Laugardagur, 30. júní 2012
RÚV: ógildar forsetakosningar
RÚV leggur drög að áróðri um ógildingu forsetakosninganna með frétt í Sjónvarpinu um að fötluð kona hafi fengið óeðlilega aðstoða á kjörstað.
Er ekki fulllangt gengið í þjónkun við samfylkingarframboðið?
Um 40% kjörsókn í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru mikil átök framundan ef þessar kosningar verða ógildar.
Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 19:51
paranoja náhirðarbloggar nær nýjum hæðum.
Óskar, 30.6.2012 kl. 19:59
Sæll.
Í stuttu máli nei, þessu fólki á RUV virðist fátt heilagt. Ekki ertu búinn að gleyma framgöngu þeirra varðandi Icesave?
Ég vona að menn á RÚV verði látnir axla ábyrgð á því virða að vettugi hlutleysislögin - helst í kippum. Þá spörum við líka pening.
Helgi (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 20:02
Sitjandi stjórn hefur oft sýnt það í verki að henni er sama um lýðræðið. Hagsmunir stjórnarinnar eru æðri þjóðarhag.
Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 20:03
Vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur Páll.
En það væri svosem alveg eftir þeim að plotta sem svo en þá væri gaman að vita hver gaf leyfið því það er allavega einn í yfirkjörstjórn Garðabæjar sem var á lista Samfylkingarinnar 2010 en ég á nú frekar von á því að þarna hafi almenn virðing og common sense ráðið för og menn sjái í gegnum fingur sér að ein kona hafi ekki farið eftir ýtrustu reglum því auðvitað ætti þetta ekki að hafa úrslitaáhrif á niðurstöðu kosningana en þar fyrir utan er RUV að mínu mati komin á ystu nöf hvað varðar hlutdrægni í þessum kosningum en þær voru áberandi allar þessar hljóðtruflanir sem voru bara hjá Ólafi í viðtalinu í þættinum Baráttan um Bessastaði.
En nú er bara að horfa fram á veginn með bjartsýni að vopni og vona að hagur Íslands fari ört vaxandi enda stutt til næstu kosninga.
Friðrik Már , 30.6.2012 kl. 20:28
Freyja fékk fullkomlega eðlilega aðstoð. Það er hún sem greiðir atkvæði og það er hennar að ákveða hvejum hún treystir fyrir því að merkja við val sitt á kjörseðlinum. Þetta eru sjálfsögð mannr+éttindi og forræðishyggja sósíalista hefur ekkert með það að gera. Er kannski kominn tími til að reisa guillotine á Austuvelli, eins og ert var í París 1789? Ísland verður að losna undan því sovézka stjórnarfari sem samfylking og vinstrigrænir dýrka.
Kristján Þorgeir Magnússon, 30.6.2012 kl. 20:29
Ég hef áhyggjur af því að einhver reyni að nota þetta til að ógilda kosningarnar. Ég er hinsvegar á móti því.
Ég er líka fylgjandi því að kosningareglum verði breytt svo að fatlaði geti valið sér fylgdarmann í kjörklefann. Það verður hinsvegar að breyta reglunum fyrst í stað þess að brjóta þær í miðri kosningu.
Hallgeir Ellýjarson, 30.6.2012 kl. 22:19
Hvers vegna kemur Páll Vilhjálmsson aldrei á óvart ?
JR (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 01:25
Páll ertu ekki að grínast? Þetta er spurning um mannréttindi Freyju Haraldsdóttur, ekki "þjónkun við samfylkingarframboðið". Svosem ekki skrítið að þú þurfir að túlka þetta þannig...
Nú ákvað Ástþór Magnússon líka að kæra kosninguna, gaman að sjá hvað kemur út úr því... en eflaust er það eitthvað samfylkingartengt eins og allt annað...
Skúli (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:57
Skúli, Páll er ekki að skrifa um eða gegn mannréttindum Freyju heldur þjónkun RÚV við Samfylkinguna. RÚV virtist til í að espa upp umræðu um að kosninguna eigi að ógilda vegna aðstoðarkonu Freyju.
Sólbjörg, 1.7.2012 kl. 20:19
Er RÚV að gera það? Er RÚV ekki bara að benda á galla í kosningunum eða réttara sagt misræmi í löggjöfinni sem getur orðið til þess að þær verði kærðar?
Skúli (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 22:18
Það er auðvitað matsatriði Skúli túlkun okkar á fréttaflutning RÚV, þín ábending er alveg eins rétt og sú sem ég tel að liggi að baki frétt RÚV. En eftir stendur að held ég að við öll á þessari síðu styðjum heilshugar mannréttindi fatlaðra.
Sólbjörg, 2.7.2012 kl. 23:34
Jújú, það passar held ég:)
Skúli (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.