Stefán Ólafsson: fræðileg heilindi og stjórnmál

Stefán Ólafsson prófessor bloggar um ráðstefnu sem hann sat um kreppuna í Evrópu og hvernig hún bitnar á almenningi. Stefán segir Ísland fara hraðar í gegnum kreppuna og að hún bitni síður á lágtekjufólk hér en víðast hvar annars staðar. Það er í samræmi við erlendu umræðuna.

Stefán fjallar sérstaklega um samanburð á Íslandi og Írlandi. Löndin lentu í kreppunni á sama tíma og bæði vegna bankabólu. Stefán skrifar

Mikill munur er á árangri Íslands og Írlands í að vinna bug á kreppunni. Ísland hefur verið á uppleið frá seinni hluta 2010 og var vöxturinn og kaupmáttaraukningin all kröftug 2011 og einnig nú 2012, en Írar virðast fastir á botninum eða jafnvel enn á leið niður. Írar lögðu mestar byrðar á lágtekjufólk en á Íslandi var sömu hópum mest hlíft við kreppuáhrifum.

Æpandi þögn Stefáns um ástæður þess að Ísland og Írland fóru hvort sína leið segir heilmikið um metnað hans í stjórnmálum. Írland er í Evrópusambandinu og með evru. Evrópusambandið skikkaði Írland að verja bankakerfið með fjármunum almennings og krafðist niðurskurðar á ríkisútgjöldum. Ísland, aftur á móti, setti bankana í gjaldþrot og leyfði krónunni að falla.

Stefán Ólafsson styður ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem þrátt fyrir afgerandi andstöðu þjóðarinnar stefnir að aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Fræðimaðurinn Stefán Ólafsson kemst að þeirri niðurstöðu að aðild Íra að Evrópusambandinu og evru-samstarfi beinlínis veldur ójöfnuði í samfélaginu. Stjórnmálamaðurinn Stefán fær sig á hinn bóginn ekki til þess að viðurkenna niðurstöðu fræðimannsins og draga einu réttu ályktunina: Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur Sigfússon hefur ausið tugum milljarða í sparisjóði og fjármálafyrirtæki.

Hvenær ætlar þessari lygi að linna?

Íslendingar hafa ekkert síður en aðrar þjóðir dælt milljörðum af almannafé inn í ónýtar peningastofnanir.

Steingrímur sá ólánsmaður ber mesta ábyrgð á því. ´

Mér finnst merkilegt að "fræðasamfélagið" skuli ekki hafa neitt að segja um hvernig háskólakennarar misnota aðstöðu sína til að ljúga að almenningi í von um pólitískan frama.

Þar ríkir þögnin ein.

Ef til vill skammast þetta lið sín fyrir hvernig það mærði auðmennina og þáði brauðmola af borðum þeirra?

Samt efast ég um það.

Sumir kunna ekki að skammast sín.

Skrif Stefáns þessa eru til merkis um það.

Frumstæður áróður manns sem höndlað hefur sannleikann.

Hann er nefnilega svo mikill fræðimaður.  

Rósa (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 10:34

2 identicon

Islenska kronan og makrillinn eru að gera sitt gagn nuna. Það sem þarf að gera er að taka a þverpolitiskri spillingu og þvi þarf að afnema bankaleynd og opna bokhald i stjornsyslunni. Það þarf einnig að fara i saumana a skipun FME a skilanefndum og slitastjornum 2007, tengsl þeirra manna við utrasarvikinga og þa skiljum við betur hvernig kerfið allt var endurræst a spillingu.

Anna Maria (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 12:41

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Steingrímur þóttist vera að moka flórinn, á fyrstu árum leppstjórnarinnar.Mér sýnist hann frekar hafa drullað í hann ,svo næsta stjórn á mikið verk óunnið. Það verður ekki gert nema að koma þeim frá og brjótast út úr fáráðs regluverkar-innleiðingunum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2012 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband