Sunnudagur, 15. júlí 2012
Libor, olía og bjargráð kapítalismans
Bankarnir fölsuðu libor-viðmiðunarvexti sér til hagsbóta og núna eru olíufélögin grunuð um verðsamráð. Bankar eru hornsteinar peningahagkerfisins og án olíufélaganna er atvinnulífið í kyrrstöðu.
Eins og það sé ekki nóg að undirstöðustarfsemin sé rotin inn að beini er yfirbyggingin, efnahagskerfið, í tómu tjóni. evru-kreppan, samdráttur í Bandaríkjunum og hörð lending í Kína.
Kapítalisminn er í kreppu. Eina bjargráð kapítalismans er að enginn valkostur býðst.
Olíuverðsamráð í Bretlandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það eina sem "Sjálfstæðis"Flokknum datt í hug var að velja sér sem foringja mann að nafni BjarN1 vafningur.
Auk allra bankasponsoreruðu ESB dindlanna, sem sátu í sjóði hitt og sitt.
Það er búið að ræna hér almenning norður og niður af þessum banka-, tryggingar- og olíu-félaga hyski. Auðvitað á að þjóðnýta þessa helvítis banka, sem erlendir vogunarsjóðir og hrægammar hafa sölsað undir sig, á helferðarvakt samtryggðs og gjörspillts fjórflokksins.
Við búum á gósenlandi og allt venjulegt fólk er hér gott og vel meinandi og heiðarlegt, en valdakerfið er rotið inn að beini.
"Something is rotten in the state" Vofur og vampírur eru enn á sveimi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 02:26
En absolútt, lögsækjum tjallana fyrir hryðjuvekalögin og hryðjuverkastimpil þeirra á Ísland.
Og millibankavaxtasamráð þeirra gefa færi á tangarsókn á skinhelgar brækur þeirra og munu þá þeir Darling og Brown verða sem puuh og silfurskeiðarnar David Cameron og Nick Clegg fara að skæla. Þetta eru rindlar og væsklar sem aldrei hafa difið hendi í kalt vatn og aldrei migið í saltan sjó.
"Maybe I should have"???? Hvers konar gungur og druslur er allt þetta ríkis-verðtryggða hyski, til launa og bólgnandi lífeyris, ef það getur ekki varið orðspor landsins út á við? Það er geymt en ekki gleymt í huga þjóðarinnar, að sá eini sem hafði öryggisventil til þess var Bessastaðabóndinn, of all men.
Haustið og veturinn boða okkur hressandi tíð. Það verður líf og fjör.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 03:05
Allt er þetta meira og minna satt og rétt hjá þér, Pétur Örn, en ég sé ekki fyrir mér, að það hljóti makleg málagjöld. Því miður?
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 16.7.2012 kl. 12:19
Kristján, höfum í huga að dropinn holar steininn.
Og hamraborgir furstanna eru víða sprungnar.
Be water my friend.
Nú er tíðar-andinn í huga almennings sá, að við munum verða sú breyting sem við viljum sjá. Það veit á gott. Þjóðin er þolgóð og hefur sett sér markmið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 13:36
Við þurfum uppgjör við fortíðina, beint lýðræði og aukið atvinnulýðræði
til þess að koma í veg fyrir fákeppni, sem leitt hefur til þess
að völd og auður hafa safnast á örfáar hendur innvígðra og innmúraðra
sérhagsmunahópa og fjárglæpamanna og það með tilstyrk stjórnkerfisins.
Um það snýst málið, bæði hér á landi og í löndum ESB.
Við þurfum ekki elítu bíró-krata til þess að segja okkur hvað er satt og rétt.
Við vitum það miklu betur en sjálfskammtandi forræðishygguhjörðin.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 18:11
Við þurfum uppgjör við fortíðina, beint lýðræði og aukið atvinnulýðræði
til þess að koma í veg fyrir fákeppni, sem leitt hefur til þess að völd og auður hafa safnast á örfáar hendur innvígðra og innmúraðra sérhagsmunahópa og fjárglæpamanna og það með tilstyrk alls valdakerfis fjórflokka stjórnkerfisins.
Hver treystir Steingrími J. Sigfússyni, eftir 29 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Jóhönnu Sigurðardóttur, eftir 34 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Bjarna Benediktssyni, með allan hans fjár-vafninga-hala?
Hver treystir Sigmundi Davíð, í ljósi skrautlegrar sögu maddömunnar fölu?
Ekkert þeirra fjögurra gæti rekið eigið fyrirtæki ... á heiðvirðan hátt.
Öll þessi fjögur eru staur-blindir, en opin-berir og sið-lausir ónytjungar,
sem beita aðferðinni -deildu og drottnaðu- á sam-tryggðan hátt.
Öll þessi fjögur eru öll fyrir eitt og eitt fyrir öll: Sið-blindir kommisarar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.