vinnandi stétta - Glussa- og Gírolíulyktandi, sem KYNNI AÐ VINNA MEÐ HÖNDUNUM - ekki blaður skjóður hvítflibba- og blúndukerlinga óværunnar, framar.
Að öðrum kosti; mætti falbjóða Kanadamönnum og Rússum, land og fólk og fénað - og þeir skiptu hnífjafnt, sín á milli, og sjálfsánægjuþjóðin Íslendingar, rynnu ljúflega, inn í þjóðahöfin - vestan hafs, sem austur í Rússlandi / Evrópumegin þess - sem austan Úralfjalla.
Væri það ekki; ágæt lending, eftir þann viðbjóð, sem hér hefir þrifist, allt of lengi, gott fólk ?
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 14:25
Mér sýnist ekkert benda til þess að Framsókn sé að fara gera einhverja stóra hluti í næstu kosninum, a.m.k. mælist hann ekki stór í skoðanakönnunum. En ég held að það séu engar líkur á að flokkurinn fari í samstarf við vinstriflokkana, mun líklegra að xB og xD nái saman aftur enda hefur formaðurinn fært hann meira til hægri sýnist mér. Sú ríkisstjórn yrði eflaust gleðiefni hjá sumum en hjá öðrum alls ekki...
Skúli (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 14:51
Það er með framsóknar menn þó þar séu margir gamaldags og ágætir einstaklingar að þá eru þeir svo ráð villtir, eins og Evrópu pólitíkusar eru almennt, þetta krata sett sem veit aldrei hvort það ætlar að koma eða fara.
Það er ekki mikið þó að Bandaríkja mennirnir verði leiðir á að bíða eftir þeim á stundum.
Páll Vilhjálmsson, að láta skrepp útúr sér að það eigi að henda fyrirtækjunum til að bjarga fólkinu er þvílíkt dæmalaust bull sem ég átti ekki von á að kæmi frá þér.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og hver önnur ruslahrúga nú um mundir og til þess að koma þar á reglu verður að henda núverandi formanni og fá manneskju sem þorir að taka afstöðu án þess að hún sé botnfrosin.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.8.2012 kl. 15:09
Ég ber virðingu fyrir tveimur þingmönnum Framsóknarflokksins, það er nú allt og sumt. Báðir eru konur, Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir.
Restin er undirmálsfólk, neðan við meðallag í hæfileikum og gáfum.
Í dag sé ég engan mun á Framsókn og FLokknum. Gaman væri ef einhver gæti bent mér á hann, ef til væri.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 16:20
Já Haukur, það virðist ekki alltaf vera augljós munur á xD og xB þessa dagana fyrir utan kannski einstaka þingmenn...
Skúli (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.