Kjör Ólafs Ragnars tryggir valddreifingu

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fór langt fram úr umboði kjósenda í tveim málum sem varða heill og framtíð lýðveldisins. ESB-umsóknin og stjórnarskráin eru mál sem þjóðin setti ekki í forgang í þingkosningunum 2009.

Kjör Ólafs Ragnars til embættis forseta sendir ríkisstjórninni þau skilaboð að fara ekki fram úr því umboði sem með réttum rökum má segja að meirihluti alþingis hafi frá þjóðinni.

Með forseta eins og Ólaf Ragnar er meiri valddreifing í lýðveldinu en ef puntudúkka sæti á Bessastöðum.

 


mbl.is Tekur undir með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfara ráðgefandi atkvæðagreiðslu, um tillögur stjórnarskrárnefdarinna,ætti nú að vera fyrsta verk forsetans að beita sér fyrir því að sömuleiðis verði þjóðin spurð ráðgefandi álits á kvótanum og verðtryggingunni.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 13:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stelpurnar eru sætar sem buðu sig fram til forseta,þær hafa margt til brunns að bera,en enginn það sem forsetinn hefur til að gegna þessu embætti. Nú brennur á mér og fleirum að hreinsa til á Alþingi. Greinilegt er að ráðamenn setja ekki framtíð Íslands í forgang,miklu frekar forgang erlends auðsambands til íhlutunr hér.Er nokkuð óvarlegt að telja þá tengda þeim,miðað við ákafann í að neyða oní okkur skuldir einkafyrirtæis? Er óvarlegt að telja þá sem verja þeirra gerðir,eigi faldra hagsmuna að gæta,sé ég með ljótar hugsanir,er það örugglega af gefnu tilefni. Össur gefur manni tilefni til að álykta,að þar fari drengur í barbieleik er hann gapir gleiðgosalegur upp í Ken/Barroso.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2012 kl. 14:03

3 identicon

Eiríkur Bergmann og hinir Samfylkingarmennirnir eru að undirbúa næsta afhroð, með því að ráðast að Ólafi vegna stjórnarskrármálsins.

Samfylkingin tróð ESB umsókn ofan í kokið á þjóðinni, og tvisvar reynt að troða Icesave sömu leið, Þóru og nú nýrri ESB vænni stjórnarskrá. Þá er ekki fullreynt að smygla ESB ofan í okkur.

Það er eins og Samfylkingarmenn séu ólæsir á erlendar tungur, og geti með engu móti séð hvert Evrópa er að stefna.

Með evruhruni, og óhjákvæmilegu ESB hruni, er mikilvægara að styrkja mótstöðu Íslands gegn erlendu valdi, ekki veikja það.

Líf Jóhönnustjórnarinnar er ógn við þjóðaröryggi.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 15:14

4 identicon

Ég sé helferðarstjórn Jóhönnu og Steingíms falla mjög bráðlega

og það þrátt fyrir að puntudúkka Sjálfstæðisflokksins,

Bjarni Benediktsson hafi stutt þau á bakvið tjöldin, enda verið

að fela sjóvá, sjóð 9, spkef (með afruglara) og alla sína vafninga

undir sameiginlegri ESB hagsmuna tjaldborg þeirra.

Tjaldborgin mun fjúka út í veður og vind með fyrstu hausthryðjunum.

Þar mun þá mega sjá dapurlega sjón 2ja þremenninga

- Bjarna Ben., Jóhönnu Sig. og Steingrím Sig. í kviknöktum trekant.

- Og svo vesalings greyin, Birgittu, Þór og Margréti að leika fullorðna fólkið. 

Sjáandinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:06

5 identicon

BjarN1 mun fara sérstaklega illa út úr Þessum trekant. 

Þegar samtrygging hans með Jóhönnu og Steingrími mun afhjúpast öllum,

mun skiljanlega leggjast mjög illa í hina venjulegu flokksmenn.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:09

6 identicon

Þú Páll Vilhjálmsson , sem kaust Ólaf Ragnar, veist að þú varst að kjósa ein manns stjórnmálaflokk ?

Mann sem hefur bara þá skoðun að koma sjálfum sér á framfæri , með vondu eða góðu !

Það verður merkilegt að fylgjast með skrifum ykkar sem kusuð þennan sjálfumglaða forseta, sem veit ekki enn sinn vitjunartíma !

En, núna hefur Páll Vilhjálmsson fundið sér fyrirmynd í ólitík !

Mann sem segir eitt, en gerir svo bara það sem henta þykir til að koma sjálfum sér á framfæri !

JR (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:13

7 identicon

Hefur Ólafur einhvern tímann tjáð sig um kjör almennra launamanna í Kína?

http://www.visir.is/hundrud-handverkakvenna-ottast-um-hag-sinn-/article/2012120709865

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 17:08

8 identicon

Og enn mega Jóhanna & Steingrímur sleikja sárin !

 Harmsögulegustu ríkisstjórn lýðveldisins fer senn að ljúka.

 "Minn tími mun koma" sagði Jóhanna forðum - hann kom - en í því dapurlegesta sem hent getur einn flokksformann:  Fylgið hrapað UM HELMING !

 "Sic transit gloria mundi" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband