Opinbert leyfi til að eiga börn

Margt mælir með því fyrirkomulagi að þeir sem vilji eignast börn þurfi til þess opinbert leyfi. Dæmin af óhæfum foreldrum eru jú allof mörg. Tvennt kemur líklega í veg fyrir að við höfum Barneignastofu lýðveldisins.

Í fyrsta lagi er snúið að setja upp mælikvarða á hæfi fólks til að eiga börn. Í öðru lagi er erfitt að koma við eftirliti með æxlun tegundarinnar. 

Þegar það liggur fyrir að hvaða fáráðlingar sem er mega eignast börn vaknar eðlilega spurningin hvort ástæða sé að setja reglur um eiginnöfn barnanna.

Hér kemur að skilum milli einkamáls, þ.e. að eignast börnin, og hins opinbera - að skrá börnin í þjóðskrá. Fólk má nefna börnin sín Úlfalda og Mýflugu en fær ekki heimild til að ekki skrá slíkar nafngiftir í þjóðskrá.

Margvíslegar reglur eru í samfélaginu sem takmarka frelsi einstaklingsins til að verja almenn gæði. Við búum við reglur um skotvopn, aðgengi að áfengi og umferðareglur sem leggja hömlur á athafnafrelsi okkar.

Lög um mannanöfn eiga rætur að rekja til þeirrar menningarlegu sjálfstæðisbaráttu sem háð var samhliða fullveldisbaráttunni. Þau þjóna jafnframt þeim tilgangi að verja opinbert siðgæði. Einhverjum gæti dottið í hug að skíra barnið sitt Drullusokkur. Og siðað samfélag þarf lög til að verjast slíkum hálfvitahætti.


mbl.is Vilja leggja mannanafnanefnd niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sama hvað þú lætur barnið heita

"nafnið" fær nýtt líf uppfrá því

óháð hvað finna má í orðabókum

en það verður afbakað ef ekki er hægt að aðlaga það íslenskum beygingarreglum

Grímur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 16:10

2 identicon

1) Skírn og nafngjöf er ekki það sama. 2) Heldur Páll, að hálfvitaháttar hafi fyrst orðið vart eftir 1039 ára byggð í landinu, þegar fyrstu mannanafnalögin voru sett árið 1913 og fullveldisbaráttan var komin á lokastig? 3) Heldur Páll, að það sé svo hættulegt að mega velja og stafsetja nafn sitt án opinberrar íhlutunar, að það sé sambærilegt við reglur um hvoru megin á götum ökutæki eigi að halda sig? Í morgun hefur annar hvor okkar aldeilis farið öfugt fram úr rúminu! Nema Páll sé bara að skopast að okkur lesendum sínum. Hér eins og oftar hefur SUS sýnt meiri gjörhygli og manndóm en flokksforystan. Vingjarnleg kveðja.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 18:25

3 identicon

Sammála SUS, aldrei þessu vant. Það eru bara fasistar og rasistar fullir valdnýðslu og drottnunargirni að innan sem vilja skipa fólki að skíra börnin sín eitthvað, sérstaklega ef þau eru útlendingar og ætla að fremja stórkostlega glæpi eins og að skíra barnið í höfuðið á afa Pradeep eða ömmu Li.

Gegn fasisma (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 22:18

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heyrðu eldhúskellingar bísnast yfir nafni sem valið var á barn í eldgamla daga. Nafn þess var kennt við það fár sem varð afa þess og ömmu að aldurtila. Man að annað nafnið var Björg,afinn hafði fallið í bjargi og látist. þær höfðu þetta í flimtingum og skelltu sér á lær í forundrun og önnur sagði; Miðað við þennan vitleysisgang,hefðum við getað skýrt hann Nonna okkar ,,Jón Krabbislag,,.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2012 kl. 22:49

5 identicon

Sæll.

Þú gefur þér í málflutningi þínum að hið opinbera viti betur en einstaklingarnir. Hið opinbera er auðvitað ekkert annað en fólk, fólk sem í sumum tilfellum hefur troðið sér þangað, vegna þess að það hefur óbilandi trú á eigin getu án tillits til þess hvort hún sé einhver. Heldur einhver maður því fram með réttu ráði að Jóhanna og Steingrímur valdi sínum störfum? Eða Jón Gnarr? Eða Dagur B. Eggerts? Hvað með Katrínu Jakobs sem ekkert heyrist frá? Þetta fólk og fleiri er búið að sannfæra sig um að það geti stjórnað okkur hinum og gert það vel. Árangurinn sést núna og rímar ekki við meinta skoðun þessa fólks á sjálfu sér.

Fólk gleymir því alltaf að hið opinbera er ekkert annað en einstaklingar. Hið opinbera, t.d. í tilviki útlendingastofnunar, gerir sífelld mistök. Hversu vel stóðu FME og SÍ sig í að koma í veg fyrir hrunið? Hvers vel stendur hið opinbera sig í því að verja lífsgæði fólks? Hvers vel stendur hið opinbera sig í heilbrigðismálum úti á landi?

Það er ekki hægt að vernda einstaklinga gegn sjálfum sér (og á ekki að reyna), ef einhverjir foreldrar vilja skíra barn sitt Drullusokkur  eða Lauslætisdrós er það þeirra mál. Okkur kemur það ekki við. Ef einhver keyrir fullur getur viðkomandi slasað eða drepið aðra saklausa einstaklinga og því þarf reglur um athæfi sem það.

Hið opinbera skiptir sér af alltof miklu í dag og er alltof dýrt í rekstri. Einhvers staðar þarf að slátra opinberum stofnunum.  Mannanafnanefnd og Samkeppnisráð eru góðir staðir til að byrja á, leggja niður og segja öllum upp. Svo á að slá alla aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna af enda ráðið í þessar stöður án auglýsinga.

Helgi (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 23:01

6 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

í ellefu hundruð ár bjó þjóðin í þessu landi og hafði fullt og óskoraðfrelsi til að velja börnum sínum nöfn. Svo vel reyndist frelsið, að Alþingi sá brýna nauðsyn á að afnema það.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 25.7.2012 kl. 02:49

7 identicon

Vel innan við 0,0000001% þeirra tilfella sem mannanafnanefndir þessa heims (flest lönd hafa reyndar lagt þennan ólýðræðislega ósóma niður) skipta sér af hafa með velferð barnsins að gera. Það heyrist einstaka sinnum af foreldrum sem skíra barnið sitt eitthvað ósmekklegt, eins og Pepsi, eða snargalið og stórhættulegt, eins og Hitler, en þetta eru bara örfá tilfelli og slíkt kannski komið tvisvar fyrir hér á landi, þá í mun vægara formi, en frægasta tilfellið um slíkt nafn var Kínverjinn "Eilífur friður", sem valdi sér sjálfur það væmna nafn til að senda mannanafnanefnd skilaboð. Í flestum tilfellum er þetta valdnýðsla og kúgun meirihlutans á minnihlutahópum, og einnig oft eins konar "caste system" sem verið er að framfylgja, til að aðgreina einn hóp frá öðrum, en þess vegna til dæmis mega Íslendingar ekki bera eftirnafn nema í undantekningartilfellum, en aðrir hafa ekki þessar takmarkanir, en þarna er verið að mismuna Íslendingum, og flokka þá frá öðrum með valdi, kannski til að viðhalda einhverjum menningarlegum "hreinleika", sem enginn á rétt á að kúga annan til. Þannig viðhelst líka gamla snobbið og stéttaskiptingin, og dönsku, gömlu ættirnar, eins og Thoroddsen og Thors, halda sínu sérstaka sessi, en aðrir verða að bera "almúganöfn", .............eða það var upphaflegur tilgangur þessara laga hér á landi, meðan Daninn enn réð. Auðvitað eiga allir að hafa sama rétt til að bera ættarnöfn, taka upp sín eigin, útlend ættarnöfn (en jafnvel eru sett takmaraknir við að Íslendingar geti tekið upp nöfn maka sinna í dag, sem getur valdið vandræðum og sársauka búi fólkið erlendis), og útlendingum á ekki að vera mismunað þarna fram yfir Íslendinga. Flestir Íslendingar myndu samt halda í eigin nöfn og nafnahefðir, íhaldssemin er flestum mönnum eðlislæg og ekkert út á hana að setja. En þegar menn vaða með offorsi og valdnýðslu yfir aðra menn og skikka þá með valdi til að vera íhaldssamir og meina þeim um sjálfsögð mannréttindi og sjálfsákvörðunarréttar yfir eigin lífi, jafnvel því sem þeim er heilagast eins og nafn barnanna þeirra,..........þá eru menn gengnir of langt og komnir út í fasisma.

Maður erlendum uppruna hér grét mikið í marga mánuði að fá ekki að skíra barn sitt í höfuð nýlátinnar móður sinnar, en það hafði verið hennar æðsta ósk að fá litla nöfn. En nafnið, sem er fagurt og göfugt og þekkt úr frægum ljóðum, samlagaðist ekki íslensku beygingarkerfi, og því varð fjölskyldan að velja annað nafn, sem þau urðu aldrei fyllilega sátt við.

Þetta er viðbjóður og ef þú vildir ekki láta slíka valdnýðslu ganga yfir þig,....ekki beita aðra henni. Sá dagur kemur fljótt við verðum minnihlutahópur sjálf, alla vega ef við göngum í ESB (sem er ekki 100% víst ennþá, en líklegt)

Gegn fasisma (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 06:31

8 identicon

Af hverju verður samstöðufundur á Ingólfstorgi á morgun? Af hverju ekki mótmæli við kínverska eða rússneska sendiráðið? Þurfa flokksdýrin opinbert leyfi til mótmæla?

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/hvers-vegna-sitja-their-heima

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband