Lýðræðið aftengt til að bjarga evrunni

Þjóðþingin á evru-svæðinu þvælast fyrir bjögunaraðgerðum ríkisstjórna í þágu evrunnar. Ríkisstjórnir eiga því að ,,ala upp" þjóðþingin. Á þessa leið voru skilaboð Mario Monti forsætisráðherra til evru-ríkjanna.

Monti, sem er fyrrum kommisar í Brussel og leysti Berlusconi forsætisráðherra af hólmi án kosninga, er orðinn að leiðtoga Suður-Evrópuríkja í deilunni við Þjóðverja um hvernig eigi að bjarga evru-samstarfinu.

Þýskir stjórnmálamenn grípa til varna fyrir lýðræðishefðina. Rösler, efnahagsráðherra og formaður Frjálsra demókrata, segir hlutdeild þýska þingsins í umræðunni um evru-björgunina nauðsynlega. Forseti sambandsþingsins, Norbert Lamert, segir ákvarðanir um evru-samstarfið skorta pólitískt lögmæti ef þingið eigi ekki aðild.

Ítalskir fjölmiðlar, t.d. útgáfa Berlusconi, Il Libero, birtir mynd af Angelu Merkel kanslara Þýskalands í nasistabúningi til að undirstrika að það eru Þjóðverjar en ekki Ítalir sem grafa undan Evrópuhugsjóninni.

Lýðræðið gæti orðið fórnarlamb evrunnar áður en yfir lýkur. Milliríkjasamskipti eru þegar orðin spennt og þjóðernishyggja vaxandi. Evrópusambandið átti einmitt að stuðla að friði og kveða niður þjóðrembing. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræðið er fórnarlamb spillingar. Hverjum er ekki sama hvað verður um hræið?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband