Draghi: meiri samruni til að bjarga evru

Meiri samruni evru-ríkjanna er nauðsynleg til að bjarga evru-svæðinu úr klóm kreppunnar, segir Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Draghi telur nauðsyn á nýjum stofnunum til að efla samruna evru-ríkjanna. Aðeins 17 ríki af 27 Evrópusambandsríkjum er með evru fyrir lögeyri.

Ríkin tíu sem ekki verða með í samrunaferlinu eru m.a. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland. Það er raunar tvísýnt hvort öll 17 ríki evru-svæðisins verði með. Fyrrum fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, býst við að evru-þjóðum muni fækka. Annar þýskur stjórnmálamaður, Alexandar Dobrindt, þungavikarmaður í Bæjaralandi, ráðleggur grískum stjórnvöldum að taka upp drökmu.

Evrópusambandið er í upplausn. Óhugsandi er að sambandið fái staðist óbreytt og verulegar líkur eru á klofningi. Undir þessum kringumstæðum er algerlega út í hött að Ísland skuli standa í samningaviðræðum um Evrópusambandið um aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ef það væri ekki svona sorglegt væri það bara hlægilegt.  Össur og kó eru að gera sig að athlægi um allan heim með þessu brölti sínu og það á OKKAR KOSTNAÐ SEM ER ÓÞOLANDI.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:07

2 identicon

Draghi er að segja, að evran sé of stór til að falla.

Eða með öðrum orðium, fall evrunnar verður of stór fyrir þá sem bera ábyrgð á óskapnaðinum. Það er betra að feitir embættismenn á fínum launum og enn betri eftirlaunum haldi andlitinu, en almenningur á evrulandi lífinu.

Persónulega sé ég enga útleið fyrir þrautpíndann almenning í þessum löndum aðra en þá, að skjóta ábyrgðarmennina. Þeir koma til með að sitja, eins og Gaddafi og Assad, hvernig sem almenningi vegnar.

Og auðvitað vill Össur komast í þessa elítu. Það er flott líf, að ráða, og lifa sníkjulífi á almenningi, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kosningum.

Annars hef ég enga sérstaka samúð með evrulendingum, þeir hafa ráðin í sínum höndum, en frekar en að taka af skarið, og gera eitthvað í málunum, láta þeir evrulýðinn hræða úr sér líftóruna.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásthildur, grát-ruglingslega fyndið,hvað er þetta Eurosicpark,? Þú segir nokkuð Hilmar,með útleið þrautpíndra,ef þetta væru alvöru risaeðlur,en ekki mennskar. Össur hefur borið það af sér aðspurður,að hann sækist ekki eftir starfi í Brussel. Hann ætti að sjá brunarústirnar eins og samflokksmenn hans. Hvers vegna heldur hann þá þessu til streitu,ég held við verðum að stöðva hann.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband