Franskir togarar eyðileggja bresk fiskimið - valdabarátta í Brussel

Bann við botnvörpuveiðum sem eru að eyðileggja bresk fiskimið var afturkallað á síðustu stundu af frönskum framkvæmdastjóra Evrópusambandsins. Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins varð að afboða blaðamannafund þar tilkynna átti bannið.

Samkvæmt Sunday Times ákvað Michael Barnier, sem stýrir innri markaði Evrópusambandsins, með skömmum fyrirvara að afturkalla bannið á botnvörpuveiðar.

Barnier er sakaður um að draga taum franskra og spænskra útgerða sem, þökk sé sameiginlegri sjávarútvegssefnu ESB, eiga greiðan aðgang að breskum fiskimiðum og umgangast þau þannig að lífríkinu stafar ógn af.

Valdabaráttan í Brussel fiskimið ESB-ríkja er innanhússmál þar sem aðildarríkin hafa afsalað sér fiskveiðiauðlindinni til Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða hvaða, svona verður þetta auðvitað ekki á Íslandi... þar gilda allt önnur viðmið þegar við göngum inn undir marstakti Össurar.  Þá tökum við við yfirstjórn fiskveiða ESB.... ekki satt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 12:21

2 identicon

Allar bottvörpuveiðar á að færa út fyrir 20 mílur, en ekki 3 míur eins og nú er fyrir styttri skip en 26 metrar,og á eistaka stað ná þessi hólf, því sem næst upp að fjöruborði.

Og flottroll á að færa út fyrir 50 mílur en ekki 20 mílur eins og nú er,því flottroll er mjög skaðlegt fyrir, torfufiska eins og síld og makríl, virkar eins og minkur í hænsnabúi.

Nú þegar búið er að binda mest allan strandveiðiflotann fram að næstu mánaðarmótum, er vaðandi makríltorfur um allan Vopnafjörð Héraðsflóa, Breiðafjörð og Kollafjörð, en strandveiðiflotanum er þá bannað að fara á makríl veiðar, og smærri skipum er bannað að veiða makríl í net, sem er þó ódýrasta og hagkvæmasta veiðiaðferðin á makríl, olíukostnaður er í algjöru lágmarki. ástæðan sögð sú að það gætu einhverjir laxatittir komið í netin.

Nú þarf að hefja leit að þeim, sem settu þetta í reglugerð, og taka þá af launaskrá hjá skattgreiðendum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband