Brussel styður Aþenu, en hvorki Berlín né Washington

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins má ekki til þess hugsa að Grikkland verði rekið úr evru-samstarfinu. Brottreksturinn væri fordæmi fyrir ,,minni Evrópu" en Brusselvaldið er trútt kennisetningunni um að ,,meiri Evrópa" sé lausnin á evru-kreppunni.

Ráðum Grikklands verður á hinn bóginn hvorki ráðið í Brussel né Aþenu. Stjórnvöld í Þýskalandi eru andvíg auknum afslætti gagnvart Grikkjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í Washington er langþreyttur á vanefndum Grikkja, samkvæmt fjölmiðlum.

Eftir því sem gríski vandinn dankast lengur verður erfiðara að forða Spáni og Ítalíu úr kviksyndinu kenndu við evru.

 


mbl.is Spáir hruni í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sjá það allir, að undateknum örfáum blindum Samfylkingarþingmönnum, að ESB., siglir hraðbyri í lokanaust.

 Í Jerosalem til forna fengu  " blindir sýn" - í Reykjavík í dag, ske ekki slík kraftaverk !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:01

2 identicon

Less is more.  (More is less) 

Það skilja ekki þýsk stjórvöld.  Þó var það vitur þýskur maður sem sagði þetta.

Stjórnvöld hlusta sjaldnast á vitra menn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:20

3 identicon

Samfylkingarsnudarnir reka rikid eins og sogrørid væri komid ofan i tyska sjodi.

Teir ættu adeins ad reyna ad lesa adeins frettir a utlensku greyin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:30

4 identicon

Grikkir kusu síðast áframhaldandi spillingu gömlu "Fylkingarinnar" (PASOK) og nýja "Sjálfstæðis"Flokksins (ND). 

Kannski íslenska þjóðin hafi þennan sannleika að leiðarljósi, nú þegar líður að kosningum hér.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:34

5 identicon

Fyrirgefiði mér, vitaskuld ætlaði ég að kalla þá sínum gömlu nöfnum,

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn, ígildi PASOK og ND.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:39

6 identicon

SAMSTAÐA er okkar SYRIZA.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:45

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ýmist og eða van. En samt getum við verið viss um að hvorutveggja er afar vont.

Eigi svo fólkin strategía.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 22:09

8 identicon

Ekkert er fast sagði upphafsmaður vestrænnar heimspeki, Heracleitos,

þú stígur aldrei í sömu ána tvisvar, allt fram streymir endalaust.

Þann sannleika eiga steinrunnir valdamenn erfitt með að hlusta eftir.

Þeir skynja ekki nið mannkynssögunnar, ekki hvenær tími þeirra er liðinn.

Þeir standa út í ánni og reyna að stöðva, sem vitfirrtir menn, tímans elf. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:30

9 identicon

Grísk stjórnvöld virðast hafa gleymt þessum einföldu sannindum

Heracleitosar.

Þó var hann grískur maður.  Stjórnvöld gleyma oft sínum vitru mönnum.

En við, hinir óbreyttu og venjulegu vesalingar, reynum að læra af þeim.

Petur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:41

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, góð lýsing á íslenskum andsinnum. þeir eru alltaf eins og þeir ætli að fara að stöðva tímann.

Ísland fylgir auðvita þróun í Evrópu eins g landið hefur alltaf gert frá því það byggðist. Hvenær sem það nú var. Og fyrst og fremst fylgir það þróun í norðan verðri álfunni.

það tók kristni og það var bara óhjákvæmileg þróun. Annars hefðu innbyggjarar einangrast og og hugsanlega hefði landið eyðst. Sían komu Siðaskiptin sem kölluð voru og þar fyldi Ísland Norðanverðri álfunni í meginlínum sem vonlegt var. þróun. Og urðu Siðaskiptin til hagsbóta fyrir innbyggjara. Síðan kom Sjálfstæðistískan frá Evrópu. Ísland tók hana upp. Og síðan eftir seinna stríð kom upp hugmyndin um samstarf ríka að sínum sameiginlegu hagsmunum og var það í takt við þróun heimsmála og veraldarbreitingar. Ísland tekur það upp náttúrulega. Algjörlega tilgangslaust að ætla að standa á móti þróuninni. Vonlaust verk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 22:45

11 identicon

Ómar Bjarki þú ert hreint út sagt dýrlegur. 

Alltaf sama dýrðin, þó Róm brenni, eina ferðina enn. 

Þú sérð það ekki.  Þú finnur ekki einu sinni lyktina.

Evrópa hefur logað í stríðum valdherra og stríðsherra frá upphafi.

Og þú vilt endilega að við blöndumst inn í þau stríð. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:14

12 identicon

Þetta er hrollvekjandi Ómar. Þú ert í rauninni að segja, að Ísland geti með engu móti komist hjá því að verða gjaldþrota, með engar framtíðarhorfur, eins og Evrópa innan ESB.

Þetta eru virkilega svartar framtíðarhorfur.

Hvað segir þú um að við reynum?

Byrjum á því að kaupa íbúð handa Össuri í Brussel, nokkra kampavínskassa, flytja heimilisfesti hans þangað, og láta eins og við höfum aldrei heyrt á manninnn minnst.

Það væri fyrsta skrefið í að fjarlægjast hrynjandi evru, og þetta gjaldþrotasmit sem dreifir úr sér eins og bólusóttin á sínum tíma.

Mundu það Ómar minn, að bólusóttin sem næstum því lagði Ísland í auðn, kom til okkar frá Evrópu. En þá voru náttúrulega engar sóttvarnir.

Mundu það líka kúturinn minn, að bólusóttinn drap þrjá fjórðu þjóðarinnar, sem svo undarlega vill til, að er sama hlutfall, eða örlítið lægra, landa okkar sem vilja halda sér sem lengst frá þessu drepsóttarbandalagi.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:28

13 identicon

Kannski þú viljir verða vitavörður á virkisturni 4. ríkisins í norðri?

Eða er það Kínastaða í norðri. 

Hvort er það Ómar minn?  Þú hringsnýst og hringlar með það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:31

14 identicon

Það er algjörlega í anda helferðarstjórnarinnar að Ómar talar allt niður sem íslenskt er, sérstaklega íslenskt fólk, íslenskan almenning, íslenska alþýðu.  Og landið er í hans huga bara rofabörð og auðn, sem skiptir hann engu máli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:37

15 identicon

En fyrst að Hilmar kemur með svona góða uppástungu um að senda Össur til Brussel, með heimilisfesti, þá er vitaskuld möguleiki að Ómar fengi þar bötler stöðu. 

Mikið held ég að það væri dýrleg og eiginlega skopleg sjón að sjá þá ræða málin, húsbóndann og bötlerinn.  Minnir á það, þegar bötlerinn skenkir húsfrú sinni, kannski Jóhanna fylgi með, en verður svo alveg peðfullur sjálfur enda gríðarlegt verk að salúta endalaust fyrir dýrðinni í Brussel og dýrð húsbændanna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:53

16 identicon

Hvaða elíta er þetta sem þið eruð alltaf að væna manninn um að skrifa fyrir? Við hvað vinnur þessi maður? Eða er þetta bara kjaftæði í ykkur? Mér líkar blogg Páls mjög vel og finnst hann vinna hér gott verk. Sammála honum um flest.

Forvitinn (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:37

17 identicon

Enginn hefur minnst á elítu nema Forvitinn.  Sá er refurinn Jóhann haukslegur.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 01:32

18 identicon

For-vitinn er falinn í stjórnarráði Jóhönnu Sigurðardóttur.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 01:38

19 identicon

Djöss, létu aftur ná þér í landhelgi Jóhann, meiri lúðinn drengur?  Á morgun ræði ég þetta við Jóhönnu.  Þetta bara gengur ekki hvað þú blottar þig oft.  Stjórnin er að falla og þú ert byrjaður að sleikja þig upp við Palla.  Nú er sko nóg komið.

Hrannar (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 01:48

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann ætti ekki að skrifa nafnlausa færslu,sérstaklega ef hann vill fá svör.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2012 kl. 01:50

21 identicon

Ég er með kellinguna alveg dýrafjarðarbrjálaða í móbælnum núna.  Hún er búin að frétta af þessu drengur.  Það er eins gott að þú tautir "helvítis íhaldið" amk. 100 sinnum á morgun og kriossir þig fyrir framan hana, öðruvísi segir kellingin ekki orð við þig.  Þú veist alveg að hún getur farið í alveg rosalegt þagnarbindindi.  Hún þegir hugsanlega bara alveg héðan í frá.  Það má vera að það taki Því ekki að starta henni aftur.  Æ verum vinir áfram.  Knús knús til þín Jóhann.  Love Hrannar.  Við erum nú einu sinni eins og Glámur og Skrámur. 

Hrannar (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 02:06

22 identicon

Þetta er allt að klúðrast hjá okkur.  Steingrímur er víst kominn með krónískan hausverk.  Hann heldur stöðugt um höfuð sér, það gæti svo sem verið tannpína, en hann er svo þrjóskur og heimtar að bundið sé utan um haus líkt og van Gogh, eftir að hann skar af sér eyrað.  Þetta er allt að fara til andskotans,  Við Huginn Freyr vorum að ræða hvað væri hægt að gera.  Við getum ekki sent kallinn á spítala, því menn hafa undanfarið veriða að rifja upp gömlu tilgátuna um að Steingrímur hafi fengið heilaskaða í bílslysi og leitað eftir það mjög langt til hægri, sem vitaskuld er alveg satt, en ef hann birtist á mund með helvítis klúitnn hnýttan um hausinn, þá er fjandinn laus.  Þá er náttúrulega alveg ferlegt ef kallinn næst á mynd með klútinn um hausinn, eins og tuglsjúkur vitleysingur, geðveikt syked.  Ég held helst að við verðum bara láta loka hann inn á kontórnum og draga þykk gluggatjöld fyrir.  Það má ekki vitnast hvernig ástandið er.  Huginn Freyr verður bara að koma fram fyir hans hönd, sem aðstoðarmaður hans, en hann er ekki nógu vel vaxinn til þess.  OMG, hvað eigum við að gera Jóhann?  Og himnarnir eru að falla yfir okkur.  Erum við alveg að verða heimskítsmát?  Og það minnir á það að nú er skákdrottningin sjálf; GUðfríður Lilja farin að boða snarpa tangarsókn.  OMG, Jóhann þetta er að verða búið.  Æ verum samt vinir áfram, tvíburasálir eins og Glámur og Skrámur.  Knús knús frá Skrámi til Gláms. 

Hrannar (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 03:59

23 identicon

Er Davíð allra meina bót alveg hættur að virka?  En leiðinlegt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 07:40

24 identicon

Það er ekki bara Róm sem brennur ÓBK, heldur er evran á leið í bræðslu.

Skyldu Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson - bara til að nefna helstu ESB trúðana - hafa gert sér grein fyrir stöðu mála?  Meinlaust er bull ÓBK róbótsins, miðað við trúðleik þeirra og sjúkt veiklyndið.  Þau vilja öll inn í bræðsluofn evrunnar:

 A one euro coin is melted with a welding torch in this photo illustration

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 03:43

25 identicon

Minni á þessa grein Lilju Mósedóttur, það ein heiðarlega í stöðunni:

Skiptigengisleiðin skapar samstöðu

apríl 29, 2012 by liljam

Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið.  

Snjóflóð eða skuldsetning

Stöðugt er verið að reyna að koma skuldum einkaaðila á skattgreiðendur. Nýjasta dæmið er snjóhengjan svokallaða en hún samanstendur af aflandskrónum sem komið var í skjól skattgreiðenda með neyðarlögunum að beiðni m.a. ESB og eignir kröfuhafa sem vogunarsjóðir hafa keypt af upphaflegum kröfuhöfum á  broti af andvirði kröfunnar. „Snjóhengjan“ sem bíður eftir að ryðjast út úr hagkerfinu um leið og gjaldeyrishöftunum er aflétt er nú að andvirði um 1.000 milljarðar króna.

Umbreytist snjóhengjan í snjóflóð sem ryðst út úr hagkerfinu eins og margir forsystumenn Sjálfstæðismanna vilja, mun það leiða til sögulegs gengishruns, verðbólgubáls sem hvorki heimili né fyrirtæki munu lifa af. Hliðarráðstafanir eins og frysting verðtryggingar og matarskammtanir í götueldhúsum og skólum mun ekki afstýra harðindum þjóðarinnar verði þessi leið farin.

Utanríkisráðherra segir í nýlegri skýrslu um utanríkismál að með aðild að ESB yrði íslenska krónan komin í skjól með stuðningi Seðlabanka Evrópu. „Stuðningurinn“ er lán sem nota á til að greiða leið aflandskrónueigenda og vogungarsjóða út úr hagkerfinu á gengi sem er langt umfram raunvirði eigna þeirra. Lánið gæti numið 1.000 milljörðum og yrðu vaxtagreiðslur sem við skattgreiðendur yrðum að taka á okkur á bilinu 30-50 milljarðar. Afar þungar byrðar yrðu lagðar á þjóðina ef harðindaleiðin eða skuldsetningarleiðin yrði farin.

Skiptigengisleiðin

Sú leið sem SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar vill að verði rædd og könnuð af yfirvegun er hin svokallaða Skiptigengisleið. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eigendum snjóhengjunnar stæði til boða að fjárfesta innlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í Nýkrónu. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega .

Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Stöðugt fjölgar i hópi eignalausra í landinu á sama tíma og fjármagnseigendur leita logandi ljósi að fjárfestingatækifærum. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Slík almenn leiðrétting mun fækka heimilum sem eiga við greiðsluvanda og skuldavanda að stríða um 15.000.

Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 04:08

26 identicon

Eg er viss um að meirihluti Íslendinga hefur ekki áhuga á

að velja krókaleiðir landsölumanna og ræningja.

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill hreinskiptni og heiðarleika og að hér fari fram heiðarlegt uppgjör eftir hrunið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 14:07

27 Smámynd: Björn Emilsson

Bendi mönnum að kynna sér lausnir Guðmundar Franklín formanns Hægri Grænna.

Björn Emilsson, 26.7.2012 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband