Laun, lífskjör og hagfræðingar

Hreiðar Már Guðjónsson hagfræðingur þjarkar við hagfræðinga Seðlabankans um laun og kaupmátt. Hagfræðingar vilja gjarnan vera í sömu stöðu gagnvart efnahagslífinu og læknar andspænis sjúklingi: að greina vandamálið á grundvelli upplýsinga og leggja síðan til úrræði. Deila Hreiðas Más og starfsfélaga sýnir á hinn bóginn hve hagfræðin er rammpólitísk.

Þegar hagfræðingar koma sér ekki saman um tiltölulega einfaldar mælingar, til dæmis á launum og kaupmætti, er ekki við því að búast að þeir eigi erindi sem sérfræðingar í umræðu um lífskjör.

Við þurfum ekki hagfræðinga að segja okkur að lífskjör á Íslandi eru merkilega góð, bæði í samanburði við nágrannaþjóðir okkar og ekki síður í samhengi við hrunið sem varð hér 2008. Og talandi um hrunið: hvaða hagfræðingar voru það sem sáu hrunið fyrir og létu vita? Einmitt, varla nokkur.

Ástandið í efnahagslífinu árin fyrir hrun var afbrigðilegt. Atvinnulífið var löðrandi í spillingu og innherjasvindli frá aldamótum og fram að hruni. Hagtölur frá þessum tíma eru þar af leiðandi tæpast marktækar sem viðmið nema við teljum glæpavæðingu atinnulífsins æskilega fyrirmynd.

Hagfræðingar þjónuðu okkur illa í aðdraganda hrunsins. Í stað þess að leita til þeirra um stærri spurningar efnahagskerfis og atvinnulífs væri nær að leita annað. Til dæmis til mjólkurfræðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband