Þóruframboðið illa hannað valdabrölt

Í stjórnmálum þarf innistæðu. Samfylkingarfólk skilur ekki þetta pólitíska lögmál vegna þess að í áratug hefur Samfylkingin nærst á innistæðu Alþýðuflokks, Kvennaframboðs og þess hluta Alþýðubandalags sem ekki fór til VG.

Í kosningabaráttu er ekki ekki hægt að búa til innistæðu; hún þarf að vera fyrir. Þóra Arnórsdóttir er væn kona og þokkalega kynntur sjónvarpsstarfsmaður. En það örlitla af pólitík sem hún tók með sér, sem ESB-sinni og kennari við stjórnmálaskóla Samfylkingar, reyndi hún og hennar lið að fela. 

Í örvæntingu yfir innistæðuleysinu var búin til persónudýrkun með Þóru-degi sem gerði ekki annað en að auglýsa málefnafátæktina.

Af hálfu Samfylkingar var Þóru-framboðið heróp til að þétta raðirnar og treysta bandalagið við samfylkingardeildina í Sjálfstæðisflokknum. 

Niðurstaðan var þessi: Samfylkingin proper og deildin í Sjálfstæðisflokknum geta sameiginlega munstrað 30 prósent atkvæðanna.

Klukkan glymur krötum tveggja flokka.

 


mbl.is Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristindómur og öll eðlileg trúarbrögð banna persónudýrkun. Það þarf að úthýsa Samfylkingarsértrúarsöfnuðinum með hans sjúklega persónudýrkun héðan af landi brott. Siðmenntaði hluti mannkyns hætti að dýrka kónga og drottningar fyrir hundruðum ára. Sá siðmenntaðasti losaði sig við kónga og drottningar þar að auki. Lið sem heldur "Þórudaga" tilheyrir ekki siðmenntuðum heimi.

x (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:20

2 identicon

En gangi öllum frambjóðendum vel og GUÐI SÉ LOF að Þóra vann ekki!

Persónudýrkun: NEI TAKK!

x (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:24

3 identicon

Ekki minnist ég þess að ég hafi verið nokkurtímann sammála Þorsteini Pálssyni fyrrum ráðherra og þingmanni,en það gerðist í gærkvöldi að ég varð sammála honum.

Þorsteinn Pálsson var í viðtali í kosningasjónvarpi R Ú V og sagði eftirfarandi:::::að honum fyndist sem framboð Þóru væri sett saman á aulýsingastofu og hannað þar:::: Þarna er ég sammála honum.

Númi (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:43

4 identicon

Staðreyndin er sú að Samfylkingunni er stjórnað af klækjarefum á bak við tjöldin.

Það mun sjást í næstu alþingiskosningum þegar dótturflokkum verður teflt fram til að tryggja trojuhest ESB í stjórn landsins.

Vonandi lætur þjóðin ekki blekkja sig.

R (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband