Fimmtudagur, 12. júlí 2012
Nubo hæðist að Íslendingum
Andstaðan við að starfsmaður kínverska kommúnistaflokksins, Huang Nubo, eignist prósentuhlut af Íslandi byggist á efasemdum um fyrirætlanir Nubo. Sá kínverski hefur þetta að segja um fyrirvara okkar
Ég hef heyrt að þeir séu í fúlustu alvöru að staðreyna að engir álfar eigi heima undir landinu sem ég er að fara að leigja.
Nubo lítur á Íslendinga sem kjána. Hann byggir líklega á reynslu sinni af þeim íslensku eintökum sem hann hefur átt samskipti við.
Rómantíker sem elskar ljóðagerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Niðurlagið er raunhæf greining Páll.
Viðhorf og samskipti fólks í Austurlöndum fjær eru verulega frábrugðin okkar. Virðing og heiður skiptir þar meira máli en hér. Þeim er mjög í mun að "halda andlitinu" í samskiptum og virða sömu tilhneigingu viðmælenda sinna. Kínverji myndi aldrei leyfa sér að viðhafa ummæli sem þessi, nema hann hefði megnustu fyrirlitningu á þeim sem ummælin beinast gegn.
Ég er hræddur um að þeir kjánar íslenzkir sem hann hefur þurft að vera í viðræðum við, hafi gefið honum ástæðu til slíkrar fyrirlitningar á Íslendingum. Það er eðlilegt, að hann telji að landsmenn sem kjósa kjána í ríkisstjórn landsins séu einnig kjánar.
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.