Neikvæðir vextir: hátíð óreiðufólks

Vextir eru lægri en verðbólga. Skilaboðin eru fagnaðarerindi fyrir óreiðufólkið sem réttlætir eyðslugleðina með verðbólgu. Það borgar sig ekki að eiga pening í banka því þar eyðir verðbólgan höfuðstólnum.

Seðlabankinn ber ábyrgð á þessari lausung í fjármálum og verður að grípa í taumana.

Vextir eiga aldrei að vera minna en 1 til 2 prósent fyrir ofan verðbólgu.


mbl.is Neikvæðir raunvextir auka neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þótt svo bróðurpartur þessa inntaks sé réttur þá er rétt að vekja máls á því að eitt gott máltæki hljóðar svo: Aldrei að segja aldrei.

Aukning verðbólgu getur verið margskonar og af ýmsum ástæðum. Olíuverð eitt og sér er gríðarlega stór áhrifavaldur. Olíuverð getur breyst skyndilega t.d. vegna stríðs úti í heimi - og á þá Seðlabanki Íslands að vera á tánum vegna tilfallandi aðstæðna sem hann getur engu breytt um?

Í sem stystu máli, þetta er of sterkt tekið í árinni.

Höfundur ókunnur, 11.7.2012 kl. 14:05

2 identicon

Er ekki rétt munað að núverandi seðlabankastjóri var ráðinn vegna þess að "fagmennsku" skorti svo sárlega í Seðlabankanum?

Er ekki rétt munað að Jóhanna Sigurðardóttir hélt áður hvorki vatni né vindi vegna vaxtamunar bankanna?

Nú þegir þetta fólk.

Óheilindin eru beinlínis ógeðsleg.

Karl (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 14:21

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Græddur er eyddur eyrir.

Eggert Guðmundsson, 11.7.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband