Sunnudagur, 1. júlí 2012
Sjálfstæðisflokkurinn, samfylkingardeildin og Þóru-framboð
Samfylkingin og samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins töpuðu stórt í forsetakosningunum. Um Samfylkinguna sjálfa þarf ekki að hafa mörg orð; Þóra var smurður og vígður frambjóðandi innsta hrings samfóista.
Aftur á móti vita ekki allir að samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins studdi Þóru leynt og ljóst. Nýríku nonnarnir í Högum lögðu fé í framboðið og eiginkonurnar ,,frontuðu."
ESB-laumufélagarnir, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og handlangari hans og sjóðs 9 hjá sálugum Glitni, Illugi Gunnarsson þingmaður, eru sterklega grunaðir um Þóru-stuðning. Þeir félagar lyftu ekki litla fingri til stuðnings fullveldisframboði Ólafs Ragnars.
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sat á girðingunni með gaddana upp í rassgatinu á meðan ungir sjálfstæðismenn fögnuðu sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins kaus Ólaf Ragnar.
Er ekki komin tími til að aumingjavæðingu Sjálfstæðisflokksins linni og tímabært að svæla út laumu ESB-sinna flokksins og senda til Samfylkingar?
Heildarmyndin breytist lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt Páll. það þarf að svæla laumufarþega ESB sinna úr Sjálfstæðisflokknum.Bjarni Ben er ekki maðurinn til gera slíkt,hann virðist vera vesæll Pólutíkus..
Vilhjálmur Stefánsson, 1.7.2012 kl. 01:38
Ég held alltaf að eitthverjir hagsmunir trufli fólk sem stendur ekki með fullveldi Íslands heilshugar. Ég spyr hvaða ávinningur er í því að ganga í Esb. Með kosninga-Ruv. í eyranu,bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2012 kl. 02:05
Bjarni Benediktsson mun áfram, já áfram glíma við vafningsmálin,
sem munu verða honum áfram að hertari snöru um háls, já áfram.
Vafningssnaran og ESB taglhnýtingur við Jóhönnu Sig. og Steingrím Sig.
mun leiða til falls Bjarna Ben.. Jóhönnu og Steingríms bíður heilmikil sjóvá.
Það mun ekki blása byrlega fyrir þeim. Þau þrjú munu öll hverfa.
Sýnist það verða fyrri part vetrar. Þá verður mjög þung undiralda.
Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:25
Ætli kjósendur í forvali Sjálfstæðisflokks hafi ekki einmitt þetta í huga, þegar valið verður á næstu lista.
Hitt er svo, að mjög erfitt verður að treysta Sjálfstæðisflokknum með Bjarna Ben í forystu. Á "eðlilegum" og rólegri tímum, gæti hann svo sem verið óumdeildur og setið á friðarstóli, enda virðist ekki vera mikið skap í honum, en á umbrotatímum þarf skörunga.
Bjarni hefur nokkra mánuði til að sýna að hann sé skörungur, innan við sósíaldemókratísk jakkaföt.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:27
Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast þegar ég vissi með 43% fylgi þrátt fyrir núverandi forystu. Væri allt eðlilegt, ætti móðurflokkur íslenzkra stjórnmála að mælast með amk 60% fylgi. Það er máttlausri og ótrúverðugri forystusveit að þakka að svo er ekki
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:40
Bjarni Ben er einn af þeim, Vilhjálmur, og mun varla stoppa hina. Efast um að hann skipti um jakkaföt, Hilmar, hann hefur verið of lengi klæddur eins og Jóhanna.
Mér fannst leiðinlegt að hlusta á hvað sumir sem mættu í RUV í kvöld rangtúlkuðu Ólaf. Sagnfræðingurinn, man ekki hvað hann heitir, mistúlkaði orð Ólafs um hvað hann gæti orðið lengi í embætti, ekkert nýtt að vísu, og sagði hann nota óvissu eins og engin óvissa ríkti.
Elle_, 1.7.2012 kl. 02:51
Það er komið smá fútt í þig. Lýst vel á þetta.
KP (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 02:52
Fátt fer verr í taugar sannra sjálfstæðismanna,
en að Bjarni Ben. sé taglhnýtingur Jóhönnu Sig. og Steingríms Sig.
Sannir sjálfstæðismenn munu ekki kjósa ESB taglhnýting helferðarinnar.
Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 03:06
Með Bjarna ESBen., sem gungulegan formann, mun D
að hámarki fá 34% fylgi á kjördag. Það sé ég mjög skýrt.
Hann er fulltrúi eigin sérhagsmunaklíka kommiseranna.
Hann hefur ítrekað gengið gegn landsfundarsamþykktum og virt þær að vettugi.
Hann gengur ekki í takt við vilja meirihluta sjálfstæðismanna.
Honum er ekki treystandi. Það er löngu orðið skýrt fyrir hvað hann stendur
og fyrir það mun hann falla.
Sjáandinn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 03:14
Gaman að þessu! :)
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 08:48
„tímabært að svæla út laumu ESB-sinna flokksins og senda til Samfylkingar?“ Þú ert semsagt andstæður skoðanamismun um málefni innan flokka. Þetta er í anda Leníns og Hitlers. Það er eins gott að þú og þínir skoðanabræður eru jaðarhópur með þessa tendensa.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.7.2012 kl. 11:22
Þessa færslu má ramma inn og senda upp í Valhöll. Það er ekki hægt að komast endalaust áfram með afstöðuleysi.
Anna María (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:02
Góður punktur hjá Hjálmari um skoðanamismun innan flokka en ég sé ekki að neinir ´skoðanabræður´ að ofan séu að segja að það megi ekki vera skoðanamismunur, Hjálmtýr. Það er verið að brjóta landsfundarsamþykktir flokks og það er hinn svokallaði formaður sem það gerir, í anda Steingríms og VG.
Veist þú annars ekki að það má bara hafa 1 skoðun í flokki Jóhönnu og það er skoðun Jóhönnu? Samt hefur mér sýnst þú styðja þann flokk í ólýðræðislegri og yfirgangslegri fullveldisafsalsstefnu þvert gegn vilja ríkisborgara landsins.
Elle_, 1.7.2012 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.