Framsóknarflokkurinn í oddaaðstöðu

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins skrifar grein til að skilgreina Framsóknarflokkinn. Jón tók þátt í ferðlagi Halldórs Ásgrímssonar að gera flokkinn að þéttbýlisflokki með ESB-aðild á dagskrá.

Leiðangur Halldórs misheppnaðist; flokkurinn tapaði fylgi á landsbyggðinni til VG en fann ekki nýja kjósendahópa á mölinni. Peningaguttar eins og Finnur Ingólfs og Björn Ingi Hrafnsson komu óorði á flokkinn. Það tekur tíma að vinda ofan af mistökum Halldórs og Jóns.

Undir forystu Sigmundar Davíðs, Gunnars Braga og Vigdísar Hauks er sláttur á Framsóknarflokknum og hann getur orðið afgerandi í stjórnarmyndun eftir næstu kosningar.

Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn keyri á lágum sköttum og hagpólitísku kæruleysi. Framsóknarflokkurinn gæti sótt í fylgi borgaralegra íhaldsmanna.

Það er til marks um sterka stöðu Framsóknarflokksins, þótt skoðanakannanir eru ekki beinlínis hliðhollar flokknum. að talsmenn ríkisstjórnarinnar biðla til flokksins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur hann ekki alltaf verið í þessari stöðu og nýtt sér alveg í botn? Úlfar í sauðagæru

Örn Ægir (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 17:54

2 identicon

Halldór Ásgríms og félagar mokuðu vel undir rassgatið á sér og sínum! Á Íslandi eru frekar fáir möguleikar fyrir kjósendur annahvort að fara úr eldinum í öskuna eða úr öskunni í eldinn.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 17:57

3 identicon

Fyndið að lesa þetta. Er Páll Vilhjálmsson að grínast?

Simmi Kögunar er ekki minni "peningagutti" en daddy og Finnur Ingólfsson.

Og Gunnar Bragi og Vigdís Hauksdóttir eru undirmálsfólk, gott ef ekki kjánar.

Með svona lið verður hækjan ekki í neinni oddaaðstöðu, fremur útrýmingarhættu. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 18:01

4 identicon

Ósvifnin og hræsnin í vinstri mönnum keyrir þó um þverbak í lygi og óheilindum skásti kosturinn er Sjálfstæðisflokkurinn þeir eru þó heldur heiðalegri en hinir, annars list mér ekkert á þetta. Taka þarf völdin af stjórnmálamönnum í meira mæli með beinu lýðræði. Starfið er þess eðlis að froðusnakkar sækja í það og fáum er treystandi!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 18:24

5 identicon

Þú ert alveg ótrúlega lágkúrulegur, Haukur Kristinsson, eiginlega alveg óþolandi kjaftur og kjáni.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 18:55

6 identicon

Sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !

Í bezta falli; fáránleg nálgun hjá þér, Páll síðuhafi.

Allt; almennilega þenkjandi fólk, er nú þegar, búið að snúa baki við þessu flokks skrípi - og labbakúturinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson búinn, fyrir löngu, að afsanna minnstu leiðtogahæfileika sína, á nokkurn hátt.

Halldórs klíkan; spilar frjálst - algjörlega; á bak við tjöldin, og Sambands og Kaupfélaga böðlarnir, nota Sigmund, sem hverja aðra fótaþurrku.

Ekki þar fyrir; hinir flokkarnir 3, eru svo sem jafn óýtir, einnig.

Berðu ekki; svona þvælu framar á borð, fyrir nokkurn mann, Páll minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 19:56

7 identicon

ónýtir; átti að standa þar. Afsakið; var skrifað, á hlaupum, gott fólk !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 20:03

8 identicon

Enginn veit hvað formaður Framsóknarflokksins er eiginlega menntaður. Ekki einu sinni hann sjálfur, að því er virðist. Allar upplýsingar eru skrítnar og misvísandi. En Simmi virðist hafa mikla og stóra komplexa vegna sinnar menntunar eða vanmenntunar og hefur orðið margsaga hvað málið varðar.

Hann ætti kannski að taka sér “leave of absence” og setjast aftur á skólabekk. Menntun er öllum gott veganesti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 20:11

9 identicon

Sælir; á ný !

Ólafur (kl. 18:55) !

Hugmyndafræðilega; erum við Haukur Kristinsson, á öndverðum meiði um all margt, en ekki sé ég í neinu, að ofsagt sé, hér efra af hans hálfu, að nokkru leyti, ágæti drengur.

Getum við svo ekki; fallist á, að sleppa óþörfum uppnefnum, á andstæð inga okkar, Ólafur minn ?

Nema; á stjórnmála óhræsin svikulu - á þau; má punda, út í 1, þegar færi gefast, að sjálfsögðu.

Svona; umræðunnar vegna - sem og alkunnrar gestrisni Páls síðuhafa Vilhjálmssonar, ágæti drengur ?

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 20:41

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef nú aldrei skilið þig Óskar Helgi,ég man ekki til þess að þú hafir nokkurn tíma lagt stjórnmálamönnum gott til. Ekki svo að skilja að ég eigi rétt á því,þótt bæði séum við á sömu síðu að atast. Þú stangar völlinn,þar sem ég leyfi mér að hæla Framsóknar-þingmönnunum,öllum nema Siv Friðleifs. Um hvað erum við að deila,að fyrrverandi formanni hafi orðið á. Ég vil sjá þingmenn sem standa keikir eins og Frammarar gegn stjórnarflokkunum,sem eyddu fyrstu valdaárum sínum í að ljúga upp á okkur erlendum bankaskuldum. Hverjum er ekki sama hverra manna sá er sem fylgir réttlætinu,sem kemur upp um sviksamlegt athæfi??

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2012 kl. 01:57

11 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nafna mín; Kristjánsdóttir !

Hvar; hélztu þig, árin 1995 - 2007/2009 - og síðan ?

Reyndu ekki; að réttlæta vinnubrögð þessa óþverra packs, því ég veit betur, en svo - sbr. aðdragandann að hruni Kaupfélags Árnesinga (starfaði þar; árin 1991 - 1995, og reyndar í lausamennsku, all nokkru áður), og hvernig ýsmum gæðingum FLOKKSINS voru færðar eigur Bænda og annarrs vinnandi fólks, á Silfurfötum.

Væri Siv sú eina; sem athugavert væri við, jah,..... þá væri nú ekki mikið, að þessum flokks garmi, nafna mín.

Jafn skörp; sem skýrleiks kona, sem ég hygg þig vera Helga Kristjáns dóttir, ættir þú ekki, að láta blekkjast, af froðubelgnum Sigmundi Davíð, og hans skuggalegu hirð.

Kynntu þér betur; fortíð þessa fólks - spyrðu þau, um örlög SAMVINNU TRYGGINGA, til dæmis !!!

Og; farðu svo að átta þig á, nafna mín, að 99,98% stjórnmálamanna, eru úrhrök og svikarar, sem moka undir sig og sína - eins; og sagan hefir sýnt okkur, gegnum tíðina - ALLRA flokka, vel að merkja !!! 

Hinar sömu kveðjur; sem áður, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 02:50

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

1995-2007/2009, það er sárt að rifja það upp góði minn. Engu líkara að stjórnmál hafi ekki komið mér við frá barnæsku til hrunsins.. Jebb peð urðu að drottningum,sem eins og leikurinn þróast gátu ekki annað en fylgt lit. Eitthvað svona stétt með stétt. En stjórnmál dagsins eru ekki aðeins átök flokka eins og fyrr,þau varða fullveldi Íslands,það er mikilvægara en uppryfjun á svínaríi fyrri ára,það viðgengst ekki lengur.Ætli menn komist upp með það eftir reynslu þessara ára,það ætti að vera hægt að setja reglur um umgengni ráðamann á fjármunum. Óskar,ég er búin að stroka út 5 sinnum læt þetta nægja núna,andinn hefur yfirgefið mig,en þú kveður jafnan með kurt og pí.það geri ég líka og bíð þér og öllum góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2012 kl. 03:53

13 identicon

Sammála Óskari Helga. Mér skilst að spillingin sé hálfsjálfvirk.

http://smugan.is/2010/10/ekki-radinn-af-islenskum-stjornvoldum-katrin-jakobsdottir-vildi-raeda-malid-a-fundi-norraenna-radherra/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 09:02

14 Smámynd: Elle_

Eg er sammála Helgu um þá alþingismenn sem hafa staðið gegn stjórnarflokkunum.  Og gegn nauðunginni ICESAVE, 1+2+3.  Alltaf

Elle_, 7.8.2012 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband