Bretar viðskila við Evrópusambandið

Til að bjarga evrunni verða ríkin 17 sem eiga myntina sameiginlega að dýpka samstarf sitt á sviði ríkisfjármála - í reynd stofna til Stór-Evrópu. Þau tíu ESB-ríki sem standa utan evru-svæðisins munu ekki taka þátt í tilrauninni um Stór-Evrópu.

Evrópusambandið getur ekki annað klofnað þar sem evru-ríkin framselja í auknum mæli fullveldi sitt til væntanlegs stórríkis á meðan þeir sem utan evrunnar standa halda í forræði sinna ríkisfjármála.

Bretar munu varða leiðina út úr Evrópusambandinu, en lönd eins og Svíþjóð, Danmörk, Pólland og Tékkland koma í kjölfarið.

Umbylting Evrópusambandsins tekur langan tíma. Sumir veðja á að byltingin takist ekki, til dæmis sagnfræðingurinn Walter Laqueur.  Þýski kommissarinn hjá framkvæmdastjórn ESB, Günther Oettinger, segir Stór-Evrópu einu lausnina þótt það taki áratugi í framkvæmd.

Stjórnmálamenn, til dæmis foringi þýskra jafnaðarmanna, Sigmar Gabríel, viðurkenna að gamla Evrópusamband elítunnar hafi gengið sér til húðar og að leggja verði hornstein að nýju Evrópusambandi þjóðanna. Á hinn bóginn finnst mörgum Þjóðverjum að aðrir Evrópubúar séu einkum á eftir þýskum peningum, fremur en evrópskri samstöðu.

Myndin sem blasir við er þessi: evru-ríkin 17 reyna að næstu árum að  bjarga myntsamstarfinu. Þau tíu ríki Evrópusambandsins, sem ekki eru með evru, finna sér stöðu utan kjarnasamstarfsins. Þar munu Bretar vísa leiðina en þó er alls ekki öruggt að þjóðirnar tíu finni sér sameiginlega stöðu gagnvart Evrópusambandinu. Pólland, svo dæmi sé tekið, er með gagnólíka hagsmuni en Bretar andspænis stórveldum á meginlandinu.

Allir Íslendingar, nema þeir sem þjást af samfylkingarblindu, sjá í hendi sér að hagsmunum Íslands er best borgið utan upplausnarinnar í Evrópusambandinu.

 


mbl.is Efasemdir um ESB-atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband