Mánudagur, 2. júlí 2012
Ólafur Ragnar er lýðræði, stjórnarráðið hrossakaup
Ólafur Ragnar Grímsson er kosinn beinni kosningu af þjóðinni og er með lýðræðislegt umboð sem ríkisstjórin býr ekki að. Valdabrask á alþingi, þar sem stefnumál eru keypt og seld, ræður hverjir verða ráðherrar.
Eftir síðustu kosningar voru hrossakaup á alþingi með þeim ólíkindum að stærstu mál lýðveldissögunnar, eins og ESB-umsóknin, voru falboðin. Ragnar Arnalds, sem er orðvar maður, kennir þau pólitísku viðskipti við óþverraskap.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins er með beint umboð frá þjóðinni og getur talað í nafni þjóðarhagsmuna.
Kosinn bæði frá hægri og vinstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur Ólafur einhvern tímann tjáð sig um kjör almennra launamanna í Kína?
http://www.visir.is/hundrud-handverkakvenna-ottast-um-hag-sinn-/article/2012120709865
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 18:26
Ekki skil eg Elin hvad Olafur getur gert i tvi ad søluhednar flytji inn lopapeysur fra Kina? Er ekki tetta alheimsvædingin i allri sinni dyrd?
Væri skarra ef prjonakonurnar byggju i Rumeniu?
Tad er bara fyndid hvernig okkar vesæla valdaelita og haskolasamfelag tekur okkar agæta forsetakjøri.
...Mannsins sem bjargadi Islandi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:04
Vil bara minna þig Páll Vilhjálmsson á að Ólafur Ragnar er með umboð frá 36% íslensku þjóðainnar fyrir sína sjálfumgleði, og framkvæma gjörðir eins manns flokksins !
En það sem er merkilegast eftir sigur Ólafs Ragnars er ekki skrif þín, heldur að sjálfstæðisflokkurinn vill binda hendur vinar þíns Ólafs Ragnars !
Auðvita stendur samt upp úr fögnuður ungra sjálfstæðismanna í Valhöll við sigri Ólafs Ragnars !
JR (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:29
Maðurinn stærir sig af nánum tengslum við ráðamenn í Kína. Er hann eitthvað feiminn að ræða mannréttindamál við þá? Þú talar um alheimsvæðingu í allri sinni dýrð. Gæti hann ekki rætt um auðræði vs. lýðræði við vini sína í Kína?
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/17/forsetinn_hinn_agaeti_kinverji_huang_nubo/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:53
Þingið er óþverri.
Stjórnmálastéttin óþverri.
Það skýrir þetta hörmulega ástand og sigur ÓRG.
Karl (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:58
Eg er sammála Jonasgeir. Orðið dálítið langsótt að kenna manninum um heimsins syndir. Kannski hvíld fyrir Davíð en langsótt samt.
Og landsölulið Jóhönnu keppist við og vill endilega að við höldum að glæsilegur lýðræðissigur okkar og yfir 50% sigur forsetans hafi bara verið misskilningur. Það gegn 5 mótframbjóðendum og gegn ríkisstjórnarflokkunum og fylgiliði. Við séum bara svona vitlaus að halda að 69% kjörsókn með helming kosningabærra manna flúna úr landi, kannski dálítið ýkt, sé lélegt.
Elle_, 2.7.2012 kl. 19:59
Ljúfa Elín !
Svona, svona. Önugheitin hreint að fara með þig vegna úrslita Forsetakosninganna ?? !!
Huggaðu þig við að " spyrilinn" úr RÚV., á möguleika eftir 4 ár !
Og þó, þá verða líklega engin Jóhanna & Steingrímur J., til að fjarstýra !
En Össur verður vonandi á lífi - og til í allt - að venju !
Og eins og segir í gamla góða máltækinu.: " VON er vakandi manns draumur" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:09
Ertu ekki að rugla saman frambjóðendum ágæti Kalli? Spyrillinn á RÚV ætlaði að feta í fótspor Vigdísar og ræða afstæði mannréttinda. Ólafur ætlaði að vera kyndilberi mannréttindabaráttunnar. Var það ekki?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:52
Ef Ólafur Ragnar ætlar að stíga eitt spor með Nubo á Grímsstöðum,
þá mun ég persónulega snoða rakarasoninn að vestan.
En ég hef enga ástæðu til að ætla að hann muni taka það spor,
enda er allt Nubo dæmið alfarið af völdum Samspillingarinnar.
Því mun ég eigi brýna skörin ... að sinni.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 00:12
Því mun ég eigi brýna skærin ... að sinni.
Enn um stund mun því Ólafslokkur haldast, en ég deili áhyggjum með Elínu.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 00:18
Sammála Páll. Srítinn "ad hominem" málflutningur hjá JR. Með sömu (hunda)lógík, má finna út að Vigdís Finnbogadóttir naut stuðngs 30,6% kjósenda í kosningunum 1980. Útfrá sömu forsendum studdu 22,8% Þóru Arnórsdóttur nú. Fráleitt er að ímynda sér að verulegur munur hefði orði á fylgi, þótt kjörsókn hefði verið eitthvað meiri. Hugsanlegt er þó, að fylgi Ólafs hefði verið eitthvað hærra.
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.