Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
Þjóðin ofar flokkshagsmunum - ESB-umsóknin sundrar
Áminning Ólafs Ragnars Grímssonar til stjórnmálaflokka að haga sér innan þeirra marka sem lýðræðislegt umboð þeirra kveður á um eru sannarlega orð í tíma töluð. Ólafur Ragnar vekur athygli á að meirihlutavaldið á alþingi er ekki skilyrðislaust.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. komst að því fullkeyptu þegar hún setti flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Forsetinn sendi í tvígang ónýta samninga ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar sem kolfelldi í bæði skiptin samningana.
ESB-umsóknin er líkt og Icesave-samningarnar send til Brussel í óþökk afgerandi meirihluta þjóðarinnar. Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill Ísland í Evrópusambandið enda umsóknin aðeins send vegna svika VG við kjósendur sína og stefnuskrá.
Alþingi situr í skjóli þjóðarinnar. Þegar meirihlutinn á þingi vinnu gegn yfirlýstum og eindregnum vilja þjóðarinnar á meirihlutinn vitanlega að víkja. Ef ekki með góðu, þá á forsetinn að rjúfa þing og boða til kosninga.
Stjórnarskráin ramminn sem hélt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort er verra, svik Vg við sína kjósendur, eða einræðistilhneyging Samfylkingar, að framkvæma sífellt gjörninga sem hafa engann stuðning meðal þjóðarinnar, en því meiri andstöðu.
Reyndar er það óopinber stefna beggja flokka, að valta yfir þjóðarvilja, eins og hann skipti ekki nokkru máli.
Verst er hinsvegar það ofboðslega tjón sem þessir flokkar hafa unnið á íslensku hagkerfi. Stjórnin fékk í hendurnar einstakt tækifæri til að efla innlenda framleiðslu og nýsköpun, en valdi þá leið að skattleggja allt í drep, og auka ríkisumsvif, plús það, að reka ríkissjóð með geypilegum halla, sem á eftir að koma okkur um koll.
Auðvitað á Ólafur að boða til kosninga, ef hann finnur ásættanlega leið skv stjórnarskrá.
Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 15:27
Forsetagarmurinn er grínfígúra, hefur verið það alla sína tíð, ekki síst sem pólitíkus. En ekki aðeins síðan 2003, þegar hann hélt sína ídíótísku ræðu í Walbrook Club, London (sjá link fyrir neðan).
9 ár eru liðin, samt hangir kallinn enn á Bessastöðum, sjálfum sér og þjóðinni til skammar.
Síðast í gær lýsti hann yfir andstöðu sinni við frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, þrátt fyrir þjóðfundinn, þrátt fyrir starf stjórnlaganefndar, þrátt fyrir starf Stjórnlagaráðs (sjá Þorvald Gylfason á Eyjan.is í dag).
Hversu mikla þolinmæði getum við sýnt Óla? Erum við ekki að nálgast þolmörkin? Er ekki tími til kominn að einhver reyni að tala yfir hausamótunum á honum?
Kallinn er orðinn “major embarrasment” fyrir okkur Íslendinga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 15:37
Haukur, þessi Þorvaldur Gylfason, er það ekki náunginn sem fékk 2% atkvæða í þessum fáránlegu Samfylkingarkosningum, sem voru í þokkabót ólöglegar?
Varla ertu að vitna í mann sem hefur ekkert traust meðal þjóðarinnar, og hefur aldrei haft?
Ef þetta er sá sami, þá er næst að þú vitnir í Ástþór. Svipað fylgi sem þeir hafa meðal þjóðarinnar.
Hilmar (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 16:06
Haukur Kristinsson.
Skammastu þín bara að tala svona til réttkjörins æðsta þjóðhöfðingja íslensku þjóðrinnar !
Hatarðu lýðræðið ?
Eins og greinarhöfundur segir skilmerkilega þá eru þolmörk þjóðarinnar gagnvart Samfylkingunni og þeirra hyski komin langt frm yfir eðlileg mörk. alveg sama hvar þitt persónulega hatur og óþol gagnvart réttkjörnum forseta okkar liggur.
Og enn og aftur skammastu þín og lækkaðu svo líka hrokann og rostann sem gengisfellir þig meira en ég held að ástæða sé til!
Gunnlaugur I., 2.8.2012 kl. 16:08
Endalaust forsetahatur í Kristni. Og á lýðræðinu um leið. Hinn samfylkingarlegi Þorvaldur Gylfason úr Jóhönnuráðinu, ja-há? Gegn niðurstöðu æðsta dómstóls landsins sem stjórnarflokkarnir valta yfir. Það var auðvitað, enda vilduð þið báðir ICESAVE, en hafið örruglega hvorugur enn farið að borga 1 eyri.
Elle_, 2.8.2012 kl. 17:00
Alþingi skiptir engu máli. Það er ég sem ræð. Það er þetta sem Ólafur Ragnar segir. Hættulegt. Andlýðsræðislegt. Og ráðherrar og þingmenn þegja þunnu hljóði. Makalaust.
Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 17:09
Eiginlega furdulegt hvernig tu kemst ad tessri nidurstødu Eidur sem ert Gudnason.
Forsetin gerir ekki annad en benda a andlydrædisleg vinnubrøgd radherra og tingmanna i samhengi vid stjornasskrarfarsan kanski helst.
Eru tid kratar kanski ad hugsa um ad fara ad kenna Olafi um heimskupør rikisstjornar sidustu 4 ara?
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 17:37
Alrangt, Eiður Guðnason. Ólafur lýðræðis-forseti hefur aldrei einu sinni ýjað að þessu, hvað þá sagt það. Hann fer einfaldlega eftir stjórnarskránni, æðsta valdi þjóðarinnar. Sem er ekki Jóhanna. Þrátt fyrir útbreiddan misskilning innan Samfylkingarinnar.
Elle_, 2.8.2012 kl. 17:39
Annað hvort kann Eiður þessi ekki að lesa eða hann er ómerkilegur. Ég finn hvergi staf fyrir því sem Eður leggur forsetanum Ólafi í munn. Hafi menn ánægju af því að reyna að niðurlægja það fólk sem kaus Ólaf, það gerir það bara, en það laskar ekki landann, þar sem staðreyndalaust bull niðurlægir bara hinn reiða svekkta bullara.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2012 kl. 17:46
Það er ótrúlega fyndið að Páll og aðrir, sem svo oft væna aðra um landráð, skuli síðan sjálfir hvetja forsetann til að rjúfa þing eins síns liðs og taka sér þannig völd sem hann hefur ekki samkvæmt þessari heilögu stjórnarskrá!
Guðmundur (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.