Frekjufötlun

Lýðræðislegar kosningar eru þær þar sem fólk mætir eitt og sér á kjörstað og greiðir atkvæði. Lögin gera ráð fyrir að þeir sem ekki einir og óstuddir geta greitt atkvæði fái hjálp frá vígðum og vottuðum starfsmönnum kjörstjórna.

Fatlaðir krefjast þess að velja sér aðstoðarmenn við að greiða atkvæði. Jafnframt krefjast fatlaðir jafnréttis í samfélaginu. Jafnrétti er ekki einstefna: verði krafa fatlaðra samþykkt hljóta ófatlaðir að fá að hafa með sér stuðning í kjörklefann.

Gangi krafa fatlaðra fram munu stjórnmálaflokkar óðara bjóða þá þjónustu að veita kjósendum ,,stuðning" við að greiða atkvæði í kosningum.


mbl.is Vilja ógilda forsetakosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fatlaðir ættu kannski að svara þeirri spurningu: HVOR ER LÍKLEGRI TIL AÐ HAFA ÁHRIF Á ATKÆÐAGREIÐSLU ÞEIRRA OPINBER STARFSMAÐUR EÐA PERÓNULEGUR KUNNINGI??????

Jóhann Elíasson, 18.7.2012 kl. 19:41

2 identicon

Það væri nær að kæra þau forréttindi sem sumir njóta að þurfa aldrei að sýna opinber persónuskilríki til að fá kjörseðil meðan öðrum er vísað frá.

Grímur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 20:06

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hafa fatlaðir á Islandi mannrettindi ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.7.2012 kl. 20:11

4 identicon

Þetta er auðleyst. Rafrænar kosningar fyrir þá sem vilja eða þurfa. Hinir mæta á kjörstað og krota x á bakvið blá tjöld. Ef óttast er að hægt sé að svindla við innslátt í rafrænni kosningu þá eru óteljandi leiðir til að koma í veg fyrir það. Svindl í rafrænum kosningum er mun líklegra til að eiga sér stað við meðferð gagna eftirá. Í raun ekkert öðruvísi en við hefðbundna talningu af pappír. En rök þín Páll að "verði krafa fatlaðra samþykkt hljóta ófatlaðir að fá að hafa með sér stuðning í kjörklefann" eru ferkar hæpin. Lykta af óþoli gagnvart þeirri staðreynd að kosningar og ógilding kosninga á Íslandi eru ekki í fullkomnu lagi. Þar er stjórnlagaráðskosningin og eftirköst hennar svartur og viðkvæmur blettur.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 20:50

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem ég er forvitin um eru ástæður þess að sett var í kosningalög að fötluðum yrði tryggð aðstoð óháðra trúnaðarmanna á vegum kjörstjórnar.

Viðgekkst þar áður einhvers konar þvingun - eða vantraust á nánum aðstandendum sem voru fötluðum til aðstoðar?

Kolbrún Hilmars, 18.7.2012 kl. 20:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef fulla samúð með fötluðum og þeirra baráttu, en þetta mál finnst mér einhvernveginn ekki falla þar inn.  Hvað með mín mannréttindi sem fór og kaus og nú á að ógilda kosningarnar út af einni konu.  Er þetta ekki full langt gengið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2012 kl. 21:20

7 identicon

Að sjálfsögðu höfum við öll samúð með fötluðum og þeirra baráttu. En þetta mál fellur ekki þar með því þarna var einmitt farið eftir lögum nema í tilfelli Freyju. Hún mætti á kjörstað með flokk fréttamanna með sér og þvingar þannig fram lögbrot. Þetta lyktar ekki vel.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 22:57

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Í alvöru talað. Þetta er fyndin bloggfærsla. Sérstaklega í ljósi þess að höfundurinn var einn af þeim stóð í því að fá kosningar til stjórnlagaþings ógildar með úrskurði Hæstaréttar Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 18.7.2012 kl. 23:08

9 identicon

Sjálfspillingaróráð Ekki-Baugsmiðilsblaðamannsins - heldur LÍÚandi pennans Palla kemur ekki á óvart í þessu réttlætismáli. Kappinn skipar sér eðlilega í sjálfspillta röð FLokksmanna sem éta allt hrátt sem Líndalurinn lætur frá sér. :)

Meint "mannréttindafrekja" Íslendinga er eðlilega óásættanlegur flækjufótur fyrir auðlindarræningja LÍÚ og hyski þeirra við Rauðavatn. Það má að vísu lengi hunsa einn og einn dóm Mannréttindadómstólsins og hafa virðingu þeirrar stofnunar í flimtingum meðan Hæstaréttardómarar á Íslandi eru handvaldir af sjálfspillingunni.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 23:10

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Glámur,mikið ertu vanþakklátur,L.Í.Ú hefur veitt oní þig og okkur öll í tugir ára. Unnið og selt afurðir svo bankar og Baugur ,gætu þrifist og grætt, haldið úti afþreyingu,matað þig á innlendum og erlendum fréttum,um mikilvæg gengi í kauphöllum heimsins ,,Staying a life,, það er saltfiskur?

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2012 kl. 23:53

11 Smámynd: Elle_

Ef lög voru brotin eða talin brotin á fólki er eðlilegt að fara fyrir dómstóla.  Það má ekki mismuna.  Vandinn er að Jóhanna og co. hafa ekki enn fattað að Jóhanna er ekki Hæstiréttur.  Við kjósum aftur ef þarf og maðurinn með mesta fylgið síðan 1996 hefur varla tapað því.

Elle_, 19.7.2012 kl. 00:01

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarna toppaði heimsksýn sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 01:38

13 identicon

Ekki að skrif Páls Vilhjálmssonar komi á óvart, hann fær borgað fyrir svona skrif !

Verra er að til skuli vera fólk sem tilbúið er að skrifa undir með þessum skrifum Páls gegn fólki !

JR (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 13:46

14 identicon

Sæll.

Fín færsla.

Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband