Miðvikudagur, 11. júlí 2012
Símfyrirtækin svindla á netlyklum
Fólk kaupir sér netlykla til að vera í netsambandi á ferðalögum innanlands. Vodafone og Síminn selja fasta inneign á netlyklana og hægt er að velja um 1990 kr. inneign eða 3990 kr.
Í smáaletri Vodafone og Símans segir að ef inneign er ekki notuð innan mánaðar þá fyrnist hún.
Þessi fyrning á inneign er meira í ætt við þjófnað en eðlilega viðskiptahætti.
Athugasemdir
Svona rétt eins og að setja gildistíma á gjafakort, sem er ólöglegt hér í álfu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.7.2012 kl. 16:44
Hið Íslenska viðskiptasiðferði sem byrjaði að stóraukast í þessa áttina eftir 1999 en var þó til fyrir!
Örn Ægir (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 16:45
Páll; Það er svindlað meira á þér því þeir segjast rukka fyrir hvert byrjað megabæti en staðreyndin (allavega hjá Símanum) er/var, þegar ég reyndi þetta, að þeir rukka einskonar tengigjald.
Dæmi: Ég kaupi inneign 1. júlí en ætla að nota mest allt gagnamagnið mitt 31. júlí. Ef ég er með iPAD þá tengist hann netinu á 10 mínútna fresti til að kanna með uppfærslur og hver tenging notar 0,01 MB þá kostar það 1 MB * 6 sinnum á klukkustund * 24 tímar * 30 dagar = 4.320 MB þrátt fyrir að raunverulega flutt gagnamagns sé aðeins 43 MB.
Þetta virkar eins þótt þú sért í áskrift, þ.e. þú klárar gagnamagnið án þess að raunverulega nota það.
Ég ræddi þetta við þá í júlí 2011 og fékk engin raunveruleg svör. Síðust 12 mánuði fékk Síminn 3980 kr. viðskipti frá mér en hefði getað fengið 23.880, þeir töpuðu sem sagt 19.900 króna viðskiptum.
Björn (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 16:58
Í hvert skipti sem ég heyri Vodafon nefnt á nafn, þá fæ ég kuldaholl.
Ég ætlaði að byrja að borga uppsafnaðar skuldir, þegar ég fékk endanlega viðurkennt af tryggingastofnun, að ég gæti ekki stundað þá vinnu sem mér stóð til boða. Mér var sagt á skrifstofu Vodafon, að þegar ég væri búin að borga skuldina, þá fengi ég aftur fjölmiðlalykilinn. Ég borgaði skuldina, en fékk þá þau svör að ég væri á svörtum lista bankanna, og gæti þess vegna ekki fengið fjölmiðlalykilinn.
Eftir þetta hætti ég að reyna að borga skuldirnar sem söfnuðust upp á meðan ég lenti á milli endurhæfingar-bótakerfisins og tryggingastofnana-bótakerfisins.
Kerfið fríar sig allri ábyrgð á þessum svikum í kerfinu, og krefst þess að ég ráði við stöðuna, þótt ekki hafi stjórnvöldum fundist þörf á að taka ábyrgð á kerfis-brengluninni þegar ég lenti á milli kerfa.
Velferðarráðherra hefur svikist um að framfylgja lágmarksframfærslu-viðmiðum, sem hann hefur viðurkennt að hann gæti ekki sjálfur lifað á, og ekki er hann óvinnufær öryrki né elli-lífeyrisþegi. Hann getur unnið fyrir sér og sínum á lífvænlegum launum.
Það er spurning hvort íslendingar almennt séu jafnvel betur settir án gagnslausra og svikulla ráðherra!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2012 kl. 18:46
Síminn er ekki heiðarlegt fyrirtæki.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.7.2012 kl. 19:42
Ég er frekar íhaldssamur og þess vegna er ég enn í viðskiptum við Símann sem bauð mér sérstök vildarkjör sem ég samþykkti án þess að vita hvort þau væru betri eða verri en það sem ég hafði áður haft hjá Símanum.
Ég þurfti bara að losna við þennan málóða sölumann úr símanum svo ég gæti sinnt mínum skyldum. Í þessum sérstöku vildarkjörum eru 120mín og 60sms.
Það sniðuga er, að þó ég hafi gleymt símanum í hanskahólfinu í bílnum mínum þá fæ ég upplýsingar um að ég hafi talað í 60 til 80mín og hafi sent 4 til 12sms. Auðvita er ég frekar einfaldur og skil ekki allt, en geti einhver bent mér á trúverðugra síma fyrirtæki þá væri ég þakklátur.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.7.2012 kl. 21:26
Ef þú átt netlykil, geturðu keypt inneign á hann í frelsi, a.m.k. hjá Nova. Þá færðu bara ákveðinn niðurhalskvóta og þegar hann er búinn geturðu ekki tengst, gildir í mánuð, en þú getur keypt bara einn mánuð. Ein leið til að fá netlykilinn frítt er að gera 6 mánaða samning, þegar honum lýkur áttu netlykilinn.
Theódór Norðkvist, 11.7.2012 kl. 22:26
Ég er núna með Tal sem minn tengil við heimssamfélagið, og þar hef ég ekki verið svikin ennþá. Þess vegna leyfi ég mér að mæla með þeim og þeirra þjónustu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2012 kl. 23:01
Má ekki gera kröfu til þess að fólk passi upp á sitt.
Sá sem ekki les smáaletrið er ekki að kaupa köttinn í sekknum heldur að snuða sjálfan sig.
Ragnhildur Kolka, 12.7.2012 kl. 06:33
Af hverju lendi ég aldrei í svona? (Ekki að ég sé að óska þess). Ég er í viðskiptum við Vodafone og hef verið frá því áður en það varð til (hét eitthvað allt annað nokkrum sinnum). Ég bara kaupi ákveðna þjónustu og fæ hana og það stenst einfaldlega. Fæ alltaf elskulega og snögga símsvörun og úrlausn á þeim málum sem ég hef þurft að bera undir einhvern hjá fyrirtækinu.
Vigdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 06:57
Síminn prangar internettengingum inn á gamalmenni sem hafa greitt fyrir rúv með sköttum.. Síminn sleppir að segja fólkinu frá því að það getur fengið sé loftnet/stafrænt.. sem kostar undir 10þúsund krónum.. Núna sitja margir gamlingjar með internettengingu, afruglara, router, áskrift.. kostnaður upp á tugi þúsunda á ári, fyrir að horfa á RúV.. Takið eftir að margt af þessu eldra fólki á ekki einu sinni tölvu.
Gagnamagn á náttlega að færast yfir á næsta tímabil ef það er ekki notað.. annað er þjófnaður, það er Síminn
DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.