Þriðjudagur, 3. júlí 2012
Hræsni ASÍ í atvinnumálum
Annað slagið þykist Alþýðusamband Íslands, ASÍ, vera með áhyggjur af atvinnuleysi hér á landi. Atvinnuleysi hér á landi er 6 prósent og verið í eins stafa tölu nær allt tímabilið frá hruni.
Á sama tíma og ASÍ þykist ókátt með atvinnuleysi hér landi berst forystan þar á bæ fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, en þar mælist atvinnuleysið að meðaltali í tveggja stafa tölu og hefur aldrei verið hærra.
Í áróðri forystu ASÍ fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eru iðulega taldir fram kostir eins og lægri vextir. Á hinn bóginn ræðir forystan aldrei krónískt atvinnuleysi í ríkjum Evrópusambandsins.
Forysta ASÍ er eins ótrúverðug og hugsast getur þegar hún harmar lágt atvinnuleysi á Íslandi en krefst jafnframt inngöngu í Evrópusambandið - þar sem hlutfallslegt atvinnuleysi er nær tvöfalt meira að jafnaði.
Langtímaatvinnuleysi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hve mörg fyrirtæki í Evrópu hafa flutt starfsemi sína til Kína? Hve mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa flutt starfsemi sína til Kína? Er Ólafur talsmaður mannréttinda og lýðræðis eða auðræðis?
http://www.visir.is/hundrud-handverkakvenna-ottast-um-hag-sinn-/article/2012120709865
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 08:57
Þætti gaman að sjá Ólaf hrista verulega upp í alþjóðavæðingu ódýrs vinnuafls í heiminum Elín. Það væri vel af sér vikið hjá kalli!
Annars er ASÍ alveg í meira lagi ekta samfylkingarbatterí.
Fólk í stjórn sem heldur að það breyti raunveruleikanum með því að tala.
heitir syndromið eftir Munkhausen eða bara samfylkingarsyndróm?
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:00
Atvinnuleysi er mismunandi eftir ríkjum í ESB og þjóðfélagshópum. Spánverjar undir 25 ára aldri eru verst settir og atvinnuleysið er 50%. Atvinnuleysi í Grikklandi er 22%. Í Austurríki er talan 4%, í Hollandi og Luxemborg 5%. Í Þýskalandi er atvinnuleysi 6%. Til að skilja flókið fyrirbæri eins og atvinnuleysi verður að hafa mikilvægar tölur á hreinu og hér að ofan eru örfáar nefndar.(Skítkast útí forystu ASÍ er ómerkilegt en algerlega fyrirsjáanlegt eins og alls sem ekki-baugsmiðlar skrifa.)
gangleri (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:35
Ekki kemur Páll Vilhjálmsson á óvart í sínum málflutningi þennan daginn.
Hvað þarf maður mörg ár í háskóla til geta skrifað svona fyrir borgun ?
JR (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 10:48
Það er reyndar með ólíkindum hvað ríkisstjórnin og áhangendur hennar komast upp með að ljúga og blekkja þegna þessa lands,það er marg búið að sýna sig alveg frá upphafi kjörtímabils,þau mega þó eiga það að í áróðrinum eru þau atvinnumenn og standa sig vel þar.
Kristján (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 11:40
Sæll.
ASÍ tapar sífellt meiri trúverðugleika með Gylfa þar innanborðs. Maðurinn bjó til atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja í fyrra ásamt Vilhjálmi en kannast svo ekki neitt við neitt núna.
Atvinnuleysistölur munu sennilega hækka í haust. Hann mærir evruna og lága vexti en evran er hluti vanda margra ESB landa. Lágir vextir voru það sem ollu þessari kreppu og raunar ótrúlegt að Gylfi skuli ekki skilja það.
Svo er nú stóra málið sem ég hef raunar engan fjölmiðlamann séð pæla í: Hve margir eru um það bil að falla af atvinnuleysiskrá og í fang félagslegakerfis sveitarfélaganna? Ríkisstjórnin mun þá grobba sig af lágu atvinnuleysi og segja enn og aftur að kreppan sé búin en hætt er við að sveitarfélögin verði ekki eins kát með þá lækkun atvinnuleysistalna eða þau "kreppulok" :-)
@gangleri: Þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum, meðalatvinnuleysi innan ESB er rúm 11%. Þú útskýrir það ekki í burtu frekar en slöpp forysta ASÍ og hugmyndafræðilega gjalþrota Sf. Af hverju heldur þú að Írar flýji land í bátsförmum? Í fyrra á nánast sama tíma var atvinnuleysið innan ESB 10%. Í byrjun árs 2000 var atvinnuleysi tæp 9% innan ESB. Atvinnuleysi hjá ungu fólki hefur vaxið ört undanfarin ár innan ESB. Það er ekkert sem bendir til þess að staðan í atvinnumálum innan ESB skáni eitthvað á næstunni nema síður sé og fyrir því eru nokkrar ástæður. Það er til lítils hjá þér að nefna tölur sem þú virðist ekki skilja og getur svo ekki lagt út af. Efnislega gagnrýni á forystu ASÍ er ekki skítkast.
@JR: Hvernig væri að vera málefnalegur? Skilur þú kannski ekki umræðuefnið?
Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 15:28
Sæll Helgi, ég las athugasemd þína en fann ekkert efnislegt eða vitrænt. Ég les írsk blöð reglulega og fylgist vel með. Ég get komið með öll tölfræðileg gögn um atvinnuleysi í esb ásamt helstu kenningum um orsakir atvinnuleysis. Forsendan er að þú sért tilbúinn til að læra.Kveðja.
gangleri (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 21:48
Gylfi Arnbjörnsson er mjög duglegur við að berjast fyrir lækkun launa og atvinnuleysi. Hann er gerður út af ESB-toppunum, sem hafa kennt honum hvernig á að kúga launafólk.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2012 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.