Sunnudagur, 22. júlí 2012
Nubo og gáfnafar elítu Norðlendinga
Framámenn norðan heiða, þingmenn eins og Krisján Möller, bæjarstjórnarmenn á Akureyri og Dalvík að ekki sé talað um snillingana úr Norðurþingi éta úr lófa kínverjans Huang Nubo sem vill komast yfir Grímsstaði á Fjöllum fyrir kínverska nýlendu.
Þegar elítunni fyrir norðan sleppir eru þeir fáir sem mæla bót áformum Nubo. Vinstrivaktin varar við landssölu til kínverska kommúnisflokksins. Evrópuvaktin útvarpar fyrirlitningu Nubo á Íslendingum og vísar þar í útgáfu á Akureyri. t24 birtir gagnrýna pistla um málið.
Með fyrirvara um alhæfingar, Björn Valur Gíslason er til dæmis efasemdarmaður um áform Nubo, þá er ekki einleikið að margir helstu talsmenn heils landshluta láti blindast af glópagulli Kínverjans. Það á ekki að vera hægt að bera á borð hvaða bull sem er, kalla það atvinnuuppbyggingu, og fá sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn í lið með sér.
Athugasemdir
Gullið og genin,allt er betra en ,,þjóðin,, Samfylkingar-rasistar eru við völd.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 15:43
Við erum vitni að hryggilegri, landlægri fáfræði. Ekkert er fyrirlitlegra í augum Austurlandabúa en veikleiki (weakness). Þetta skilja Íslendingar ekki, enda er skandinaviskt menningarumhverfi allt annars eðlis en það austurlenzka. Þegar Kínverjinn kallar Íslendinga "veika", er hann að lýsa fyrirlitningu sinni á þjóðinni. Það er aðeins til ein aðferð til að fá hann ofanaf þeirri skoðun. Hún er sú að slá hann utanundir og sparka í hann. Hann skilur það. Bezt væri að fá hann til landsins, slá hann utanundir í beinni útsendingu og reka hann síðan burt. Þá myndi hann missa það sem Austurlandabúum er kærast, þ.e. andlitið. Eftir ummæli sín um okkur, er það nákvæmlega það sem þessi útsendari kínverzka kommúninstaflokksins á skilið
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:00
Nupo á náttúrulega góðan stuðningsmann á Bessastöðum.
http://www.islandsbloggen.com/2011/09/olafur-ragnar-grimsson-valkomnar.html
Til hamingju með það. ÓRG kemur eflaust til með að vígja glæsihótelið á Grímsstöðum þegar þar að kemur.
Láki (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:01
Þetta er maður sem vann í áróðursmálaráðuneyti Kínverska kommúnistaflokksins, og mest með "málefni Tíbets", ef þið skiljið hvað ég er að fara. Auðvitað kann hann að plata fólk. Það var hans fag í áratugi.
Jónas (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:23
Láki #34, takk fyrir upplýsingarnar. Þetta er þar haft eftir Ólafi Ragnari 2011:
"Alla som känner till Kinas historia vet att praktiskt taget alla unga lovande män under tidigare årtionden hade band till Kommunistpartiet. Det var precis som det var här på Island att om man skulle ta sig uppåt i det politiska systemet behövde man tillhöra de dominerande politiska partierna. ... Men jag har alltid i allmänhet ansett att vi måste visa alla de entreprenörer och de som vill delta i uppbyggnad av arbetsmarknaden på Island, varifrån de än kommer i världen, vänlighet och låta dem presentera sina planer. Sedan måste vi naturligtvis utvärdera de planerna som en självständig nation och suverän stat."
Áður en við missum okkur í æsing og snoðum strax Ólaf Ragnar,
söxum af honum fræga lokka hans, þá skulum við huga að lokasetningu hans í umræddri tilvitnun:
"Sedan måste vi naturligtvis utvärdera de planerna som en självständig nation och suverän stat."
Leyfum Ólafi Ragnari að njóta lokka sinna, amk. enn um stund,
en vitaskuld mun hann mæta sinni ögurstund, sem allir aðrir menn og þar mun úr skerast um lokkana. Þar mun spurt um orðstírinn ... að lokum:
"Deyr fé
deyja frændr
en góðr orðstír deyr aldregi
hveim sér góðan getr."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:45
Vart mun Ólafur Ragnar vilja láta minnast sín, ekki bara sem útrásarpútu, heldur einnig skækju kínverska KommúnistaFlokksins? Nei, það vill hann ekki, hann hugar nú að ævisögu sinni og að bjarga orðstírnum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 16:50
Pétur Örn; er sem sagt ekkert að marka það sem Ólafur Ragnar sagði árið 2011 ?
ÓRG sagði þetta http://www.ruv.is/frett/hvatti-ekki-nubo-til-ad-fjarfesta líka árið 2011.
En það er kannski ekkert að marka það heldur.
Láki (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:02
Það er hægt að gefa Nubo prik fyrir hreinskilnina. Hann er greinilega gáttaður á vitleysingunum sem hann er að díla við.
Anna María (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:07
Opið bréf til Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra:
Sæll Ögmundur. Þetta bréf mitt til þín varðar erin-dreka kínverska heimsveldisins, innanríkismál og Hrun-skækjurnar 3, sjálfstæðis"Flokkinn", "Framsóknar"maddömuna og sam"Fylkinguna", opinbera hlutafélagið 3F, FokkFokkFokk, sem saman mynda meirihluta í Norðurþingi, í þinghelgi Flór-goðans Steingríms J., formanns “Vinstri grænna”.
Að prologus þessum afloknum vík ég nú vafninga- og umbúðalaust, að því sem er mitt meginmál og varðar það að Undirbúningur stríðsins um Norðurslóðir er nú formlega hafinn. Ég, sem óbreyttur og almennur þegn, get aðeins sagt að ég vona að Ísland beri gæfu til að dragast ekki inn í það stríð, nema hvað varðar að standa þétt saman um réttindi okkar sem fullvalda ríkis, sem við erum enn, sem betur fer. En það læðist að mér sá grunur, að Hrun-skækjurnar 3F, séu nú enn orðnar svo snælduruglaðar af froðusnakki sínu, að þær telji,
að stundarfix þeirra sé þeim þess vert að Eitt heimsveldi, eða jafnvel Annað muni hér, fyrr en síðar, vegna stórvelda-ásóknar í auðlindir norðurslóða,
varpa bombum á landflæmi og bækistöðvar þess Þriðja, þess kínverska á Grímsstöðum á Fjöllum.
Nú eða þá, að land okkar verði bútað niður í afgirt svæði heimsvelda?
Eru Hrn-skækjurnar 3F orðnar svo langt leiddar, að þær hafi gleymt mannkynssögunni og styrjöldum þeim sem háðar hafa verið um auðlindir og hertöku lands smáþjóða, sem gleymt hafa sér vegna stundarfixisins? Er það loka-sýn blautra drauma Hrun-skækjanna 3F, í þinghelgi og undir tjaldborg Flór-goðans?
Ég vona að þjóðin átti sig á graf-alvarleika þessa máls og vitaskuld að þú standir vaktina í þessu máli Ögmundur, sem innanríkisráðherra, því um öryggi almennings og almannaheill okkar þjóðar er nú að ræða, sjálft fullveldi okkar.
Viðlíka kreppur og sú sem nú ríkir í heiminum hafa, sögulega séð, alltaf, ég segi … alltaf … endað með styrjöldum. Ekki vþa. að almenningur þjóðanna hafi viljað það, heldur vegna sturlunar gjör-spilltra valdhafa og græðgisvæddra bankastofnana og glóbalískra hrægamma auðræðis þeirra.
Hvers vegna í ósköpunum ættum við, 320.000 manna þjóð á gósenlandi, að vilja dragast inn í styrjöld og það á okkar eigin landi, á okkar eigin land? Viljum við enda sem Sýrland? Sundurskotið og tætt, vegna stórveldaátaka heimsvelda, sem ganga erinda glóbalískra hrægamma auðræðis þeirra?
Það má vel vera að einhverjir vilji taka strútinn á þetta og fara í bjartsýniskastið fræga, stundaræðið og stundarfixið, um að það reddist, það reddist, það reddist.
En þá segi ég að það reddast ekkert nema við, almenningur þessarar þjóðar reddum því og stöðvum þessa klikkun áður en allt verður um seinan. Umræðan í þjóðfélaginu er nú, blessunarlega, öll á þann veg, að þetta landa-leigu-afsal til kínverska heimsveldisins sé til merkis um sturlun Hrun-skækjanna 3F, í þinghelgi Flór-goðans.
En þá komum við að þeirri ísköldu staðreynd, að almenningur ræður nánast engu hér á landi og því get ég aðeins bent þér á Ögmundur, sem innanríkisráðherra, að asni hlaðinn gulli, hefur leitt stærri þjóðir, miklu stærri þjóðir en okkar, til hruns og endanlegs falls þeirra og útrýmingar.
Við erum aðeins 320.000, við erum dropi í hafinu! Eina sem við getum gert er að standa þétt saman um fullveldi okkar og láta ekki búta landið undir fótum okkar niður.
Við erum enn fullvalda ríki ... eða er það ekki ????
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:20
Afsakið, hvað letrið er óþægilega stórt. Það gerðist eftir að ég flutti það úr textaham bréfsins yfir í textahaminn hér. Það tútnaði svona svakalega út.
Er enn að reyna að átta mig á því af hverju það gerðist.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:27
Þekkjum við Nubo,þótt segi vel valin orð,í ákafri löngun eftir að komast yfir skika lands hér. Hann er ekkert öðruvísi en aðrir sem hafa auð og völd. Fái hann ekki það sem hann sækist eftir er hann bara gáttaður,við erum þá í fullum rétti hvað sem honum finnst.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 17:33
Góður Pétur og tútni öll þín skrif í baráttunni fyrir Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 17:40
Láki, hann sagði þetta ekkert ... líka,
því þetta er sama tilvitnaða fréttin frá RÚV og með sömu lokaorðum ÓRG og þú vísaðir áður til á sænsku. Hér er þetta á íslensku:
„Hinsvegar hef ég almennt fylgt því sjónarmiði að allir athafnamenn og þeir sem vilji leggja Íslandi lið í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi, hvaðan sem þeir koma í veröldinni, við eigum að sýna þeim fulla kurteisi og leggja sín áform fram. Síðan eigum við auðvitað að meta þau áform sem sjálfstæð þjóð og fullvalda ríki.“
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:40
Takk kærlega Helga, fyrir hlý og hvetjandi orð.
Almenningur verður að standa þétt saman gegn gjör-spilltu valdakerfinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:43
Jæja, hvað með það Pétur Örn. Hér er það staðfest að Ólafur Ragnar styður Huang Nubo í áformum hans á Grímsstöðum.
Forsetinn vill sem sagt selja landið sitt.
Láki (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 17:48
Komdu með sönnun þeirra orða þinn Láki, að "forsetinn vill sem sagt selja landið sitt".
ÓRG segir aðeins að við eigum að sýna Núbba kurteisi og leyfa honum að leggja fram áform sín. Nú hefur Núbbi gert það.
Hefur þú einhver ummæli Ólafs Ragnars eftir að Núbbi lagði fram áform sín.
Hefur þú einhver ummæli ÓRG önnur en þessi gömlu frá 2011?
"... við eigum að sýna þeim fulla kurteisi og leggja sín áform fram. Síðan eigum við auðvitað að meta þau áform sem sjálfstæð þjóð og fullvalda ríki.“
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 18:03
Forsetinn selur ekki land sem hann ekki á - frekar en aðrir.
Er Láki að byggja upp einhverja afsökun fyrir þeim flóknu viðskiptum að sveitarstjórnir norðaustan kaupi Grímsstaði á Fjöllum af ábúendum fyrir lán frá Kínverjum og endurselji síðan Kínverjum?
Eru menn strax farnir að útbúa "flóttaplan" vegna viðskiptanna og leita heppilegs blórabögguls? Ef svo, þá boðar það ekki gott fyrir framhaldið.
Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 18:03
Mun Páll Vilhjálmsson biðjast afsökunar á þessum vænisjúku pistlum sínum um Grímsstaðamálið, þegar í ljós kemur að þeir eru bull út íloftið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.7.2012 kl. 18:07
Enda studdi heimsksýn ÓRG. Hahaha.
Svo þarf almenningur að borga fyrir þessi daglegu hálfvitaskrif.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 18:24
Með vísan til ræðu Einars Þveræings, þar sem hann talar um að sjálfsagt sé að sýna erindrekum erlendra ríkja kurteisi og jafnvel færa þeim smágjafir, ma. nefnir hann tjald,
þá mæli ég með að við sendum Huang Nubo tjaldborg Jóhönnu. Þar með gætum við slegið tvær flugur í einu högg: Sýnt honum vinarþel en jafnframt hagsýni, því hún hefur hvort sem er engum gagnast hér á landi.
Ég er alveg viss um að Núbbi yrði jafn glaður með þessa gjöf og lopapeysuna forðum og mundi una glaður við allt sitt mikla ríkidæmi og tjaldborg Jóhönnu að auki, einhverss staðar í Kína, hvar keisararnir hafa í gegnum tíðina verið misgóðir eða misillir, svo sem Lao Tze greinir svo glöggt frá í Bók sinni um veginn. Reyndar fylgir Núbbi fullkomlega hirðsiðum Konfúsíusar og hefur örugglega aldrei lesið Lao Tze og alls ekki Chuang Tze, alla vega hefur hann þá ekkert lært af þeim vísu mönnum, sem bara vildu auðga andann og jafnframt sjálfan anda alheimsins.
Hvað um það. Tjaldborgin gæti alla vega nýst Núbba vel út í skrúðgarði einhverrar keisarahallar, til harðfisksmauls og það væri verulega sætt ef Hjölli sendi honum góða og nýja lopapeysu ... eða eru þær aðallega framleiddar núna í Kína? Hjölli ætti að geta svarað því, enda vinnur hann í utanríkisráðuneytinu hjá Össuri. Nú svo getur Solla gist hjá Nubo undir tjaldborginni, stutt að fara frá Kabúl. Kannski hún tæki Árna Matt. líka með, hann er í Róm, ráðinn af Össuri.
Og við, vesalingarnir hérna heima? Nú við gætum svosem rennt á skeiði yfir tjaldborgarljóð Núbba, sjálft rauða kver okkar dýrðlegu gegnsæu tjaldborgarstjórnar.
Ég mæli með að Láki snari svo dýrðinni yfir á sænsku. Þó býst ég ekki við að Lálki geti gert sér vonir um Nóbelinn fyrir hönd Núbba, því elítu kínverska kommúnistaFlokksins er ekkert vel við vinnubrögð Nóbels nefndanna. Það hefur margoft sýnt sig og allir vita það, sem á annað borð fylgjast með fréttum, af einhverju viti.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 18:25
Gunnar, bendi á eftirfarandi úr Washington Post.
En hvað ætlar Láki að ganga langt í brenglunum um forsetann? Skiptir engu máli hvað forsetinn í alvöru sagði? Og eins og Pétur benti á að ofan? Skiptir mestu hvað Láki segir hann hafa sagt? Voðalega er þetta Jóhönnulegt.
Elle_, 22.7.2012 kl. 18:30
Nei, rangur linkur, það var eftirfarandi: Washington Times.
Held samt ekki að það skipti þig neinu máli, Gunnar. Merkilegt hvað þú ert harður gegn yfirtöku Brussel en viljugur gegn þessum Nubo. Skýringar hans eru ótrúverðugar og að vísu sprenghlægilegar.
Elle_, 22.7.2012 kl. 18:44
Í essu laði er verið að referra til efnahagskrísunnar. Að eftir Sjallahrunið finnist innbyggjurum þeir veikir og vanmáttugir og það brjótist út í allskyns kjánaþjóðrembingi.
þið staðfestið algjörlega þessa greiningu Hr. Huangs! Hahaha. þið eruð gangandi sönnun.
Hitt er annað að aumingjans maðurinn fattar örugglega ekki hve auðvelt er að spila kjánaþjóðrembing upp í innbyggjurum af ýmsum tilefnum. Kallgreyjið eit það örugglega ekki og væri gustukaverk að einhver segði honum frá því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 19:09
Jóhannes Björn hefur lengi skrifað og fjallað um banka- og elítu-auðræði efnahagsböðlanna, auðlinda og stríðsherranna, hvers lenskir sem þeir eru.
Hann hefur reynst mjög forspár í pistlum sínum, sem er að finna á vald.org og svo mjög að Egill Helgason tók það sérstaklega fram þegar hann ræddi síðast við Jóhannes Björn í Silfri Egils, að það væri eftirtektarvert hversu forspár hann væri. Mig langar því til að vitna í orð Jóhannesar Björns, frá síðasta ári, í pistli hans "Kína blikkar rauðum ljósum".
Hvaða rottur skyldi Jóhannes Björn vera að skrifa um?
"Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor.
Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu.
En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið."
Skyldi einhver rotta, sem makaði krókinn á kostnað almennings í Kína,
vera að reyna að koma gróða sínum undan og það hingað til lands
og það í skjóli Hrun-skækjanna BDS, í þinghelgi Vlór-goðans?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 19:16
Lesið endilega pistil Jóhannesar Björns:
Kína blikkar rauðum ljósum
13. nóvember 2011 | Jóhannes Björn
Glundroðinn í Evrópu hefur undanfarið haldið allri athygli fjölmiðla og það hefur verið frekar hljótt um hvert stefnir í Kína. Margt bendir þó til þess að hagkerfið þar um slóðir sé mjög fallvalt og árið 2012 verði ákaflega erfitt. Í mildasta falli eigum við eftir að sjá samdrátt sem tekur hráefnisútflytjendur Ástralíu og Brasilíu með sér í fallinu. Í versta falli mesta fasteignahrun sögunnar og blóðug innanlandsátök sem líklega leiða til falls kommúnistaflokksins.
Kínverska efnahagsundrið hefur aldrei verið jafn stórkostlegt og margir vilja láta í veðri vaka. Vestrænir talsmenn óheftrar hnattvæðingar hafa skiljanlega hampað kínverska „undrinu“—þessir riddarar einkaframtaksins sem vilja einkavæða allt heima fyrir lofsyngja miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins stanslaust og telja hana óskeikula—en hagvöxtur síðustu áratuga var í sjálfu sér frekar einfaldur í framkvæmd. Hundruð milljónum fátækra einstaklinga var smalað inn í verksmiðjur sem voru starfræktar eins og risastórt færiband fyrir ríkari markaði, náttúrunni var nauðgað í nafni „framfara“ og erlend fjárfesting ásamt tækniþekkingu streymdi í þennan arðbæra farveg. Ótrúleg harka og heragi keyrðu svo allt kerfið áfram.
Mjög miðstýrt hagkerfi stenst aldrei til lengdar og allra síst þar sem millistéttin fer vaxandi. Gömlu Sovétríkin voru skólabókadæmi um þetta. Kínverska hagkerfið byrjaði að fara úr böndunum um leið og það náði því þróunarstigi að alræðisstjórnin neyddist til að auka innlenda eftirspurn. Handstýring gengur aldrei í hagkerfi sem hefur náð ákveðnu flækjustigi—þar sem ruglingslegt samspil framboðs og eftirspurnar ræður ríkjum—og miðstýrðar ákvarðanir eyðileggja það þegar fram líða stundir.
Eftir bankahrunið 2008 dró úr útflutningi Kína og stjórnvöld svöruðu því með því að beina stórauknu fjármagni inn á við. „Fastar“ fjárfestingar—hús, vegir, járnbrautir o.s.frv.—náðu bólustigi og soguðu til sín 46% fjármagnsins, en þessi tala er að jafnaði um 12% í Bandaríkjunum. Miðstjórn kommúnistaflokksins gaf borgum og sýslum skipanir um að ná ákveðnum hagvexti. Því markmiði var auðveldast að ná fram með því að byggja milljónir húsa og önnur mannvirki.
Það er talið að á þessu augnabliki búi enginn í yfir 60 milljónum íbúða í Kína. Fólk hefur fjárfest í sumum þeirra af þeirri einföldu ástæðu að það hefur aldrei séð fasteignaverð lækka … þar til núna. Byggingafélög eru byrjuð að gefa allt að 30% afslátt og óeirðir hafa brotist út þegar fyrri kaupendur heimta sama afslátt. Kínverska fasteignabólan er sú svakalegasta sem heimurinn hefur nokkru sinni séð og verðið á eftir að falla meira en flesta grunar. Vítahringurinn sem fasteignamálin eru komin í er algjör og það er enn verið að byggja á fullu þrátt fyrir að hrun blasi við. Allt að 40% tekna margra borga má nefnilega rekja til sölu lóða undir nýjar fasteignir.
Þrátt fyrir staðreyndir málsins virðast flestir sem tjá sig um málið á Vesturlöndum halda að kínverski fasteignamarkaðurinn sé alls ekki í svo slæmum málum. Þetta fólk bendir á að það vanti húsnæði fyrir um 300 milljónir, miðstjórn flokksins sé með áform um að koma þessu fólki inn í borgirnar og að þeir sem þegar hafa keypt hafi borgað út helming söluverðsins eða jafnvel meira. Þessi rök minna á aðrar fasteignabólur í öðrum löndum, þar sem braskarar prédikuðu að „Guð skapaði ekki meira land“ og fasteignir hlytu því að hækka endalaust.
Til að byrja með þá eru meðaltekjur í Kína um $4000 á ári (nánast fyndið í ljósi þess að Ítalir, sem eru með um $40.000 í meðaltekjur, grátbáðu Kína um að redda sér) og meðalverð nýrra íbúða er yfir 30 sinnum hærra (er um 4X á eðlilegum markaði). Þetta er svipað og ef 5000 nýjar íbúðir risu í Reykjavík á þessu ári og þær kostuðu 300 milljónir stykkið, en það væri hið besta mál vegna fjölda þeirra sem leigja eða yfirleitt vantar húsnæði!
Það er rétt að slatti Kínverja hefur efni á að borga íbúðir út í hönd, en flestir sem versla á þessum markaði slá lán annars staðar en í bankakerfinu. Fjölskyldur leggja oft allt undir og svo er starfandi stór sjálfstæður lánamarkaður í landinu.
Fasteignir eru byrjaðar að lækka, hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á niðurleið í nokkurn tíma og yfirvöld í Kína hafa þurft að draga úr almennri lánastarfsemi vegna vaxandi verðbólgu. Samkvæmt skýrslu China Economic Net frá 15. september hefur atburðarásin orðið til þess að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli neyðst til þess að taka óhagstæðari lán fyrir utan bankakerfið.
Skuggabankarnir lána um 18% allra bankalána eða um $1280 milljarða, samkvæmt skýrslu Shihua Financial 13. september. Vextir eru mjög misjafnir, t.d. um 24% í Wenzhou og blaðamanni The Epoch Times var tjáð að mánaðarlegir vextir í Guangdong væru 4–6%.
Samkvæmt Forbes og fleiri heimildum þá er í gangi gífurlegur peningaflótti frá Kína. Nærri 60% einstaklinga sem eiga 10 milljónir júan í reiðufé eru annað hvort að ráðgera að flytja erlendis eða eru að leggja síðustu hönd á að flytja. Könnun gerð af China Merchants Bank og Bain & Co. leiddi í ljós að 27% einstaklinga með yfir 100 milljónir júan hafa þegar flutt og 47% þeirra eru að íhuga að skipta um ríkisfang.
Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor. Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu. En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 19:41
Nubo er kommúnisti í valdaflokki með meðlimi fleiri en allir ríkisborgarar Canada. Flokki sem safnar ódýrum landsvæðum þjóða í neyð út um allan heim. Flokki sem hefur níðst hrottalega á Tíbetþjóð, tók yfir land þeirra og er á góðri leið með að útrýma þeim svo hægt að það sjáist sem minnst.
Og hann er stoltur af að vera í flokknum, kommúnistaflokknum sem níðist ekki síst á eigin ríkisborgurum: Huang Nubo fer niðrandi orðum um Íslendinga - lýsir stolti yfir þátttöku í Kommúnistaflokki Kína.
Elle_, 22.7.2012 kl. 19:44
Það er alveg sérstök ástæða til að taka heils hugar og hjartanlega undir lokaorð bloggsíðu vinstrivaktarinnar um þetta mál, því ekki veitir af sannri vinstrivakt,
nú þegar samFylkta kratahjörðin falbýður sig ... á kostnað almennings:
"Nú horfir þjóðin með vorkunnlátri furðu á íslenska krata og norðlenska sveitarstjórnarmenn gera sig að undri með trúgirni sinni."
Það eru svo sannarlega orð að sönnu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 20:05
Það fer ekki Páli Vilhjálmssyni ekki vel að vera brigsla öðrum um gáfnafar !!!
Hann er eins og Eyjafjarðarmafían , gerir allt fyrir peningana okkar !!!!!!!!!!
JR (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 03:07
LIII. Tao vs. Globalism
1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.
2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,
en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.
3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.
Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega
og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.
(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 04:57
Skyldu útásarræningjarnir hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldi Huang Nubo, hið meinta ljóðskáld, hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldu Hrun-skækjurnar 3, BDS hafa lesið bókina um veginn?
Skyldi Flór-goðinn í Norðurþingi hafa lesið Bókina um veginn?
Líkast til ekki. Þeir finna engan frið, heldur ráfa um sem vofur.
Lífið færir þeim engan frið, sem fara með ófriði gegn þjóð sinni.
Pétur Örn Björnssona (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 04:58
Glöggt er gestsaugað; Íslendingar eru einmitt heimskir, gráðugir.. Face it, first step for improvement
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 12:48
Já, mikil væri nú dýrð þeirra allra, ef Núbbi, „ungur“ og „sterkur“, sem Bjarni Ben., sýndi þeim öllum hina tæru gleði Tíbeta þegar þeir kveikja í sér.
Mikil er dýrð okkar næsta dásamlega forsætisráðherra.
Þeir sem elska valdið og vilja beita því af hörku og skera allt niður, mega alls ekki vera veikgeðja, heldur fullir hörku.
Kannski Bjarni Benediktsson geti lært eitthvað af elítu kínverska kommúnistaFlokksins, um það hvernig megi koma því í kring að venjulegir og óbreyttir og al-mennir Íslendingar læri þá göfgu list að kveikja í sér af gleði?
Þá þyrfti hann ekki að skera vesalingana niður. Það er svo blóðugt. Miklu betra að láta sauðsvatan almenninginn bara kveikja í sér, af eintómri gleði.
Kannski Bjarni Benediktsson hafi nú fundið það út að þetta er miklu hentugri leið en að setja vafninga hans um háls hinna undirokuðu þegna og hengja þá. Miklu betra að sauðsvartur almenningur verði bara að ösku.
Mikil er dýrð okkar næsta dásamlega forsætisráðherra.
Bráðum gæti hann orðið fullnuma í þeirri göfgu list að fá almenning til að kveikja í sér af tómri, en dýrðlegri gleði.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:04
Hrun-skækjurnar 3, BDS, eru svo langt leiddar í fíkn sinni,
að Ögmundur ræður ekki einn við þær.
Hvað segir íslenskur almenningur. Á hann ekki zippo-gasfyllingu
og eldspýtur? Kaupið það þá bara út á reikning flokkskrifstofa BDS
og Flór-goðans í Norðurþingi. Það fer á reikning ríkisns, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:13
Ef þið viljið vera kúl á dauðastundinni, fáið ykkur líka ný gleraugu,
DG, eða eitthvað trendy merki. Það fer líka á reikning ríkisins, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:15
Svo verður það afskrifað,
en aðeins þegar almenningur verður orðinn að ösku, sem annað.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.