Mánudagur, 16. júlí 2012
16. júlí 2009 - 16. júlí 2012
Þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar og Samfylkingar um að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu var samþykkt á alþingi fyrir þrem árum með svikum meirihluta þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Umsóknin var kynnt þjóðinni sem könnun, til að ,,sjá hvað væri í boði." Evrópusambandið tekur ekki við þannig umsóknum, - býður aðeins leið aðlögunar inn í sambandið.
Evrópusambandið er í tilvistarvanda. Evru-kreppan mun annað tveggja eyðileggja sambandið eða kljúfa það í tvennt þar sem evru-ríkin efna til Stór-Evrópu með miðstýrðum ríkisfjármálum en Bretland og Norðurlönd standa utan.
Aðeins einn starfandi stjórnmálaflokkur á Íslandi er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samfylkingin er sértrúarsöfnuður aðildarsinna sem löngu eru hættir að taka þátt í umræðu um Evrópusambandið en halda fast í trúarjátninguna: ESB-aðild leysir öll helstu vandamál á Íslandi.
ESB-umsóknin er pólitískur farsi sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ber alla ábyrgð á.
Athugasemdir
Allt er þetta rétt hjá þér Páll, svo langt sem það nær.
En þú gleymir ákveðnum hagsmunaöflum innan "Sjálfstæðis"Flokksins,
sem eru sombí-kafteinar á helferðarskútunni.
Það kom skýrt í ljós, þegar BjarN1 vafningur og banka-pútu-þingmenn
"Sjálfstæðis"flokksins samþykktu Icesave III, aðgöngumiðann að ESB.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 15:57
Valdnauðgun vanhæfs alþingis í þessu máli er nú orðin III ára.
Fasisminn; samruni stórfyrirtækja, bankavalds og spillts ríkis-valds,
skerðir hér, enn sem fyrr, frelsi almennra borgara með valdníðslu.
Já enn og áfram. Segi það enn og aftur: Þetta helvíti gengur ekki lengur.
Hvað er annars að frétta af landsfundarályktun hinna almennu
sjálfstæðismanna varðandi skuldaleiðréttingu heimilanna????
Æ, æ, fór þetta allt í afskriftir fyrir kúlur og bákn-verjana?
Jú þau segja að góðærið hjá þeim ríki nú enn, en best sé að fela skítinn
undir Brussel-dreglinum.
Hér búa tvær þjóðir; önnur stríðalin undir verndarvæng ríkis-valdsins,
hin barin niður af hrægömmum, furstum og greifum og vogunarsjóðum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.