Kolbrún, peningakratar tveggja flokka og framboð Árna Páls

Peningakratar eins og Vilhjálmur Þorsteinsson vinna jöfnum höndum í pólitík og viðskiptum. Hrunið var varla yfirstaðið þegar kratatengsl Vilhjálms sköffuðu sérlög fyrir gagnaver á Miðnesheiði sem hann á í félagi með Björgólfi Björgólfssyni. Peningakratar eru í öllum flokkum en á eftir Sjálfstæðisflokki eru þeir mest áberandi í Samfylkingunni.

Árni Páll Árnason er jafnan talinn frambjóðandi peningakratanna til formennsku í Samfylkingunni. Samkvæmt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, í endurflutningi t24, virðist Árni Páll eiga erfitt uppdráttar í Samfylkingunni og þar með peningakratarnir - sem Kolbrún kallar raunar hægri-krata.

Fyrir hrun var litið svo á að peningakratarnir væru brúin milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Nokkuð til í því: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er peningakrati í Sjálfstæðisflokknum og hún bjó til ríkisstjórn Geirs H. Haarde í félagi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Baugpeningar komu við sögu í aðdraganda þeirrar ríkisstjórnar með margvíslegum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarsson fékk til dæmis baugspening til að ryðja Birni Bjarnasyni af ráðherralista Sjálfstæðisflokksins.

Eftir kosningarnar 2007 náðu peningakratar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks saman og mynduðu hrunstjórnina.

Þegar það rennur upp fyrir fólki að framboð Árna Páls til formennsku í Samfylkingunni greiðir leiðina fyrir endurnýjaða hrunstjórn er hætt við að litlar líkur verði engar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sattur vid tessa greiningu.

Peningakratar eru pilsfaldakapitalistar.

Vampirur eru betri.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 17:44

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

xd nýkapitalistar eru "skárri" vampírur! Þeir reyna alla vega ekki að hylja blóðslóðina...Árni Páll væri fleigur í brjóst peningakrata ef yrði hann formaður. Þetta hefði ég aldrei sagt, eða skrifað fyrir afturvirku, blóðugu "lög" hans 2010. Það getur engi átt von á afturkomu eftir slíkan gerning (nema kannski Lazarus eða DO?)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2012 kl. 22:33

3 identicon

Það sem er dapurlegast við þessar fabúleringar þínar, Páll, er að þú færð borgað fyrir þær...

Jóhann (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 00:59

4 identicon

það er ekki öll vitleysan eins. Get yourself a life Johann

http://www.youtube.com/watch?v=GXcLVDhS8fM&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 05:08

5 identicon

Sæll.

Peningar og pólitík fara alltaf saman, Páll, hversu mikið sem þú vilt að svo sé ekki.

Það er út í hött að ríkið sé að ausa fé í flokka, þeir eiga að fjármagna sig sjálfir en eina krafan á að vera sú að allt sé uppi á borði. Ef menn "gleyma" á að líta á viðkomandi styrk sem mútur og fara eftir lögum varðandi það.

Með því að ríkisstyrkja flokka gerum við nýjum framboðum sem e.t.v. eiga frekar upp á pallborðið hjá kjósendum erfiðara fyrir, nýju flokkarnir þurfa að keppa við ríkisstyrkta flokka um fjármagn. Þar fyrir utan er það algerlega ótækt, þó flestir þingmenn fatti það ekki, að nota skattfé kjósenda í flokka sem þeir fyrirlíta e.t.v. Þú, ágæti Páll, borgar fyrir flokksstarf í Vg og Sf hvort sem þér líkar það betur eða verr. Svo er það auðvitað þannig að ef flokkar eru háðir almenningi/fyrirtækjum um fjárframlög er mun erfiðara fyrir flokkana að vinna gegn hagsmunum þessara aðila. Eru Sf og Vg t.d. með einhverjum hætti að vinna fyrir almenning/fyrirtæki í dag?

@ABM: Hvernig væri nú að segja eitthvað? Hvað ertu að reyna að segja?

@Jóhann: Og hvað með það þó satt sé?

@HA: Flott myndband, nær kjarna vandans með einföldum hætti. Sf grobbar sig af lágum vöxtum ef við göngum í ESB en lágir vextir eru einmitt eitt af því sem skapaði van eins og kemur fram í þessu ágæta myndbandi. Ótrúlegt skilningsleysi á hagrænum lögmálum af hálfu Sf en við finnum berlega fyrir hérlendis. Sorglegt að það fólk skuli ekki tekið á beinið af einhverjum stjórnarandstæðingi varðandi þetta atriði.

Helgi (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband