Mánudagur, 16. júlí 2012
Eigi síðar.. er ekki kjördagur
Alþingi samþykkti þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs með þessu orðalagi
Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október 2012
Hér er markað tímabil en enginn kjördagur ákveðinn. Í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur segir eftirfarandi í 5. gr.
Lögin eru skýr: alþingi ákveður kjördag með sérstakri samþykkt. Í þingsályktun meirihlutans er ekki kveðið á um kjördag.
Af þessu leiðir er ekki búið að ákveða kjördag og alþingi verður að koma saman að nýju til að ákveða daginn sem skoðanakönnunin á að fara fram.
Eðlilegast að leggja málið til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu reynir "gólftuska og senditík" LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, að krafsa yfir "klúður" samflokksmanna sinna....................
Jóhann Elíasson, 16.7.2012 kl. 13:41
Er það fulltrúi LÍÚ og Gift sem hér talar?
Kannski Skinney-Þinganess líka?
Gunnar Bragi Sveinsson, f.h. Halldórs Ásgrímssonar og Þórólfs Gíslasonar.
Ert þú, Páll Vilhjálmsson einnig á mála hjá þeim?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 18:36
Eitt er að forakta ESB dindlana,
annað er að sjá og horfast í augu við viðurstyggð fortíðarinnar, sem orsakaði hér HRUN, ma. vegna veðsetninga á kvóta og geðveikrar einka-vina-væðingar bankanna, allt undir stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og síðar Jóns Sigurðssonar, Geirs og Ingibjargar Sólrúnar og nú til endur-einkavæðingar hjá þeim eftirHRUN hjúunum, Jóhönnu og Steingrími.
Ég er enginn talsmaður nýrrar stjórnarskrár, heldur viðbóta við þá gömlu.
Þar vantar kafla um skýlausan eignarrétt þjóðarinnar yfir helstu auðlindum okkar og einnig mannréttindakafla,
þannig að tryggt sé að mannréttindi okkar Íslendinga, sem þraukað höfum hér í um 1140 ár, séu ekki lakari en innflytjenda, sem koma hingað ótalandi en vel tenntir og virðast iðulega njóta meiri mannréttinda en við. Það þarf að lagfæra, breyta og við-bæta.
Er það einbeittur brotavilji fjórflokksins, druslanna og kommisaranna,
og allra þeirra talsmanna og málaliða að koma í veg fyrir þær breytingar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 19:03
Er nema von að traust almennings á alþingi,
löggjafar- og fjárveitingar-valdinu, sé að nálgast frostmarkið?
Gildir kannski að "eðlilegast væri að leggja það niður"
og koma á beinu lýðræði með alvöru atvinnulýðræði, án kommisaranna?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 19:21
Ef fram heldur sem horfir mun stjórnskipun Íslands og leikreglur lýðræðis í landinu verða á pari við Egyptaland.
Gústaf Níelsson, 16.7.2012 kl. 20:21
Við þurfum uppgjör við fortíðina, beint lýðræði og aukið atvinnulýðræði
til þess að koma í veg fyrir fákeppni, sem leitt hefur til þess að völd og auður hafa safnast á örfáar hendur innvígðra og innmúraðra sérhagsmunahópa og fjárglæpamanna og það með tilstyrk alls valdakerfis fjórflokka stjórnkerfisins.
Hver treystir Steingrími J. Sigfússyni, eftir 29 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Jóhönnu Sigurðardóttur, eftir 34 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Bjarna Benediktssyni, með allan hans fjár-vafninga-hala?
Hver treystir Sigmundi Davíð, í ljósi skrautlegrar sögu maddömunnar fölu?
Ekkert þeirra fjögurra gæti rekið eigið fyrirtæki ... á heiðvirðan hátt.
Öll þessi fjögur eru staur-blindir, en opin-berir og sið-lausir ónytjungar,
sem beita aðferðinni -deildu og drottnaðu- á sam-tryggðan hátt.
Öll þessi fjögur eru öll fyrir eitt og eitt fyrir öll: Sið-blindir kommisarar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.