Föstudagur, 3. ágúst 2012
ESB-umsóknin og þögn Samfylkingar
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hreyfist á snigilshraða enda öllum ljóst að þjóðin vill ekki í sambandið. Umsóknin var keyrð í gegnum alþingi sumarið 2009 með þeim rökum að hún átti að vera bjargræði Íslands úr kreppunni.
Reynslurökin sýna að krónan og fullveldið, t.d. eins og það birtist í makríldeilunni, eru verkfærin sem best duga til að koma okkur úr efnahagslegum öldudal. Evru-ríkin, aftur á móti, engjast í kreppu sem ekki sér fyrir endann á.
Samfylkingin er ESB-flokkurinn á Íslandi og engin umsókn hefði verið send ef ekki væri fyrir Samfylkinguna. Þegar gjörbreyttar aðstæður, Íslands annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins, blasa við skyldi ætla að Samfylkingin útskýrði hvers vegna ætti að halda ESB-umsókninni til streitu.
Þögn Samfylkingar um rökin fyrir aðild Íslands að ESB er býsna hávær.
Viðræðurnar skammt á veg komnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helstu þrenn stefnumál Samfylkingar í utanríkismálum eftir landsfund árið 2009 voru þessi: 1) Aðildarviðræður við ESB, 2) deila fullveldi í stjórnarskrá og 3) stofna málefnanefnd um Evrópumál.
Enn erum öll við föst í feni þeirra. En sök flokkanna sem halda þessu á lífi er jafnvel meiri, því að þeir svíkja kjósendur sína ærlega.
Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 09:57
Hvað ætli málefnanefndin þeirra samfylkingar segi?
Nefndin kanski enn að diskútera meiningu orðsins "málefni"?
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 10:54
Ég veit ekki hvaða einstaka alþingismenn samþykktu þessa um umsókn sumarið 2009 Er ekki einhver sem vill sjá aumur á mér og birta nöfn þeirra, svo ég viti betur. Svo er það líka þörf á að skerpa gullfiskaminni okkar íslendinga með reglulegum fréttum frá alþingi síðari missera. Með fyrirfram þökk.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 11:53
He he he...menn farnir að skjálfa sé ég eftir nýjustu skoðanakönnun sem sýnir að Samfylkingin er í stórsókn.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 12:50
Eru ekki allir búnir að gleyma hvað okkur lá á að senda inn umsóknina:Vinir okkar Svíar verða í forsæti næstu sex mánuði og það mun hjálpa okkur svo mikið, sagði hinn óskeikuli Össur! Endalaust sama ruglið.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 13:48
Jóhanna, hér er tengill í bloggið mitt frá 17. júlí 2009 þar sem maður sleikti sárin eftir ESB kosninguna:
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/916050/
Þar sést að einu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem brugðust voru Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkarðsdóttir.
Ívar Pálsson, 3.8.2012 kl. 15:29
Helgi Rúnar, enginn skelfur nema fylking Jóhönnu. Hvað ætlaðir þú annars að segja okkur? Stórsókn? Vonandi þýðir það að Stefan Fule ætli að sækja Jóhönnu og Össur.
Elle_, 4.8.2012 kl. 00:30
Hvað kom fyrir? Samfó gengin í félag verkakvenna, Sókn. Af ánægju út að eyrum .... ...
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2012 kl. 03:17
Hafðu þökk fyrir þetta Ívar Pálsson.
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.