Össur er Jekyll og Hyde utanríkismála

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins óskar eftir að gera fríverslunarsamning við Japan og sækir um umboð frá aðildarríkjunum. Þannig gerast kaupin á eyrinni í Brussel: ESB gerir fríverslunarsamninga við önnur ríki fyrir hönd allra aðilarríkja ESB.

Víkur nú sögunni til Íslands. Þar situr Össur Skarphéðinsson í stól utanríkissráðherra. Össur sótti um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og stendur í stórræðum í aðlögunarferli að sambandinu. En sami Össur er jafnframt að semja við Kína um fríverslun. Í frétt í Vísi segir um málið

Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann. Hann bætir við að Kína sé fyrst og fremst framtíðarmarkaður. Viðskiptin séu ekki svo mjög mikil núna. „Kína er vaxandi markaður og með aukinni velsæld verður þetta stærsti markaður sem hægt er að slást um á næstu árum. Þá skiptir máli að hafa það forskot sem felst í fríverslun," segir Össur að lokum.

Annað tveggja er Össur að blekkja ESB eða Kína. Einfaldlega vegna þess að Ísland getur ekki hvorttveggja í senn verið í Evrópusambandinu og með sjálfstæðan fríverslunarsamning við Kína.

Geðklofa utanríkisstefna er ábyggilega fyndin á þriðja glasi í samfylkingarpartíum, þar sem Össur er einatt hrókur alls fagnaðar. Úti í heimi þykir svona hálfvitaháttur ekki skemmtilegur.

 


mbl.is ESB ýtir á fríverslunarsamning við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski þurfa þessi meindýr líka ókeypist sálfræðimeðferð!

http://hafstein.blog.is/blog/hafstein/entry/1245891/

Almenningur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 18:06

2 identicon

Tíma Össurar, líkt og Jóhönnu, Hrun-ráðherranna, er brátt lokið í pólitík.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 21:22

3 identicon

Merkilegt hvað Össur og fleiri vitleysingar í hópi ráðamanna leggja mikla áherslu á aukin samskipti við þetta ógeðfellda ríki.

Segir ýmislegt um þetta lið.

Rósa (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband