RÚV-hryllingur

RÚV er vælubíll Samfylkingar: fréttamaður RÚV segir í beinni útsendingu að þeir sem ekki kusu í gær hafi verið að lýsa frati á Ólaf Ragnar Grímsson. Í hádegisútsendingu Sjónvarpsins var margtuggið að aldrei hefði sitjandi forseti fengið jafn harða andstöðu. En þess var jafnframt gætt að útskýra ekki hvaðan andstaðan komi - frá ríkisstjórnarflokkunum.

Kosningaútsending RÚV í gær var hörmung frá a til ö. Stuðningsmenn Þóru vissu fyrirfram að slagurinn var tapaður og það skein fýlan af öllu settinu. Þóruistinn sem valdi Þorstein Pálsson og Þórhilidi Þorleifsdóttur til að ræða kosningaúrslitin fær sérstaka útnefningu fyrir smekkleysi og hlutdrægni.

Bogi Ágústsson flissaði eins og unglingur í starfsþjálfun þegar sýnd var mynd af afgerandi stuðningi kjósenda Sjálfstæðisflokks við Ólaf Ragnar Grímsson.

Eftir forsetakosningarnar 2012 er RÚV fagleg ruslahrúga.


mbl.is Krafa um aukið lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Ég var meira en gáttaður á Þórhildi, fannst eins og Ólína Þorvarðar og Björn Valur Gíslason væru að nota hana sem búktalradúkku. Þvílíkur hroki!

Björn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 13:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þórhildur var að lýsa heimsku sinni með þessu gjammi sem hún viðhafði.

Vilhjálmur Stefánsson, 1.7.2012 kl. 13:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En hvernig vissu þeir hvaða flokki menn tilheyrðu,sem kusu frambjóðendur? Varla voru þeir spurðir á kjördag um það. Nei, þeir studdust við skoðanakannanir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2012 kl. 13:37

4 identicon

Hvað varð Hjálmar Gíslason að gera þarna í sérstakri útsendingu frá útlöndum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 13:37

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Í sambandi við þá sem kusu ekki þá vill svo til að fólk fór ekki á kjörstað vegna þess að það vissi að ólafur mindi verða endurkjörin og þeir sem ekki kjósa eru með þeirri niðurstöðu sem kom upp úr kjörkössunum svo einfalt er það þeir sem ekki skilja að þeir sem ekki taka afstöðu jánka niðurstöðunni, SVO EINFALT ER ÞAÐ...

Jón Sveinsson, 1.7.2012 kl. 14:04

6 identicon

Því miður reikna ég  með að þessi gagnrýni á kosningavöku RUV sé réttmæt. Ég átti þess hinsvegar ekki kost að horfa á hana því ég var  stödd erlendis og vefþjónusta þeirra er ekki upp á marga fiska eins og margir vita.

Auka fréttatími  RUV um úrslit forsetakosningarinnar í dag var þeim, að mínum dómi, til háborinnar skammar.  Þessi "hlutlausi" fréttamiðill gerði pólitískan þátt um úrslit kosningarinnar. Þeirra  aðal "álitsgjafar" voru  t.d.tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem fóru ekki leynt sem vonbrigði sín með úrslitin. Reiknimeistarar  RUV virtust líka aðallega hafa áhuga á til hvaða stjórnmálaflokkis rekja mætti fylgi frambjóðenda.

Ég fæ ekki betur séð en RUV sé vitandi vits að ala á  pólitískri sundrungu  með því að nálgast þjóðmál aðallega frá politísku sjónarmiði. Þeim virðist, í öllu falli, sú nálgun svo töm að þeim dettur yfirleitt enginn önnur  umræðu nálgun í hug, ekki einu sinni þegar þeir fjalla um kosningar úrslit í stöðu "sameiningartákns landsins "eða forseta þjóðarinnar.

Agla (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 14:10

7 Smámynd: Sólbjörg

Klifað var á því í kosningasjónvarpinu í nótt að Ólafur hefði ekki stuðning allrar þjóðarinnar og hve alvarlegt það væri, samt var kjörsókn allt að 69%.

En talandi um það þá er það raunverulega alvarlegt mál að ríkistjórnin hefur aðeins stuðning 22,8% þjóðarinnar, það hlýtur að kalla á kröfu um afsögn og ætti vinstra fólkið sjálft að ganga fremst í flokki með þær áhyggur og krefjast afsagnar stjórnarinnar.

Virkum slagorð Þóru og "Sameinumst" öll Samfylkingunni um þá kröfu að stjórnin segji af sér!

Sólbjörg, 1.7.2012 kl. 14:25

8 Smámynd: Elle_

Forsetinn er æðsti embættismaður landsins.  Stjórnarskráin segir ekki að hann eigi að vera ´sameingingartákn´ enda geta ekki allir ´staðið saman´ í lýðræðisríki.  Það er þessvegna sem stjórnarfarið kallast lýðveldi hvað sem Þóra ranglega segir um ´sameiningartákn´ og ´þingræðisríki´.

Og ég er sammála Birni og Villhjálmi um Þórhildi.  Ömurlegt var að hlusta á algerlega ófágaðan málflutninginn og forarkastið í forsetann, svona eins og gömul og skapill Ólína sem nú ræðst á hann. 

Forsetinn vann glæsilegan sigur miðað við andstöðuna.  Það var heil ríkisstjórn að vinna gegn honum.

Elle_, 1.7.2012 kl. 14:38

9 Smámynd: Elle_

Öruggast að taka það fram að ég var ekki að segja að Ólína væri gömul enda skipti það engu máli heldur var að líkja henni við Þórhildi.

Elle_, 1.7.2012 kl. 14:47

10 Smámynd: Jón Sveinsson

Rétt hjá þér Elle

Jón Sveinsson, 1.7.2012 kl. 14:47

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er stittra en menn halda til Kosninga. Taugakerfi Stjórnarliða þvola vart meir eftir þessar Forseta-kosningar.

Vilhjálmur Stefánsson, 1.7.2012 kl. 14:52

12 identicon

Með Bjarna ESBen., sem gungulegan formann, mun D

að hámarki fá 34% fylgi á kjördag.  Það sé ég mjög skýrt.

Hann er fulltrúi eigin sérhagsmunaklíka kommiseranna.

Hann hefur ítrekað

gengið gegn landsfundarsamþykktum og virt þær að vettugi.

Hann

gengur sem sombí á eftir vælubíl RÚV merktum ESB-Samfylkingu og VG.

Hann mun aulast í fótspor druslugöngu RÚV, því hann er gunga og drusla.

Nei, Bjarni Benediktsson 

gengur ekki í takt við vilja meirihluta sjálfstæðismanna.

Bjarna Benediktssyni er ekki treystandi. 

Það er löngu orðið skýrt hverra erinda hann gengur

og fyrir hvað hann stendur.  Ergo Sum: 

Fyrir það mun hann falla og draga D niður í svað gungna og drusla.

Ég sé haug af druslum og gungum 4-flokksins liggja sem hórur í svaðinu.

Hórum sem selja hvað sem er fyrir eitt augnabliks fix,

sem mun verða þeim að falli á einu augabragði.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:25

13 identicon

Bjarni Benediktsson var á skilorði vegna Icesave, Vafnings og ESB. 

Hann hefur ítrekað síðan brotið af sér,

og gengið gegn landsfundarsamþykktum og virt þær að vettugi.

Bjarni Benediktsson er eitt fix í silfurskeið.

Hans tími var eitt stundarfix.

Hans tíma lýkur með Jóhönnu og Steingrími.  Það sé ég  mjög skýrt.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:31

14 identicon

Þórhildur Þorleifsdóttir og Þorsteinn Pálsson voru búktalarar

fyrir Þorgerði kúlu og Bjarna Benediktsson hinn vafningsvafða.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:38

15 identicon

Benda ber Ólínu á að samkvæmt hennar útreikningaaðferð,

fékk núverandi ríkisstjórn fylgi 42%  kosningabærra manna.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 16:43

16 identicon

Það er helvíti hart að þurfa að borga fyrir RUV hryllinginn. Það fer lítið fyrir faglegum og hlutlausum fréttum í stað áróðurs í anda samspillingar. Það er tvennt í stöðunni fyrir RUV, annað hvort að leggja niður sjoppuna eða gera RUV lýðræðislegra. Almenningur á að geta valið amk útvarpsstjóra og fréttastjóra í beinum kosningum, öðruvísi er þetta ekki útvarp allra landsmanna.

þór (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:11

17 identicon

Lilja Mósesdóttir er fyrst íslenskra þingmanna til að óska nýkjörnum forseta til hamingju.  Lilja er alltaf jafn heiðarleg og hrein og bein í því sem hún segir og gerir.  Það sama verður ekki sagt um aðra formenn íslenskra stjórnmálaflokka. 

Á liljam.is má sjá facebook status hennar:

"SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar hefur óskað forsetahjónum og þjóðinni allri til hamingju með úrslit kosninganna á www.xc.is. Ég er búin að senda forsetanum tölvupóst, þar sem ég óska honum til hamingju með glæsilegan sigur í forsetakosningunum. Val þjóðarinnar á forseta stjórnast nú í meira mæli en áður af mati hennar á því hverjum hún treystir til að tryggja beint lýðræði þegar gjá myndast milli þjóðar og þings."

Við Gunna mín kusum Ólaf og við munum einnig kjósa Lilju og flokk hennar SAMSTÖÐU til lýðræðis og velferðar okkar allra, hér heima á landinu okkar fagra. 

Sannir sjálfstæðismenn kjósa Lilju og SAMSTÖÐU um hag okkar hér heima. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:20

18 identicon

Mér sýnist nú helzt, að Ólafur Ragnar hafa verið kjörinn af þorra þjóðarinnar, því að skiljanlega áttu margir erfitt með að fara á kjörstað, sem hafa flúið land undan óstjórn Jóhönnu og Steingríms, og aðrir eru í sumarfríi, auk þess sem mér finnst ósanngjarnt að móðga ESB-landsöluliðið með því að telja það til svona smáþjóðar.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:43

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

RÚV = RíkisstjórnarÚtVarpið.

Theódór Norðkvist, 1.7.2012 kl. 19:39

20 identicon

Fyrst Jón og Gunna, þau prýðishjón, minnast á heiðursmanneskjuna Lilju Mósesdóttur, sem alltaf hefur hafnað Icesave viðurstyggðinni og hefur margsinnis sagt það vafningalaust, að hún sé andsnúin ESB aðlögun og að það ferli beri að stöðva,

þá er rétt að vekja athygli á þessum varúðarorðum hennar:

"Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.

Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.

Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar.  Hver vill búa í slíku samfélagi?

Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.

Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.

Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."

Við getum ekki treyst Bjarna Ben.,  fulltrúa hagsmunaklíka kommisaranna, fyrir fjöreggi þjóðarinnar.

Ég ítreka það, að hann hefur ítrekað

gengið gegn landsfundarsamþykktum og virt þær að vettugi.

Hann

gengur sem sombí á eftir vælubíl RÚV merktum ESB-Samfylkingu og VG.

Hann ver sér hagsmunaklíkur, hér innanlands sem og erlendis, í Brussel.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 23:23

21 identicon

Ég ítreka hér enn varúðarorð Lilju Mósesdóttur

og ég bið fólk um að glenna upp augun og sjá

að 1000 milljarða snjóhengjan

er okkur jafn hættuleg til skuldaþrældóms og Icesave vafningurinn:

"Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.

Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.

Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar.  Hver vill búa í slíku samfélagi?

Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.

Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.

Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."

Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 23:30

22 identicon

Ríkissjónvarp allra landsmanna - sem allireru píndir til að greiða eiga að skammast sín - ég á  ekki til orð yfir fréttaflutning og að kalla þetta forsetakosningavöku - sem fólst í því að pína okkur sem allara mest á kosningavöku þóru - í hvaða tilgangi?  Einu sinni var alveg nóg - nei þetta átti að verða sjónvarpsglys með lætin í kringum þessa ágætu og frábæru sjónvarpskonu - þau hefðu öll mátt leggja sig - nema Andrea - hún var sú eina sem talaði frá upphafi að viti - já og til enda - þar sem hún sagði að öll umræðan hefði verið jú til góðs - vegna þess að Hr.  ÓRG var þegar búinn að taka vel til hendinni og það var hann sem SAMEINAÐI ÞJÓÐINA Í BÆÐI SKIPTIN SEM HANN NEITAÐI AÐ SKRIFA UNDIR iCESAFE SAMNINGANA - OG ÞAÐ VAR OG ER ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI - VIÐ TREYSTUM HONUM TIL AÐ TAKA FRAM FYRIR HENDURNAR Á RÍKISSTJÓRN SEM VIÐ EKKI GETUM TREYST.

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 23:39

23 identicon

Heyr, heyr Kristín.

Skyldu-áskrift hins venjulega og óbreytta manns og konu

að áróðurs fréttastofu ESB hér á landi, fréttastofu RÚV,

ber tvímælalaust að afnema, hún er ólíðandi valdnauðgun. 

ESB hyskið má hins vegar kaupa sér áskrift að áróðursstöðinni með evrum.

Flest af því vinnur hjá ríki og sveitarfélögum og fær evrur,

sem það hefur fengið sem dagpeninga, laumað svart til þeirra í umslögum

beint frá áróðursstofunni við Suðurgötuna og frá höfuðstöðvunum í Brussel.

Það er bæði siðspilling og skattsvik

sem ríkisstarfsmenn og sveitastjórnarmenn stunda grimmt.

Best þeir eyði þessum evru-mútum í að hlusta bara á sjálfa sig.

Er nema von að traust almennings sé nú tæp 10% á þessu kerfispakki öllu.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 02:02

24 identicon

Efstaleitið skal eingöngu vera á kostnað evru-mútuþeganna,

enda hlusta eingöngu evru-mútuþegar á þann áróðurs-viðbjóð.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 02:05

25 identicon

RÚV  er einfaldlega til háborinnar skammar. Engin önnur þjóð, nema Norður Kórea auðvitað, myndi líða jafn ófagleg, hlutdræg vinnubrögð á ríkisfjölmiðli,...svo minnir á fátt á Vesturlöndum annað en mögulega Fox News. Og fréttamennirnir urðu sér til skammar með amatörslegum vinnubrögðum sínum. BBC, Al Jezeera, allir alvöru fjölmiðlar yfirhöfuð hefðu rekið þá á staðnum, líka hlutdrægir fjölmiðlar sem hafa þó klassa og ráða ekki svona skúffelsi. Það er bara á litla krummaskurðinu Íslandi, í skjóli frændsemi og kunningjasamfélags, sem þetta fólk á minnsta séns á vinnu, alls staðar annars staðar væri það við færiband í verksmiðju eða önnur störf sem hæfa fólki á þessum kaliber, nú eða atvinnuleysisbótum, nú eða á atvinnuleysisbótum, ellegar ræsinu, eftir efnahagsástandi og kerfi hvers lands um sig. En NÝJA ÍSLAND er að rísa í NÝJU HEIMSSKIPULAGI og þá verður ENGA vinnu að fá fyrir svona fólk, af því tagi sem það fær að viðhafa óheiðarleika og ófagmennsku af þessu tagi og svíkja allar hugsjónir og tilgang stéttar sinnar. Þessu fólki mun brátt ÚTHÝST, ellegar fengin störf við hæfi. Það er að rísa nýr heimur þar sem óréttlæti verður EYTT og fólk fengin rétt störf, eftir hæfni og verðleikum eingöngu. Þar verður frændsemi ekki lengur möguleiki og klíkur verða allar upprættar. Trúið þið mér ekki? Bíðið bara og sjáið hvað koma skal...

New World Order (coming soon...) (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 10:27

26 identicon

Meirhluti stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. er þannig skipaður, samkvæmt geðþóttaákvörðun vanhæfs alþingis, sem nýtur hverfandi trausts:

- Margrét Frímannsdóttir, Forstjóri Liltla Hrauns

- Björg Eva Erlendsdótti, Hluthafi í Smugunni

- Halldór Guðmundsson, Forsjóri Hörpunnar

Yfirforstjórar Ríkisins, eru ekki beint meðmæli með RÚV ohf.

Stalínistar sem ganga erinda ESB og það af offorsi.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:26

27 identicon

Ég ætla að endurtaka þessa ísköldu staðreynd, svo skattborgarar landsins  geti dregið sínar eigin ályktanir af því, hvort rasssköttun forstjóranna, bittlingagræðgi þeirra sé ekki öllu almennu fólki viðurstyggð:

Meirhluti stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. er þannig skipaður, samkvæmt geðþóttaákvörðun vanhæfs alþingis, sem nýtur hverfandi trausts:

- Margrét Frímannsdóttir, Forstjóri Liltla Hrauns

- Björg Eva Erlendsdótti, Hluthafi í Smugunni

- Halldór Guðmundsson, Forsjóri Hörpunnar

Yfirforstjórar Ríkisins, eru ekki beint meðmæli með RÚV ohf.

Stalínistar sem ganga erinda ESB og það af offorsi.

Indriði H. Þorláksson hlýtur að bíða á línunni eftir rassskattabitlingi.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 19:33

28 identicon

Sæll.

Flottur pistill.

Svo þarf að hreinsa til á RÚV og í Landsvirkjun eftir kosningar svo endurreisn geti hafist. Starfsfólk RÚV verður að skilja að það er ekki hafið yfir lög.

@Litli landsímamaðurinn: Gott að þetta kemur fram. Fínt fyrir fólk að vita þetta. Svo þarf krafan um að tekið verði til innan RÚV að verða háværari svo ekki verði hægt annað en hlusta á hana.

Helgi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 20:16

29 identicon

Tek undir með Helga og Litla landsímamanninum.

En það sem er ógeðslegast er hvað fégráðugt þetta Stalínista pakk ESB er.  Ég er handviss að þeim nægja ekki bara forstjórastörfin og stjórnarbitlingarnir, á kostnað skattborgara landsins, heldur þiggja þau einnig mútur frá Brussel.

Eva (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:08

30 identicon

Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins er Akureyringum vel þekktur sem ógeðfelldur plottari og undiróðursmaður og það strax í menntaskólapólitík.

Hann hefur í seinni tíð algjörlega gleymt sér í ógeðfelldum áróðri fyrir bæði Samfylkinguna og ESB.  Hvers vegna eiga landsmenn að vera skattskyldaðir til að borga þannig manni laun og að láta hann ljúga og hagræða sannleikanum þannig að það þjóni einungis hagsmunum Samfylkingarinnar og ESB?

Mér finnst hörmulega komið fyrir Ríkisútvarpinu, sem á að gæta hlutleysis til hins ítrasta og á að kalla eftir sem fjölbreyttustum skoðunum, séð frá ýmsum sjónarhornum. 

Í tíð Óðins Jónssonar, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, hefur hlutverk þess hins vegar eingöngu þjónað Samfylkingunni og ríkisstjórnarleppum ESB.  Það er öllum landsmönnum ljóst, svo pínlegt er á að horfa og sjá, að meðan Óðinn ræður fréttamatinu, þá eru þeir alltaf kallaðir til,

þeir Þórólfur Matthíasson, Gunnar Helgi Kristinsson og Baldur Þórhallsson.

Öllu siðuðu fólki ofbýður hvernig fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur, undir fréttastjórn Óðins Jónssonar, verið breytt í Sieg Heil í anda Göbbels.  

Hrannar (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 23:41

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tek undir RUVklúðrið, sem var og er sögulegt. Hvernig eigum við að vera tölvueyja í norðri með svona graffik?

Minni á að úrslit kosninganna eru skýr! Nú sameinumst við öll og flykkjum okkur um forseta Íslands! Þetta var lýðræðisleg kosning.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.7.2012 kl. 04:24

32 identicon

Vel mælt Anna.  "Nú sameinumst við öll og flykkjum okkur um forseta Íslands!"

Eva (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband