Mánudagur, 16. júlí 2012
Skýrari valkostir á evru-svæðinu
Thilo Sarrazin fyrrum bankastjóri þýska seðlabankans segir í grein í Frankfurter Allgemeine á morgun að Þýskaland standi frammi fyrir tveim kostum: að hafna ásókn Suður-Evrópu í þýska ábyrgð á evur-skuldum og hætta á að evru-samstarfið líði undir lok annars vegar og hins vegar að smíða sambandsríki Evrópu utan um evruna.
Merkel kanslari gaf Spánverjum ádrátt á síðasta neyðarfundi evru-ríkja að veita peningum beint til spænskra banka án ríkisábyrgðar frá ríkisstjóði Spánar. Í kjölfar uppreisnar innan stjórnarflokkanna verður Merkel að draga í land og hafnar núna alfarið að lána spænskum bönkum nema gegn spænskri ríkisábyrgð.
Spænska ríkið getur ekki fjármagnað sig á markaði þar sem vextirnir taka mið af væntanlegu gjaldþroti ríkissjóðs.
Allar líkur eru að evran heyri sögunni til innan fárra ára.
AGS: Efnahagur heimsins veikari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Thilo Sarrazin fyrrum bankastjóri þýska seðlabankans........"
Rangt. Sarrazin sat í bankaráði seðlabankans í rúmt ár. En þá var hann rekinn eftir útkomu bókar hans; "Deutschland schafft sich ab".
Bókin vakti mikla athygli og umræðu. Skoðunum Sarrazin's var tekið fagnandi í hægri öfgaflokknum NPD, Neonazis.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 20:36
Haukur,hér fær maður ævinlega fréttir úr Evrulöndum,þar sem vitnað er í glænýjar greinar úr blöðum eins og Frankfurter Algemeine. Við höfum fregnað frá fleiri blaðamönnum,að þýskaland standi frammi fyrir 2 kostum,t.d. Einari Birni Bjarnasyni og Gunnari Rögnvaldssyni. Hvað er rangt? Hvenær sat Sarrazi í bankaráði seðlabankans og hvenær var hann rekinn,vegna útkomu bókar hans? Hún vakti þá athygli! Var hann að fletta ofan af einhverju misjöfnu? Hvernig mælast öfgar; vinstri/hægri.
Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2012 kl. 22:30
Sæll.
Vandi Evrópu einskorðast ekki bara við evruna, vandi Evrópu verður ekki bara leystur með því að jarða evruna.
Vandi margra Evrópulanda er einn eða fleiri eftirfarandi þátta: 1) Evran 2) Of stór opinber geiri 3) Ósveigjanlegur vinnumarkaður 4) Aldurssamsetning íbúanna - þetta er tifandi tímasprengja 5) Það sem ekki má ræða en hendir Svía 2049 og Hollendinga skömmu seinna.
Helgi (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:00
Helga mín, við öll sem bara æpum með rödd sannleikans,
erum alltaf stimpluð sem öfga þetta og öfga hitt,
alveg vinstri/hægri, út og suður og norður og niður.
Það er gamla trixið valdhafanna, að deila þannig og drottna, að sundra okkur almenningi sem sauðum og marka okkur og henda í dilka og slátra okkur svo.
Sem betur fer er almenningur, bæði hér á landi og í löndum Evrópu, farinn að skilja að valdstéttin gengur ekki erinda okkar
heldur ökönómískra böðla okkar, slátrara okkar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:09
Mig langar að vita hvað er no. 5? Hvað verður eftir 37 ár um Hollendinga og Svía?
Elle_, 17.7.2012 kl. 00:02
Nokkuð merkilegur maður, Thilo Sarrazin. Sósíalisti í systurflokki Samfylkingar, en ólíkt venjulegum vinstrimönnum af því sauðahúsinu, þá gerðist hann svo djarfur að tala hreint út um vandamál í Þýskalandi, og hefur síðan verið hundeltur af réttrúnaðarlýðnum, jafnvel þó svo að helmingur Þjóðverja sé sammála honum.
Auðvitað er það þannig, að réttrúnaðarofstækispilturinn Haukur Kristinsson tekur við línunni frá móðurkirkjunni, og gerir lítið úr manni, sem hann þekkir ekki einu sinni haus né sporð á.
Hitt er svo ljóst, að evrubjörgunin er kominn í hnút. Allir vita hvað til þarf, leggja fram meira skattfé frá norðurríkjunum og herða enn ólina á gjaldþrota suðurríkjum.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Gjaldþrota suðurríki geta ekki hert meira, enda atvinnuleysi í sögulegu hámarki, og vonlaust að meiri niðurskurður og hærri skattar skili nokkru nema enn meira atvinnuleysi og örbirgð. Og norðurríkin eru ekki lengur í stakk búin að borga meira, það er hvorki til nægt fé, né pólitískur vilji.
Evran er búin að vera, bara spurningin hversu miklu verður sóað í að halda henni á lífi, og hvenær dánarvottorðið verður skrifað.
Samfylkingunni finnst það enn vera góð hugmynd að ganga í deyjandi bandalag, með ónýtum gjaldmiðli.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 00:50
Við þurfum uppgjör við fortíðina, beint lýðræði og aukið atvinnulýðræði
til þess að koma í veg fyrir fákeppni, sem leitt hefur til þess, að völd og auður hafa safnast á örfáar hendur innvígðra og innmúraðra sérhagsmunahópa og fjárglæpamanna og það með tilstyrk stjórnkerfisins.
Um það snýst málið, bæði hér á landi og í löndum ESB.
Hver treystir Steingrími J. Sigfússyni, eftir 29 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Jóhönnu Sigurðardóttur, eftir 34 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Bjarna Benediktssyni, með allan hans fjár-vafninga-hala?
Hver treystir Sigmundi Davíð, í ljósi skrautlegrar sögu maddömunnar fölu?
Ekkert þeirra fjögurra gæti rekið eigið fyrirtæki ... á heiðvirðan hátt.
Öll þessi fjögur eru staur-blindir, en opin-berir og sið-lausir ónytjungar,
sem beita aðferðinni -deildu og drottnaðu- á sam-tryggðan hátt.
Öll þessi fjögur eru öll fyrir eitt og eitt fyrir öll: Sið-blindir kommisarar.
Þess vegna hefur mas. Styrmir Gunnarsson horft til suðurs og séð ljósið:
Samstaða er okkar Syriza:-)
Við þurfum uppgjör við fortíðina, beint lýðræði og aukið atvinnulýðræði
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 01:23
Allir eru ekki að fatta, það er of mikið af fólki á jörðinni, og því verður breytt af þeim sem ráða, frá ca 7Milljarðar til 1M til 2M. Bankakerfið ( world wide ) er hrunið, búið. Spánn er að verða eins og Grikkland. End of growth. Búið FINISH. Just get it og þá skiljið þið hvað um er að vera. Það er engin lausn, evran drepst og það er engin lausn, peningar eru búnir til úr lofti og þeir eru ekki neitt, því það stendur ekki neitt á bak við þá, ef þú ert ekki með þá í höndunum þá eru þeir einskis virði. Bjargi sér hver eins og hann getur, forðumst samspillingarhyskið.
spirit (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 02:23
Nú sé eg hvað það var sem mátti ekki ræða: Sweden 2049.
Elle_, 17.7.2012 kl. 11:07
Spirit: Ég hélt að það stæði til að fækka íbúum jarðar í 500 miljónir sbr. :
http://en.wikipedia.org/wiki/Georgia_Guidestones
guru (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.