Sunnudagur, 1. júlí 2012
Fullveldisflokkurinn sterkasta stjórnmálaaflið
Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu var rauður þráður í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar. Breiðfylking kjósenda úr öllum kimum samfélagsins tók undir boðskap forsetans um fullvalda Ísland með forræði eigin mála.
Fullveldisflokkurinn á sér ekki stjórnmálasamtök. Fyrir liggur að Framsóknarflokkurinn stendur fullveldisflokknum nær en Sjálfstæðisflokkurinn sem hýsir veiklundaða Laumu-ESBsinna á æðstu stöðum. Samfylkingardeild flokksins gekk í lið með Þóru-framboðinu.
Vinstriflokkarnir guldu afhroð í þessum kosningum og sést það hvað skýrast á eymdarlegum tilburðum forkólfanna að gera lítið í sigri Ólafs Ragnars.
Eftir níu mánuði eru alþingiskosningar. Fullveldisflokkurinn er klár í þann slag eftir prufukeyrsluna með Ólafi Ragnari.
Ólafur hlaut 52,78% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisvert að ÓRG hefur aldrei tekist að sannfæra meirihluta kjörbærra manna um eigið ágæti. Situr nú í umboði rétt ríflega helmings þeirra 7/10 sem nenntu á kjörstað. Hlutfallið var ívið hærra 2004 en náði samt ekki helmingi.
Á Íslandi tíðkast að minnihluti þjóðarinnar kjósi forseta fyrir meirihlutann. Það er svo margt skrítið á Íslandi...
BR (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:21
Til hamingju með nýjan forseta BR og allir aðrir.
Það þarf ekki lengra en til Brussel þar sem tíðkast að "engin" kjósi forseta Evrópusambandsins eða hvað svo sem titillin er á honum Barroso eða Rumpoy..
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:35
BR. Þar sem fimm frambjóðendur bjóða sig gegn honum hlýtur þetta að teljast afgerandi niðurstaða. Þeir sem geta ekki kosið á milli fimm frambjóðenda með misjafnar áherslur, teljast bara ekkert með.
Benni (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:47
Hefur ÓRG einhvern tímann verið eitthvað annað en eins manns flokksdeild Möðruvallahreyfingar Framsóknarflokksins? Þeirra sem dáðu Jónas frá Hriflu, þann er reit Íslandssögu handa börnum (þar sem öllum Dönum var lýst sem skúrkum) og heilaþvoði með því nokkrar kynslóðir - að Páli Vilhjálmssyni meðtöldum? Þess sem nú boðar "Fullveldisflokk" í nýnasískum stíl...
BR (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:51
Flottur er pistillinn, Páll, hárrétt mat mála.
Vesalings nafnlausi BR kemst ekki yfir ósigur eigin stórnmálaafla án þess að opinbera fáránleik eigin viðhorfs og klína eins og hver annar kjáni nazistastimpli á heilbrigða þjóðernishyggju þjóðarinnar. Hennar þjóðernisstefna er jafn-saklaus og Guðna Ágústssonar og snýst um samstöðu með okkar sjálfstæða lýðveldi og sjálfstraust og stolt yfir fullveldi okkar, því hinu sama sem færði okkur útvíkkun landhelginnar úr 3 í 5 mílur, úr 4 í 12, úr 12 í 50 og úr 50 í 200. Án fullveldisins hefði þetta ekki verið unnt, og allan tímann frá því um 1960-70 hefðu Bretar, Þjóðverjar o.fl. þjóðir haldið áfram að ausa upp fiski á landgrunni okkar. En þessu nær ekki grunnhyggni BR, sem er sennilega einn af þeim sem vilja fela ráðherraráði Evrópusambandsins æðsta löggjafarvald yfir sjávarútvegsmálum hér, en þar ráða gömlu nýlenduveldin langmestu atkvæðavægi, og Ísland ætti í mesta lagi kost á 0,06% atkvæðavægi og færi minnkandi !
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 11:35
úr 3 í 4 !
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 11:36
BR - Ert þú flugumaður Samfylkingar-kratanna - þið þekkist úr á málflutningnum - þið verðið að breyta um spólu ef þið ætlið ykkur að virka sem flugumenn.
Benedikta E, 1.7.2012 kl. 12:53
Góð Benedikta
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 13:09
Nei, Benedikta, ég er ekki Samfylkingarmaður. Og þú verður að sjálf að skipta um spólu. Heimurinn er ekki jafn svart-hvítur og þú, Páll og Jón Valur haldið.
BR (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 13:46
BR, heimurinn er ekki bara með "all shades of grey", auk svarts og hvíts, heldur alls konar fallega liti að auki. NAFTA heitir t.d. fríverzlunarsamband Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó (North American Free Trade Agreement) og gerir ekki minnstu kröfu til fullveldisafsals þátttökuríkjanna, ólíkt ágjörnu Evrópusambandinu. Við ættum að horfa til NAFTA, sækja þar um aðild (ekki innlimun eins og í hinu tilvikinu), til að vera ekki svona háð þessum gömlu nýlenduveldum í Norðurálfunni, þeim sem ágirnzt hafa og ágirnast enn fiskimið okkar og aðrar auðlindir.
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 14:40
Fullveldisflokkurinn á sér ekki stjórnmálasamtök.
Sem betur fer er þetta einfaldlega rangt hjá síðuhaldara.
Samtök Fullveldissinna voru stofnuð í maí 2009, og eru því elst þeirra nýju stjórnmálasamtaka sem stofnuð hafa verið frá síðustu kosningum. Samtökin eru skráð í fyrirtækjaskrá sem sem slík og hafa frá upphafi yppfyllt öll skilyrði sem sett eru um fjármál stjórnmálasamtaka (ólíkt hinum sem hér eru nefnd).
Fyrir liggur að Framsóknarflokkurinn stendur fullveldisflokknum nær en SjálfstæðisflokkurinnFyrir liggur að Samtök Fullveldissina standa sjálfum sér nær en nokkur annar flokkur hvort sem það er Framsóknar- eða Sjálfstæðis- eða hvað það nú er.
Eftir níu mánuði eru alþingiskosningar. Fullveldisflokkurinn er klár í þann slag eftir prufukeyrsluna með Ólafi Ragnari.Samtök Fullveldissinna fæddust klár og hafa frá byrjun verið á undan sinni samtíð. Þau munu einnig verða það að níu mánuðum liðnum, sem er jafnframt mjög hæfilegur meðgöngutími.
Samtökinn þurfa ekkert að sýna neitt eða sanna, heldur hafa nú þegar gert það með því að hafa knúið fram einhvern merkilegasta kosningasigur lýðveldissögunnar, og það án þess að vera einu sinni sjálf í framboði! Er þá auðvitað átt við kosningar um ríkisábyrgð vegna IceSave-III í fyrra sem efnt var til í kjölfar undirskriftasöfnunar samtakanna í samstarfi við fullveldissinnaða flóttamenn úr öðrum flokkum, sem máttu þola svik sinna forystumanna við flokka sína og málstaðinn.
Heimasíða samtakanna er á veffanginu www.fullvalda.is og þar er meðal annars að finna ítarlega stefnuskrá, en hérna er merki samtakanna sem vel að merkja er heimatilbúið í algjöru samræmi við fullveldisstefnuna:
Sko. Ég lagaði þetta fyrir þig Páll! :)
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 17:18
Guðmundur er djarfur að eigna Samtökum fullveldissinna heiðurinn af undirskriftasöfnun vegna Icesave-III. Þar var um fleiri að ræða en þau samtök, þ. a m. Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave og Samstöðu þjóðar gegn Icesave, um 30-40 manna hóp, sem formlega stóð að undirskriftasöfnuninni, en Guðmundur var þar vissulega mjög virkur, sem og Axel Þór Kolbeinsson úr sömu samtökum og hann. Meirihluti fólksins í Samstöðu þjóðar gegn Icesave var þó ekki úr samtökum þeirra. Því miður virðast þau fámenn, en mættu verða mun öflugri.
Svo eru fleiri fullveldissinnaðir en Samtök fullveldissinna. Til viðbótar má nefna Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland, sem eru með vefsíðuna fullveldi.blog.is/a> hér á Moggabloggi, en eru ekki og verða aldrei stjórnmálaflokkur.
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 17:49
Rétt Jón Valur. Enda var ekki tilgangurinn sá að eigna samtökunum allan heiður af því sem tókst, og hefði líklega ekki tekist, nema með aðstöð frá mörgu góðu fólki allsstaðar frá sem allir mega vera stoltir. Heldur var meining mín aðeins sú að svara fullyrðingu síðuhöfundar um að svona samtök væru ekki til. Þar sem ég á sjálfur aðild að slíkum samtökum nefni ég þau vitanlega til sögunnar í þessu skyni en ekki til þess að það sé á kostnað annara samtaka. M.b.kv.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 19:35
Jón Valur, vegna þess sem þú segir um fámenni í samtökum vorum, langar mig að benda á nokkuð í mestu vinsemd. Eins og þú sjálfur tekur undir mættu vera fleiri undir merki samtakanna, en þá má líta til þess að við eigum bandamenn víða og erum rétt eins og í Icesave málinu mikið fyrir samvinnu ólíkra aðila. Stjórnmálaflokkur og ekki sé talað um pólitíska hugmyndafræði, er svo miklu miklu meira en bara félagaskrá einhverrarr kennitölu sem skráð er fyrir heimasíðu og hefur búið sér til flott lógó. Svo dæmi sé tekið þá er inni á Alþingi þingflokkur þriggja einstaklinga sem hefur ekki einu sinni félagaskrá á bak við sig og er þá væntanlega augljóst til hvers ég ar að vísa sem er sú hugmyndafræði Hreyfingarinnar að vera opinn vettvangur sem er óbundin af formlegri félagaskráningu og öðrum girðingum fyrir beinu lýðræði.
Vissulega væri gaman að sjá þúsundir landsmanna yfirgefa stöðnuðu fjórflokkana og flykkjast, til dæmis í þau samtök sem ég á aðild að. En ég er ekki endilega sannfærður um að það væri heldur af hinu góða. Þannig væri hætta á að í stað gamalla yfirgnæfandi valdablokka mynduðust bara nýjar sem væru líka allt of stórar, en ég myndi miklu frekar vilja sjá rísa upp mikinn fjölda fjölbreyttra valkosta sem hver um sig væru af hóflegri stærð. Hver og einn gæti þá aldrei risið til valda nema í samstarfi með og þá undir aðhaldi frá öðrum aðilum í samkeppni. Mikið af þessu leysist svo með persónukjöri sem útrýmir þörf fyrir flokka.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2012 kl. 19:51
Athyglivert Guðmundur ég ætla að kynna mér þetta betur. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.