Ísland í skotlínu kínverskra hagsmuna

Þriðjungur af hernaðarútgjöldum Kínverja fer til herskipaflotans. Hröð uppbygging úthafsflota Kína veldur áhyggjum, bæði hjá nágrönnum Kína og á vesturlöndum, segir í fréttaskýringu New York Times. Siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu um norðurskautið opnast næstu árin og þar með er Ísland í skotlínu kínverskra hagsmuna.

Ísland var á  bresku áhrifasvæði á 19. öld. Stjórnarbylting Jörundar 1809 var gerð á forsendum breskra verslunarhagsmuna. Um miðja 20. öld komst Ísland undir bandarískt áhrifasvæði og var bandaríski flotinn með bækistöð hér á landi í meira en hálfa öld.

Bandaríski fræðimaðurinn Stephen M. Walt skrifar um útþenslustefnu Kína í Foreign Relations og segir eina aðferð Kínverja að koma ár sinni fyrir borð að  efna til sambanda við ríki sem eru á hefðbundnu áhrifasvæði Bandaríkjanna.

Hugmyndir Huang Nubo og íslenskra útsendara hans um að eignast prósentuhlut af hálendi Íslands, m.a. undir flugvöll, og að komast yfir hafnaraðstöðu falla eins og flís við rass við greiningu á kínverskri útþenslustefnu.

Á meðan utanríkisstefna Íslands miðast við að skrá sig inn í brennandi ESB-hótel er ekki von að íslenska stjórnsýslan sé meðvituð um hættuna sem stafar af vaxandi ágengni Kínverja í Norður-Atlantshafi.


mbl.is Skoða hafnir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birtist ekki Kaninn hérna einhvern góðan veðurdag og setur aftur upp herstöð, hann lætur það tæplega viðgangast að Kínverjar nái hér fótfestu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 10:59

2 identicon

Undirlægjuháttur gagnvart Kínverjum er ekkert bundinn við núverandi stjórn eða Samfylkinguna.

Þannig hefur þetta verið í bráðum 20 ár.

Ólafur Ragnar Grímsson frelsari íslensku þjóðarinnar og mannvinur hefur lagt sérstaka áherslu á samskipti við einræðisherrana í Kína.

Í tíð sjálfstæðisflokksins var lögreglu sigað á Falun Gong af hræðslu við Kínverja.

Undirlægjuhátturinn gagnvart þessu einræðis- og glæpamannaríki sýnir vel hversu óhæfir og illa þenkjandi íslenskir ráðamenn eru.

Það kemur flokkum ekkert við.

Heimskan spyr ekki um flokksskírteini.

Rósa (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 11:25

3 identicon

Höfum það alveg á hreinu, að það eru allar Hrun-skækjurnar 3,

"Sjálfstæðis"Flokkurinn, Framsóknarmaddaman og Samfylkingin,

sem saman mynda meirihluta í Norðurþingi,

í þinghelgi og undir gegnsærri tjaldborg flór-goðans Steingríms J.

Það hlýtur öllum sem vilja sjá, að vera augljóst. 

Kjósendur góðir, það líður að kosningum,

veljið ykkur endilega einhverja af skækjunum 3, nú eða flór-goðann,

ef þið viljið leggjast svo lágt. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:17

4 identicon

Ég skal segja það aftur umbúðalaust, sem ég hef sagt áður: 

Undirbúningur stríðsins um Norðurslóðir er hafinn.

Ég vona að Ísland beri gæfu til að dragast ekki inn í það stríð,

nema hvað varðar að standa þétt saman um réttindi okkar.

Eru skækjurnar III svo snælduruglaðar af dóp-neyslu, að þær telji,

að stundarfix þeirra sé þess vert að eitt heimsveldi muni hér,

fyrr en síðar,

varpa bombum á landflæmi og bækistöðvar annars heimsveldis,

þess kínverska?

Nú eða að land okkar verði bútað niður í afgirt svæði heimsvelda?

Eru skækjurnar III orðnar svo langt leiddar, að þær hafi gleymt

mannkynssögunni og styrjöldum þeim sem háðar hafa verið um

auðlindir og hertöku smáþjóða?

Er það loka-sýn blautra drauma Hrun-skækjanna III

í þinghelgi og undir tjaldborg flór-goðans?

Ég vona að þjóðin átti sig á graf-alvarleika þessa máls.

Viðlíka kreppur og sú sem nú ríkir í heiminum hafa, sögulega séð,

alltaf, ég segi alltaf endað með styrjöldum.

Hvers vegna í ósköpunum ættum við, 320.000 manna þjóð á gósenlandi,

að vilja dragast inn í styrjöld og það á okkar eigin landi, á okkar land?

Eða innan okkar lands?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:26

5 identicon

Verðum við kannski miklu fyrr en síðar Sýrland?  Sundurskotið og tætt?

Það má vel vera að einhverjir vilji taka strútinn á þetta og fara í bjartsýniskastið fræga um að það reddist, það reddist. 

En þá segi ég að það reddast ekkert nema við, almenningur þessarar þjóðar reddum því og stöðvum þessa klikkun áður en allt verður um seinan.  Asni hlaðinn gulli, hefur leitt stærri þjóðir, miklu stærri þjóðir en okkar, til hruns og endanlegs falls þeirra og útrýmingar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:34

6 identicon

320.000, við erum dropi í hafinu. 

Eina sem við getum gert er að standa þétt saman um fullveldi okkar og láta ekki búta landið undir fótum okkar niður.  Við erum enn fullvalda ríki, sem betur fer.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:44

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rósa, mannvit sér ekki fyrir fláttskap,né duldar áætlanir. Nærtækt að minna á stefnumál flokka og forsvarsmanna þeirra,eins og V.G.,sem svíkja við fyrsta tilboð. Það er á þeirri stundu sem menn sjá að þeir voru blekktir og viðurkenna það,en heimskingjar ala á ábyrgð þeirra. Hefur undirlægjuháttur gagnvart Kína,staðið í 20 ár? Birtist hann í að taka kurteyslega á móti þeim,í opinberri heimsókn? Þessir illa þenkjandi stjórnmála-ráðamenn,heyra brátt sögunni til. Almenningur setur frat á þá,hefur lært að lesa þá. Þannig ráðast næstu kosningar ekki eingöngu af mælskunni einni saman,fólk mun leggja fyrir framboðsaðila einskonar próf. Afsakið þetta er mín óska staða. Varðandi ásókn Huang Nubo í land,vil ég benda á að það kemur okkur öllum Íslendingum við. Enginn getur haldið öðru fram.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2012 kl. 14:02

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varðandi Huang Nubo, átti að vera er alfarið á móti að hann grufli í þessu landi okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2012 kl. 14:08

9 identicon

HELGA

Hefur þú aldrei heyrt um Falun Gong og hvernig farið var með það fólk þegar kínverski yfirglæpamaðurinn kom hingað?

Held þú ættir að kynna þér söguna.

Það hjálpar stundum.  

Rósa (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 15:09

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjálpar?? þér,mér? Útlendingar sem koma hingað til að mótmæla háttsettum gestum okkar, ættu ekki að fá að gera það. Mótmælendur eru samlandar gestanna og ættu ekki að fá að þvinga gestgjafana til átaka við sig. Yfirglæpamaður,sem þú kallar svo,ætti þá að vera dreginn til ábyrgðar,,á réttum vettvangi,eiga mótmælendur að útkljá sín mál hjá friðsamri þjóð?Eigum við að vita og dæma í einu vetfangi hvort þau eru með hreinan skjöld? Ættum við sem erum á móti Esb. að halda til Brussel og mótmæla óréttlátum aðförum ráðamanna okkar að lýðræðinu? Rósa mótmæltu mér að vild,en biðst undan ábendingum frá þér hvað ég ætti að gera.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2012 kl. 16:36

11 identicon

Páll Vilhjálmsson, nú beini ég spurningu til þín, sem blaðamanns:

Hver er þessi talsmaður Nubo, Halldór Jóhannsson?

Ég veit það eitt, að hann er ekki arkitekt að mennt, þó hann segi svo vera, heldur landslagsarkitekt.  Það skiptir þó ekki megin máli, heldur hitt:

Hver hafa verið hans helstu "afrek" á viðskiptasviðinu fram til þessa?

Við vitum að Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson, lögfræðingur Ingibjargar Sólrúnar, hafa komið mikið að þessum málum, auk Hjörleifs Sveinbjörnssonar, mágs Össurar Skarphéðinssonar. 

Ég veit meira, ma. hvað varðar tengsl útrásarrævintýra verkfræðistofa til Kína.  Tengist það mál innrásarævintýri Nubo og talsmanna hans? 

Eitt er að verkfræðistofur komi að jarðhitagerð í Kína, með tæknilega aðstoð, en heldur þykja mér þeir verkfræðingar leggjast lágt, til að liðka fyrir þeirra eigin verkfræðilegu projectum í  Kína, ef það kostar okkur afsal lands til kínverks kefis-auðmanns.

Ég vona að einn góður drengur, verkfræðingur sem ég þekki, nú aðstoðarmaður ráðherra, hugsi nú sinn gang og flýti sér hægt, afar hægt.  Það geri ég vegna þess að sá er vinur er til vamms segir.     

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 16:52

12 identicon

Við skulum vona að frú Ingibjörg Sólrún

nái ekki að opna enn eitt Pandóru box sitt.

Síðast endaði það í Hruni, enda óáran ein sem úr Pandóru boxi kemur.

Hefur frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enn ekkert lært?

Hefur Össur Skarphéðinsson enn ekkert lært?

Hafa Oddný Harðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon engan lærdóm dregið af því þegar frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði Pandóru box sitt síðast?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 17:10

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Rannsóknarblaðakonan Lára Hanna er löngu búin að kafa í fyrrum athafnir athafnamannsins og komst m.a. að því að hann stóð að margfrægri lakkrísverksmiðju í Kína á síðustu öld.  Það sárvantar fjölmiðil, sem fer oní saumana á málum og stundar rannsóknir út fyrir "tilkynningar til blaða" og metnaðarlausar þýðingar á greinum heimspressunnar.   http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=125546&pageId=1785200&lang=is&q=lakkr%EDsverksmi%F0ja

Að öðru leyti tek ég sterkt undir áhyggjur og varnaðarorð Péturs Arnar, í þetta sinn er ég sannfærð um að fyrirætlanir "athafnamannsins" og ljóðaskáldsins Nubo" eru allt aðrar en látið er uppi.  Viðvörunarbjöllurnar hringja hástöfum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.7.2012 kl. 17:19

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lára Hanna! (-: já.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2012 kl. 17:31

15 identicon

Takk Jenný Stefanía.

Aðalatriðið er það, að svo virðist vera að glaðbeittir for-útrásarsnáðar til Kína, sem náðu þar litlum sem engum árangri þá,

hver svo sem project þeirra voru 

séu nú að liðka til fyrir sínum síbreytilega prívat bissness með því að beita áhrifum sínum og miklum ítökum innan ráðuneyta hér á landi, til að falbjóða kerfis-mannininum Nubo heilu landflæmin til ráðstöfunar. 

Það er ekki þeirra prívat mál. 

Þjóðin er ekki Ingibjörg Sólrún og hirð hennar,

enda þótt hún virðist enn halda það. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 17:48

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þau eru mörg ljóðskáldin sem kunna að meta lakkrís. Bretar eiga verri ferilskrá sem nýlenduveldi en nokkuð annað Evrópuríki svo ekki sé minnst á Kína.  Mig minnir að breski flotinn hafi komið 5 sinnum bara á síðustu öld til Íslands í fjandsamlegum erindum.  Hafnbannið sem Bretar settu á Ísland árið 1958 leiddi reyndar af sér tímabundna erfiðleika en snérust fljótlega í mikið happ með hagstæðum viðskiptasamningum við Sovétríkin og fylgiríki þeirra sem eyðilögðu hafnbannið.   Jenný þú ættir kannski að benda uppáhalds rannsóknarblaðamanni þínum á þessa sögu, sem er áþreifanlegri en "Gula hættan"

Sigurður Þórðarson, 19.7.2012 kl. 18:02

17 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Óvenjuleg tóntegund sem þú notar gagnvart mér núna Sigurður, kann satt að segja ekkert á hana.

Það hefur löngum verið tíðkað í meintri "rök"ræðu að benda á eitthvað annað óskylt jafnvont eða verra, til að réttlæta aðgerðir í núinu.  Það t.d. svínliggur við að nota slíkt í pólitískri umræðu nú, því enginn og flokkur né stjórnmálaafl, hefur jafn slæmt "track" record eins og Flokkurinn sem margir ætla að kjósa nú, þrátt fyrir allt.

Í samanburði við "gulu hættuna" sem líkja má við dreka erum við eins og fiðrildi sem  fýkur undan minnstu golu.  

Þó að ég hafi nú búið á annan áratug í stóru samfélagi landflótta Kínverja dettur mér ekki hug að "claim expertise" í þessari merku þjóð og menningu.  Hitt er annað, ákveðni, stífni og sjálfsfylgni sem við köllum stundum "frekja" er  greipt í menninguna og kannski meira í þá sem komist hafa í álnir utan Kína. Kínverjar eru t.d. frekari og ósvífnari í umferðinni en Íslendingar,.... get my drift?    

Að öðru leyti stend ég við sannfæringu mína, "chinatown á fjöllum" er fyrirsláttur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.7.2012 kl. 18:24

18 identicon

Það geta allir kallað sig ljóðskáld, en kannski Hjörleifur Sveinbjörnsson,

þýðandi í Utanríkissráðuneyri Össurar Skarphéðinssonar

mætti minnast þess og draga af því einhvern lærdóm, að ekki var æðsta stjórn kommúnistaFlokks kínverska heimsveldisins par hrifin

þegar hann boðaði til samFylkingar ljóðahátíðar í smábæ í Norður-Noregi.  Þangað var ma. boðið nokkrum ljóðskáldum frá Kína og allt í góðu með það, hefði maður haldið.  Svo bláeygur og barnalegur var amk. Hjörleifur í byrjun.

En sú dýrðarsöngva hátíð var blásin snarlega af, þar sem æðsta stjórn kommúnistaFlokks kínverska heimsveldisins setti strangt bann við því, að kínversk ljóðskáld sæktu Noreg heim.  Við vitum öll af hverju það var.

Kínversk stjórnvöld þola enga mótspyrnu, enda fannst þeim með öllu ólíðandi að Norðmenn skyldu hafa verðlaunað einn óbreyttan kínverskan mann, vegna verðleika og verka hans.  Verðleikar hvers manns eru lítils metnir í Kína, nema þú tilheyrir elítunni.

Mig grunar að það séu nú þegar farnar að renna tvær grímur á Hjörleif og frú Ingibjörgu vegna þessa máls.  Ég vona það að minnsta kosti.  Ég hvet þau eindregið til að draga nú einhvern tíma lærdóm af glópsku sinni og láta nú svo lítið að endurtaka hana ekki.  Mál er að linni. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 18:49

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jenný, þú átt enga sök á því að ég er napur í dag. Ég er í raun algerlega sammála þér í þessu máli.   Og jafnvel þó ég væri það ekki þá eru pistlarnir þínir alltaf fróðlegir. Mér þykir alltaf þakkarvert þegar fólk reynir að berjast fyrir betra samfélagi á Íslandi og þar ert þú ávalt  í fremstu röð þrátt fyrir eða vegna langrar fjarveru. 

Sigurður Þórðarson, 19.7.2012 kl. 19:27

20 Smámynd: Elle_

Pétur, þú ferð algerlega á kostum í þessu Nubo-máli.  Og Sigurður, sannarlega er það satt sem þú segir um Breta-yfirganginn.  Við skulum ekki heldur halda að þeir séu neitt að hætta.  Við sjáum það nú með ICESAVE.

Elle_, 19.7.2012 kl. 21:13

21 identicon

Takk kærlega Elle mín. 

Við óbreyttur og sauðsvartur almúginn eigum ekkert eftir nema lúsarögn af háði og svo daufa vonartýru um að hinir meintu, guðum líku ráðamenn, allir á fóðrum á ríkis-verðtryggðri jötu sinni, komi sér niður á jörðina, þar sem við hin þraukum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 21:47

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig tengjast Grímsstaðir á Fjöllum ,,hafnaraðstöðu"? Hafiði einhverntiman komið á N-A land? Nei greinilega ekki.

Furthermore er einfaldasta mál í heimi fyrir kínverja að fá einhverja ,,hafnaraðstðu" hjá viðkomandi sveitarfélögum ef þeir það vilja. Mjög einfalt.

Alltaf sama endalausa kjánabullið hjá kjánaþjóðrembingum sem vonlegt er og þrotlaus vinna þeirra við skaða landið og lýðinn. Og eru á styrk frá almenningi við það!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 21:58

23 identicon

Ómar minn, ég er Norðlendingur og hef margsinnis komið í Þingeyjarsýslurnar.

En hefur þú einhvern tíma horft á hnattlíkan Ómar? 

Vonandi að það útskýri fyrir þér legu landa og hvernig afstaða þeirra er.  Miðað við hversu mjög þú leggur þig fram í landsölumálum, þá hlýtur þú að hafa verið mjög hrifinn af Kananum á Miðnesheiðinni á sínum tíma Ómar minn.  Saknarðu þeirra daga?

Kannski það útskýri líka meinta vinstri-mennsku þína.  Þú fyrirgefir mér vonandi Ómar minn, að ég veit ekki hvaðan þú horfir á hlutina, kannski óvart hægra megin miðað við skoplega kenningu þína um ásinn, vinstra og hægra megin, það skyldi þó aldrei vera Ómar minn, að það sért þú sem ert áttavilltur og gerir þér ekki grein fyrir hvað snýr til vinstri og hvað snýr til hægri.

Kannski að þú ættir að lesa Prédikarann í Bififflíunni.  Mér fannst það amk. mjög skemmtileg lýsing á atferli manna, þá þeir hringsnúast svo mjög, að þeir vita ekki eitt né neitt lengur og allra síst hvað snýr til vinstri og hvað til hægri - en urðu þá að viðurkenna hið augljósa, eftir hringsnúning sinn, að þeir væru ... aular.  Kannski erum við báðir aular Ómar minn, en ekki verða svona reiður vegna þess, það er bara ósköp mannlegt að viðurkenna aulaháttinn.  Og svei mér þá ef menn verða ekki bara eilítið meira menn, að viðurkenna það:-) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 23:15

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það þýðir nú lítið að spekúlera í varnarliðinu lengur - það er farið! Hitt er annað, að nú er kominn alveg nægileg fjarlægð á þá atburði er urðu til þess að BNA her fékk hér aðstöðu. þetta var óhjákvæmileg þróun.

það er eiginlega ekki vera varnarliðsins per se sem var vandamálið. Vandamálið var hvernig eðalsjallar fengu að maka krókinn á þessu með tilheyrandi spillingu.

þar beittu BNA menn þeirri taktík er þeir hafa yfirleitt beitt við frumstæð samfélög eins og ísland var. þeir sömdu við elítuflokkinn og pössuðu uppá að henda í hann beinum við og við.

Nú nú. Eg er bara eigi að sjá, að þó einhver maður af kínversku bergi brotnu vilji eða ætli að kaupa/leigja einhverja jörð - að það sé sambærilegt komu BNA hersins.

þar fyrir utan er ekki rétt ð tengja kínverska bissnesmenn beint við kínverska kommúnistaflokkinn og fara svo að rífast alltaf við kínversk stjórnvöld. það er bara mýta að það sé endilega og óhjákvæmilega tengsl þar á milli. það mætti þá alveg eins segja að allir kínverjar barasta væru útsendarar kínverska kommúnistaflokksins og væru þ.a.l. óalandi og óferjandi.

Jafnframt getur þessi jörð GF, ekki á nokkurn hátt tengst hafnaraðstöðu. Útilokað. Ennfremur, eins og áður er sagt, þá mundu sveitarfélög á N-A horni og víðar glaðir taka á móti óskum kínverja um hafnaraðstöðu ef svo bæri undir. Alveg birtséð frá hvort einhver Nubo ætti Grímsstaði á Fjöllum.

það sem átti að gera í þessu máli var barasta að seja kallinum þetta land eða leyfa söluna og ekkert að fara að fokkast í því útí bláinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 23:48

25 identicon

Ómar Bjarki, stundum er speki þín svo mikil að þú verður bara að fyrirgefa mér, að ég bara skil hana ekki. Þó reyni ég af öllum mínum veika mætti að skilja þig, en mér er það bara stundum algjörlega um megn. 

Þú virðist vera svo mikið athafnaskáld Ómar minn, mikill efnishyggju- og bisnissmaður.  Ég er meira fyrir að rækta bara andann og vonandi vitið um leið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 13:04

26 identicon

Kannski við Núbbi gætum verið ágætir saman að skrifa ljóð og ljóðaprósa,

ég veit ekki hvort hann hafi nokkurn raunverulegan áhuga á ljóðum, en ég hef það alla vega og reyndar allra átta og hef lesið heilan haug af eldgömlum alvöru kínverskum ljóðskáldum og spekingum á við Lao Tze og Chuang Tze, sem uppi voru svona sirka 650(Lao)- 350(Chuang) árum fyrir fæðingu Jesús.

en þá mundi ég biðja Núbba í guðanna bænum að hætta þessari landafíkn.

Það boðar aldrei gott, að þjóna tveimur herrum, mundi ég segja við Núbba, veldu nú ljóðrænuna, en losaðu þig undan landafíkninni.  Hún boðar ekki gott fremur en öll eftirsókn mannsins eftrir vindi.  Þetta mundi ég segja við Núbba, ef við sætum tveir einir að spjalla saman um daginn og veginn.

En rækta þú bara landann í þér Ómar minn, jújú alþjóðaandann svo sem líka, en allra helst alheimsandann, því öll efnishyggja er eftirsókn eftir vindi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 13:22

27 identicon

Allt sem tengist hugsun og anda mannanna barna vekur athygli mína, sama í hvaða tíma og rúmi það gerist.  Mér eru núna  td. hugstæð þessi orð Sveins Pálssonar, pistlahöfundar hér á moggablogginu, þar sem hann fjallar um Steingrím J. Sigfússon, en bætir svo þessu við í athugasemd:

30 Smámynd: Sveinn Pálsson

Hef oft velt fyrir mér, hvers vegna yfir höfuð svo margir eru hægrisinnar. Spurning hvort ekki séu sálfræðilegar ástæður þar á bak við, til dæmis þörf fyrir föðurímynd. Rannsóknir hafa einnig sýnt, að hægrisinnar séu oftast tregari og oft hafa menn breyst í hægrimenn við það að skaddast á heila í slysi. Af þessu hafa komið nokkrar fréttir undanfarin ár. Það er því ákveðin galli í heilastarfsemi sem veldur hægrimennsku.

Einnig var lengi haldið á lofti af hægrimönnum, þeirri kenningu að með því að efla auðmenninna myndi hagkerfið eflast, því þeir færu þá að eyða meira og þessi hagvöxtur myndi sytrar niður allt kefrið. Ég held að stjórnartími Steingríms J. hafi einmitt sýnt að þessu er öfugt farið, þar sem fjármagn sem fer til þeirra sem ver eru settir fer beint aftur út í hagkerfið og eflir það, en fjármagn til auðmannanna leitar í skúmaskot og út úr hagkerfinu.

Einnig er því haldið á lofti af hægriöflunum, að skattfé hreinlega hverfi út úr hagkerfinu og þar með minnki kakan. Þessu er stöðugt haldið fram, t.d. í fréttum varðandi bensínverð. En sannleikurinn er auðvitað sá, að ríkið veitir fjármagninu jafn harðan út í hagkefið í gegn um laun og félagslegan stuðning.

Þannig hafa margir með tiltölulega eðlilega heilastarfsemi verið blekktir til hægrimennsku.

Sveinn Pálsson, 19.7.2012 kl. 22:06

Þetta þóttu mér vera mjög athyglisverð ummæli Sveins og þau urðu mér tilefni til að velta því fyrir mér hvað útskýri algjöra umpólun á hugsunargangi Steingríms J. Sigfússonar.  Getur það verið að heilahvel hans hafi skaddast, þegar hann lenti í bílslysi, hér um árið, varð hált á svellinu í Húnaþingi eystra?  Um þetta ræddum við á bloggi Sveins og spáðum og spekúleruðum, en Sveinn vildi nú ekki meina það, en vissulega væri Steingrímur J. kominn ansi langt til hægri. 

Núnú, til að gera langa sögu stutta, þá barst talið að makríl og ESB málum sem nátengd eru landsölufíkn Steingríms J. flór-goða í Norðurþingi og tengist því beint og óbeint Grímsstaðamálinu, þar sem allt virðist vera falt hjá flór-goðanum nú um stundir. Ég er enn að hugsa þetta, hvaða ógæfa henti Steingrím. 

Hann er nú með 5 ráðuneyti á sinni könnu.  Ég hef verulegar áhyggjur af þessu; er þessum eina manni treystandi fyrir öllum þessum ráðuneytum sem varða framtíðarheill þjóðarinnar?  Ég dreg það í efa.  Svona valdafíkn er ekki merki um heilbrigði.  Mér liggur við að segja að hún beri vott um einhverja stundar sturlun.  En það má vel vera að það sé oftúlkun hjá mér.  En mín ráðlegging til Steingríms J. er samt enn sú sama og fram kemur í þessari athugasemd minni við bloggpistil Sveins:

 
56 identicon

Sveinn, þú segir í aths. nr. 49

"Nú hafa staðið fundir við ESB í þessu máli undanfarið, og kann að vera að þrýstingur frá þeim hafi valdið þessari framkomu, tel líklegast að þarna búi eitthvað undir sem ekki hefur komið fram og mun jafnvel aldrei koma fram. Ljóst er að ESB er að þjarma að Steingrími."

Já, getur það verið, að það sé kjarni málsins Sveinn, að Steingrímur láti gunguhátt sinn gagnvart ESB, bitna á lúalegan hátt á Grænlendingum, vþa. hann þorir ekki að tala hreinni og skýrri röddu í þessu máli.

Af hverju getur Steingrímur aldrei komið hreint fram og sagt það þá bara skýrt, að hann virði samþykktir flokksþings VG einskis, gefi skít í þær? 

Hann hefur sömuleiðis gefið algjört frat í þá stefnuskrá sem hann skrifaði fyrir bílslysið- hann stefnir nú í þveröfuga átt, beinustu leið inn í ESB.

Eftir því sem ég hugsa þetta dýpra, þá er ég orðinn handviss um að Steingrím hafi hent eitthvað miklu alvarlegra en beinbrot og mar, þegar hann flaug út af veginum í Húnaþingi eystra, hér um árið.  Vegna mannlegrar samhygðar, þá ráðlegg ég Steingrími eindregið að draga það nú ekki mikið lengur að leita til heilasérfræðings og óska eftri skönnun á heila og barasta alla þá bestu þjónustu og umönnun sem hægt er að veita á þannig sjúkrastofnun. 

Margir hafa sagt það, að Davíð varð aldrei sami Davíð eftir veikindi sín og hann var fyrir þau (var það þistill eða var ristill?  Man það ekki nákvæmlega, en við munum þetta öll, þegar Davíð veiktist, hann breyttist).

Af framansögðu má ljóst vera, að það er því kannski ekki óvarlegt að áætla að Þistilfirðinginn Steingrím hafi hent einhver sambærileg ógæfa og henti Davíð.  Öll getum við lent í slysum og/eða veikst og þá er mikilvægt að leita sér hjálpar hjá hæfustu læknasérfæðingum á hverju sviði sem það er.

Mér finnst það alla vega mjög alvarlegt, ef Steingrímur hefur aldrei látið athuga það, hvort hann hafi hugsanlega skaddað heilahvel eftir bílslysið.

Og það sem gæti skýrt það af hverju Steingrímur er ekki sami Steingrímur og hann varð eftir ógæfuna, bílslysið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 14:38

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er svo mikið af skynsömu fólki hérna að mig langar að spyrja ykkur að einu:

Hver gæti orðið mögulegur samherji Íslands í að ná fram lögbundnum rétti Íslands við Svalbarða sem Norðmenn hafa hundsað?  Sögulega væri rétt að benda á Rússa, Bandaríkjamenn kannski Kínverja? ESB segja kannski einhverjir en Íslendingar eiga gríðarlega efnahagslögsögu sem ESB ásælist nú þegar. 

Sigurður Þórðarson, 20.7.2012 kl. 15:03

29 Smámynd: Elle_

Eg get nú ekki með neinu móti verið sammála Sveini, Pétur.  Og skil ekki hvað er verið að fara með þessum vinstri-gáfum versus hægri manna.  Hann skýrir ekki neitt og bara fullyrðir út í loftið.  Ætli hann meini hinar miklu gáfur Jóhönnu og Össurar eða eru þau hægri menn samkvæmt honum??

Elle_, 20.7.2012 kl. 15:22

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisverð athugasemd hjá Sigurði.

Mér skilst að Svalbarði hafi verið einskis manns lands, en afhent norskum af SÞ ?? til umsjónar. Ekki var þó þess getið að þar með fylgdi 200 mílna sjávarlögsaga, enda var þetta ákveðið áður en 200 mílna og/eða miðlínu lögsagan varð alþjóðleg.

Miðað við landakortið ættu nærliggjandi strandríki að eiga jafnan rétt til lögsögunnar á við Noreg. Þ.e. Grænland og Rússland - etv Ísland líka.

Auk þess var einhver að ympra á því um daginn að Jan Mayen hefðu fávísir ráðamenn íslendinga á síðustu öld afsalað norskum.

Miðað við ofantalið og framkomu norskra í samkrulli við ESB varðandi makrílinn, þá er augljóst að norðmenn eru frekir til fjörsins á norðurslóðum.

Kolbrún Hilmars, 20.7.2012 kl. 15:26

31 identicon

Elle mín

það er ekki stóra málið, heldur spurningin um það hvort Stingrímur hafi skaddast á heila, þegar hann lenti í bílslysinu.  Það er stóra spurningin Elle.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 15:28

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pétur Örn, svona til gamans, þá er ég einmitt að endurlesa skáldsöguna "The Resurrecionist". Þar lendir amerískur senator í flugslysi, sleppur óskaddaður frá nema á heila, sem leiðir til þess að senatorinn fer að vekja fólk upp frá dauðum.

Ætli eitthvað álíka hafi hent SJS í bílslysinu?

Kolbrún Hilmars, 20.7.2012 kl. 15:51

33 identicon

Kolbrún mín, hrútur eins og ég,

stórskemmtileg athugasemd frá þér, sérstaklega hvernig þú laumar þessu smekklega að ... nema á heila.

Hins vegar hlýtur senatorinn að hafa skaddast á öðru heilahveli en Steingrímur, þeas. ef heilaskannið mun sýna fram á sköddunina,

því hér hefur hann drepið allt í dróma.

Mikið vildi ég að hann væri meira líkur þessum senator, að vekja fólk upp frá dauðum.  Og allra helst venjulegt fólk og geri þar ekki mannamun. 

Ja, nema þú meinir að hann hafi vakið haug af útrásar- og bankaglæpamönnum upp frá dauðum og eiginlegið notast þar við munn við munn blásturs-aðferðina? 

Það væri þá eilítið í anda slefunnar sem slitnar ekki milli Villa og Gylfa. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 16:04

34 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við hrútar höfum meðfæddan fæðingargalla; forvitni um alla skapaða hluti. Það veit ég af hálfrar aldar óformlegri rannsókn.

Við hrífumst af undrum veraldar í stað þess að óttast þau, erum alltaf tilbúin til þess að tileinka okkur nýjungar (ef við teljum þær af hinu góða) og erum ófeimin við að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur - ef okkur mislíkar. :)

Þetta með Steingrím og bílslysið; það er ekki víst að hann viti að hæfileikar hans hafa skipt um "svið"...

Kolbrún Hilmars, 20.7.2012 kl. 16:21

35 identicon

Ég kannast mjög vel við þessa lýsingu Kolbrún:-) 

Gott að vita að við erum amk. 1:12 sem trúum því að forvitnin drepi aldrei köttinn, enda tökum við alltaf áhættuna á að líf okkar séu vel rúmlega 9.  Við bara ráðum ekkert við það, þetta er bara eitthvert júniversal suð ... og seiður.

Varðandi Steingrím, þá er það vafalaust rétt að hann er "svið-skiptingur"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 17:02

36 identicon

Ég er eiginlega nú fyrst að átta mig á því hvílík leiftrandi snilld þetta er hjá þér Kolbrún, varðandi Steingrím og bílslysið og umpólun hans. 

"Svið-skiptingur" ... og veit það ekki sjálfur.

Mér verður hugsað til Akkilesar, menn vöruðu hann við að fall hans yrði óumflýjanlegt, yrði hann sekur um dauðasyndina dramb, hybris, en hann skeytti engu um þau varúðarorð.  Eins og hann vissi það ekki lengur að dramb er falli næst.

Ef einhver góðgjörn sál er í kallfæri við Steingrím, láttu þá boðin berast um þá auðmjúku bón mína, að hann láti rannsaka heilahvel sín.  Ég er þess fullviss að þá munum við öll fyrirgefa honum.  Hann mun vaxa sem maður í augum okkar, láti hann svo lítið. 

Við, Íslendingar erum ekki refsiglöð þjóð, við erum alltaf tilbúin að fyrirgefa þeim sem vissu ekki hvað þeir gjörðu, vegna "svið-skiptingar" sinnar ... og vissu það ekki sjálfir.

Mig grunar að það gildi reyndar um miklu fleiri ráðmenn hér á landi, núverandi og fyrrverandi, að þeir hafi lent í "svið-skiptingu", algjörlega gleymt sínu betra eðli, en skipt yfir í það verra.  Og það hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera, heldur sjálft siðferðið.  Eins og menn verði einhvers staðar á langri vegferð viðskila við sitt betra siðferði ... og kannski eitt stykki heilahvel ... og vissu það ekki sjálfir, af því enginn þorði að benda þeim á það.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband