Þriðjudagur, 10. júlí 2012
Gerilsneyddur Steingrímur J.
Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra með landbúnað sem aukabúgrein hleypir ógerilsneyddri mjólk inn í landið til ostaframleiðslu en innlendum framleiðendum er bannað að nota íslenska ógerilsneydda mjólk til ostagerðar.
Steingrímur J. er gerilsneyddur skynsemi.
Má flytja inn en ekki framleiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leyfilegt að flytja ostinn til landsins , en bannað að framleiða hann í landinu,hálvitagangurinn á sér engan enda.
Varla standast þessi vinnubrögð Steingríms, jafnræðisreglu
stjórnsýslulaga, og því síður jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Síðan kemur Pétur Blöndal fram á Útvarpi Sögu, og segir að vertryggingin, sé til að viðhalda verðgildi krónunnar.
Sem sagt að þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi, tóbak og benzin,að þá verði til verðmæti, gaman væri að þingmaðurinn bendi á þau verðmæti sem urðu til, það sem varð til er froð og ekkert annað.
Það er greinilegt að þingmaðurinn á margt eftir ólært,
en nú fer að verða ástæða til að vera verulega skelkaður, um ókomna framtíð fyrir Íslenska þjóö.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 20:50
Má ekki að fara að loka þetta fólk inni fyrir landráð?Að okkur er bannað að framleiða úr ógerilsneyddum mjólkurafurðum hér í okkar landi en Móri leyfir innflutnig frá ESB til að framleyða nær engri átt,burt með þetta helv... landráðapakk strax og helst loka það inni.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.7.2012 kl. 20:50
Held að þetta komi ekkert við hver skynsemi Steingríms er, enda sennilega vandfundin. Þetta er liður í aðlöguninni margfrægu, sem Steingrímur er svo hrifinn af.
Um leið og búið er að brjóta skurninn á vörnum gegn innflutningi á hugsanlegum dýrasjúkdómum, verður erfiðara að halda egginu heilu.
Það er staðreynd að eitt af þeim atriðum sem vefst mjög fyrir fulltrúum ESB eru kröfur um varnir gegn smiti á dýrasjúkdómum. Slík krafa er nánast óyfirstíganleg fyrir ESB. Því þarf að brjóta hana upp svo hægt sé að opna kaflann um landbúnaðarmál.
Hitt er svo undarlegt að ráðherrann skuli hafa valið ostagerð úr ógerilsneyddri mjólk til að brjóta upp þessa vörn. Sér í lagi vegna þeirrar staðreyndar að bannað er að framleiða osta með þeim hætti hér á landi. Ekki vegna varna um dýrasjúkdóma, heldur af öryggisástæðum fyrir mannfólkið!!
Svo er spurning hvort ógerilsneydd mjólk í hinu dásamlega ESB sé svona miklu hollari en sú íslenska. Að ógerilsneydd mjólk frá Evrópu sé ekki hættuleg mannfólkinu, eins og heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa skilgreint íslenska ógerilsneydda mjólk!
Það er vitað að notkun lyfja í landbúnaði er mun meiri í löndum ESB en hér á landi. Kannski er það ástæða þess að ógerilsneidd mjólk frá því svæði er talin hættuminni en íslensk ógerilsneydd mjólk.
Maður spyr sig.
Gunnar Heiðarsson, 10.7.2012 kl. 21:05
Illa innrætt idjót og afturhald.
Rósa (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 21:21
Ef þið vissuð hvað hann hefur mikið út úr þessu,gjörsneyddur öllu siðferði. Hvað erum við búin að segja oft burt,en hann veit að almenningur er sem lamaður. Tamningin hefur staðið yfir í 3 ár +og þess gætt að hinum frjálsa vinnufúsa íslendingi,opinberist ekki stórveldisdraumar Esbésins,sem skírir m.a.ákafann í að ginna Ísland í apparatið. Þess vegna er þöggun í algleymingi á Ruv. og st 2, því þrátt fyrir Mbl. INN og útv.SÖGU,sem munar aldeilis um,þá vantar þessa opnu umræðu sem var alltaf til staðar þar til þessi hörmung tók við.
Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2012 kl. 21:33
“HANN” er að sjálfsögðu S.J.S. og skrifað í framhaldi af ath.semd Marteins,bara ekki fljótari en þetta,sjáið kanski bölvið á milli,????
Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2012 kl. 21:38
Island er hertekið af samfó
bpm (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 21:40
Er ekki príónukúafóður frá Bretlandi næst í aðlöguninni? Það má áreiðanlega ekki mismuna neinum í ESB.SJS er engum líkur
Halldór Jónsson, 10.7.2012 kl. 22:36
Rétt hjá þér bpm kl. 21.40. Steingrímur er með okkur í gíslingu, því Jóhanna hefði ekkert komist nema með því að Steingrímur sveik kjósendur sína.
Það undarlega er að stjórnarandstaðan og kjósendur Steingríms sýnast vera ánægð með það.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.7.2012 kl. 23:15
Það er óþarfi að fara á límingunum yfir þessu, kanski ekki gott en þarna er um að ræða örfá kíló, eiginlega hálfgert nesti. Menn meiga flytja ostinn inn til eigin neyslu en ekki sölu. Það er ekkert sem bannar okkur bændum að framleiða osta handa okkur sjálfum úr ógerilstneyddri mjólk!
Ef þetta væri það vesta hjá Steingrími, tja!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 09:46
Svakalega getið þið verið neikvæð. Sama hvað Steingrímur gerir, allt skal dregið niður í svaðið. Ég veit ekki hvað bjó að baki reglugerðar frá 2002 um mjólk og mjólkurvörur, en samkæmt 16. gr. hennar er hérlendum framleiðendum óheimilt að framleiða til sölu, vörur úr ógerilsneyddri mjólk. Mér þykir hinsvegar ekki ólíklegt að sú ákvörðun hafi verið tekin, þar sem framleiðendum hafi ekki verið treystandi vegna sóðaskapar. Í hver skipti sem ég kem frá Sviss tek ég með mér ost, ekki síst Raclett ost og rifinn ost, t.d. parmesan, gruyeres og sbrinz. Innlendur rifinn ostur er óætur. Í Sviss eru fast allir ostar gerðir úr ógerilsneyddri mjólk. En kröfurnar er miklar, mjólkin verður að vera komin til framleiðandans ekki seinna en 18 klst. eftir mjaltir. Einmitt þessvegna eru ostaframleiðendur (Käsereien) í Sviss í litlum þorpum, í grennd við sveitabýlin. Þá eru strangar kröfur hvað fóður varðar. Á sumrin, þegar kýrnar eru upp í Ölpunum, er osturinn framleiddur þar, Die Alpkäse, frábær ostur. Ég held að íslenskir bændur ættu að væla minna og vanda sig meira.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 11:36
Hvaða sóðaskap ertu að tala um Haukur? Ég veit ekki betur en að borgaryfirvöld leggi mikið upp úr sóðalegu umhverfi. Þau hafa fjarlægt Umhverfis- og heilbrigðisstofu af vef Reykjavíkurborgar og lofsyngja njólann. Ljótt er fallegt er nýjasta slagorðið. Hefurðu alveg misst af þessu?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.