16. júlí 2009 - 16. júlí 2012

Þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar og Samfylkingar um að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu var samþykkt á alþingi fyrir þrem árum með svikum meirihluta þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Umsóknin var kynnt þjóðinni sem könnun, til að ,,sjá hvað væri í boði." Evrópusambandið tekur ekki við þannig umsóknum, - býður aðeins leið aðlögunar inn í sambandið.

Evrópusambandið er í tilvistarvanda. Evru-kreppan mun annað tveggja eyðileggja sambandið eða kljúfa það í tvennt þar sem evru-ríkin efna til Stór-Evrópu með miðstýrðum ríkisfjármálum en Bretland og Norðurlönd standa utan.

Aðeins einn starfandi stjórnmálaflokkur á Íslandi er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samfylkingin er sértrúarsöfnuður aðildarsinna sem löngu eru hættir að taka þátt í umræðu um Evrópusambandið en halda fast í trúarjátninguna: ESB-aðild leysir öll helstu vandamál á Íslandi.

ESB-umsóknin er pólitískur farsi sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ber alla ábyrgð á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt er þetta rétt hjá þér Páll, svo langt sem það nær.

En þú gleymir ákveðnum hagsmunaöflum innan "Sjálfstæðis"Flokksins,

sem eru sombí-kafteinar á helferðarskútunni.

Það kom skýrt í ljós, þegar BjarN1 vafningur og banka-pútu-þingmenn

"Sjálfstæðis"flokksins samþykktu Icesave III, aðgöngumiðann að ESB.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 15:57

2 identicon

Valdnauðgun vanhæfs alþingis í þessu máli er nú orðin III ára.

Fasisminn; samruni stórfyrirtækja, bankavalds og spillts ríkis-valds,

skerðir hér, enn sem fyrr,  frelsi almennra borgara með valdníðslu. 

Já enn og áfram.  Segi það enn og aftur:  Þetta helvíti gengur ekki lengur.

Hvað er annars að frétta af landsfundarályktun hinna almennu

sjálfstæðismanna varðandi skuldaleiðréttingu heimilanna???? 

Æ, æ, fór þetta allt í afskriftir fyrir kúlur og bákn-verjana?

Jú þau segja að góðærið hjá þeim ríki nú enn, en best sé að fela skítinn

undir Brussel-dreglinum.

Hér búa tvær þjóðir; önnur stríðalin undir verndarvæng ríkis-valdsins,

hin barin niður af hrægömmum, furstum og greifum og vogunarsjóðum.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband