Fimmtudagur, 28. júní 2012
Meiri umræða skilar Ólafi Ragnari auknu fylgi
Umræðan skýrir og skerpir málefni og frambjóðendur sem þjóðin tekur afstöðu til eftir tvo daga. Öll teikn eru á lofti um það að Ólafur Ragnar hafa stóraukið fylgi sitt eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um hvað er í húfi.
Ólafur Ragnar skilgreindi stöðu sína í Icesave-málinu. Hann hefur talað kjark í þjóðina eftir hrun og verið einarður talsmaður íslenskra hagsmuna a erlendum vettvangi.
Þjóðin veit hvar hún hefur Ólaf Ragnar og lítur til hans sem kjölfestu í pólitískum ólgusjó þar sem gerræðisleg stjórnvöld og úrræðalaus stjórnarandstaða draga stjórnmálin niður í svaðið.
Afgerandi forysta Ólafs Ragnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður áhugavert að fylgjast með mæringum ykkar á þessari " pólitísku kjölfestu " fari svo að Kamelljónið nái kjöri og hrunflokkurinn ykkar komist aftur að kjötkötlunum.
Og þá ekki síður að sjá hvernig viðbrögð þjóðarinnar verða þegar á fer að reyna.
hilmar jónsson, 28.6.2012 kl. 22:47
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna, og þá sérstaklega hönnuði framboðsins.
Eftir stendur, að Þóra fær ESB fylgið, og ekkert meira. Við getum mælt raunverulegt fylgi við innlimun landsins á sunnudaginn. Mín spá er 26-28% fylgi.
Þjóðin lét áróðursmeistara Samfylkingar hafa áhrif á sig í Icesave kosningunum, og köpuryrðin, níðið og lygin féll í grýttan jarðveg. Nákvæmlega það sama er uppi á teningnum nú. Bituleikin sem hefur lýst af Samfylkingarfólkinu síðustu daga, og sífellt grófari aðdróttanir að Ólafi, og þeim sem gátu hugsað sér að kjósa hann, er að skila þessu í hús.
Kannski að Samfylkingin láti sér að kenningu verða, og fer að iðka heiðarlega umræðu, án svívirðinga, lyga og ómerkilegra aðdróttana.
Maður getur bara vonað.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 22:47
"Þjóðin lét áróðursmeistara Samfylkingar EKKI hafa áhrif á sig..."
Betra að hafa þetta rétt.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 22:48
Hilmar ég held að það sé borin von að þau skilji þetta. Þau eru föst í sínum hjólförum og hugsa ekkert lengra en það því miður. Það sýnir aðferðarfræði þeirra í þessum forsetakosningum. Þau héldu virkilega að bara það að skíta forsetann nógu mikið út myndi tryggja Þóru kjörið, plús allar auglýsingarnar og þóru þetta og Þóru hitt. En sennilega er þjóðin bara nokkuð raunsæ svona heilt yfir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 22:52
Já Ásthildur, þjóðin alveg feyki raunsæ og mun eflaust við fyrsta tækifæri kjósa aftur yfir sig klíku og hagsmunargæslusamtökin, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Raunsæi og skynsemi heilt yfir, eins langt og augað eygir....
hilmar jónsson, 28.6.2012 kl. 22:56
Þjóðin, svona á heildina, hefur plummað sig þokkalega síðasta mannsaldur eða svo. Við gerðum mistök í taugaveiklun eftirhrunsins og kusum yfir okkur vinstristjórn - þá fyrstu hreinu í lýðveldissögunni. Við gerum ekki aftur þau mistök.
Páll Vilhjálmsson, 28.6.2012 kl. 23:06
Það eru nú sem betur fer fleiri í framboði en Ólafur og Þóra.
Þetta eiga ekki að vera pólitískar áróðurskosningar, heldur lýðræðislegar forsetakosningar.
Leyfum ekki pólitískum áróðursfjölmiðlum að hafa áhrif á okkar hjartans sannfæringu, því þá erum við að kjósa frá okkur lýðræðið, sem er svo gífurlega mikils virði fyrir réttlætið. Lýðurinn (almenningur) veit miklu betur en pólitísku áróður-prófessorarnir í pólitískt reknu fjölmiðlunum.
Það er ekkert að marka skoðanakannanir pólitískra fjölmiðla. Munum það!
Kjósum þann sem okkur sjálfum finnst rétt að kjósa, þótt það atkvæði verði það eina sem viðkomandi fær. Okkar eigin sannfæring er það sem skiptir öllu máli og gildir í lýðræðislegum kosningum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.6.2012 kl. 23:08
Ásthildur, ég bind vonir við þð, að þetta sé ekki nauðaheimskt fólk. Þó srýtið sé, þá vona ég að þetta sé hroki og yfirlæti.
Hroka- og yfirlætisfullt fólk, getur tekið sig á, sérstaklega þegar það brotlendir ítrekað. Heimskuna lögum við ekki.
Þjóðir hafa merkilega rétt fyrir sér, svona oftast nær. Þær þurfa yfirleitt ekki uppbelgda hrokabelgi til að vísa sér þeirra leið. Þjóðir finna oftast þær réttu, hjálparlaust.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:17
Hilmar, ég s-t-ó-r-e-f-a-s-t þó við séum nú oftast sammála. Lygarar verða lygarar. Og vil að vísu að þau fari og komi aldrei aftur.
Já, þjóðir vita sínu viti. Það var ekki út í loftið sem lýðræði var sett í stjórnarskrána. Það voru menn sem skildu og vissu sínu viti og yrði ábyggilega óglatt ef þeir vissu um flokk Jóhönnu.
Elle_, 28.6.2012 kl. 23:57
Við sjáum til Elle.
Kannski verður hann nafni minn bljúgur og auðmjúkur á sunnudaginn.
Kannski verður hann bara jafn hrokafullur og ófyrirleitinn.
Kemur í ljós.
Óbreyttur heldur hann þá bara áfram að berja hausnum í steininn, og fær sinn reglulega pirringshöfuðverk.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 00:11
En það fór nú reyndar svo, að þjóðin sameinaðist.
Um að kjósa ekki Þóru.
Hún er því á sinn hátt, sameiningartákn þjóðarinnar.
Skemmtilegt, það var nefnilega það sem hún lagði upp með í upphafi.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 00:14
Af hverju lætur fólk eins og það séu Alþingiskosningar ?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 00:51
Hilmar Jónsson er andlýðræðislegur maður sem reynir að hindra fólk að kjósa eftir eigin samvisku með fasískri tveggja turna pólítík þeirri sem verður til í stríðsástandi, þegar í stað fjölbreyttra skoðana og mannlífs verður til aðeins "við" og "hinir", "góðu" versus "vondu" kallarnir, en svona sandkassapólítík hugnast smábarnalegu og vanþroskuðu fólki best. Þessi hræðsluáróður hans mun ekki skila árangri. Það eru til fjöldi Íslendinga með samvisku, sjálfstæði, þor og kraft sem munu fylgja eigin vilja og kjósa Herdísi, Andreu, nú eða Ara Trausta, vilji þau íhaldssaman forseta í anda þess sem Þóra þykist ætla að verða, en virðulegri og glæsilegri en hana. Þjóðin lætur ekki kúga sig, ekki nema aumingjar hennar á meðal, sem eru í minnihluta. Allir aðrir eru ónæmir fyrir svona fasískum áróðri, hvort sem hann kemur frá bloggurum eins og Hilmari, auðvalds mafíunni sem spilar með fjölmiðlana eða ríkisstjórninni og skósveinum hennar hlýðnu og þrælslunduðu á RÚV. Þetta er gáfuð þjóð sem sér í gegnum blekkingar og hræðsluáróður eins og þann sem Hilmar flytur.
Jónatan (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:05
Það er til marks um vitsmuni þjóðarinnar,hve hún stendur staðföst,gegn ,gerræðislegum stjórnvöldum,þrátt fyrir áróður apparats Ruv. og St2 . Það er til marks um skynsemi og umhyggju fyrir afkomendum sínum,sem flestir Íslendingar,kjósa Ólaf Ragnar Grímsson,sem forseta Íslands. Hver er/var betri málsvari á erlendri grundu,í Icesave ólögvörðu kröfunni.,þegar græðgisöflin sóttu gróflega að hinum almenna launamanni? Þjóðhöfðingi vor og yfirburðamaður í vörnum Íslands á erlendri grundu Ólafur Ragnar Grímsson. Ríkisstjórnin!??? Nei! Það er hún sem vill knésetja Ísland,færa það gömlum nýlenduþjóðum. Tryggjum lýðræðisríkð Ísland um ókomna framtíð,með því að kjósa,, Ólaf Ragnar Grímsson.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2012 kl. 01:05
Þjóðin, svona á heildina, hefur plummað sig þokkalega síðasta mannsaldur eða svo. Við gerðum mistök í taugaveiklun eftirhrunsins og kusum yfir okkur vinstristjórn - þá fyrstu hreinu í lýðveldissögunni. Við gerum ekki aftur þau mistök.
Segir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, núverandi leigupenni.
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:25
Er þetta taktík Samfylkingarmanna almennt. Reyna að hafa af "trúskiptingum" mannorðið með lygum og meinyrðum? Er það ekki ofsatrúarmanna taktík? Þekki góða og fína Samfylkingarmenn, en menn eins og Jóhann eru þeim til skammar.
l (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:31
"trúskiptingum"?
Sjáðu til hr. I, ég skal standa við það að Páll Vilhjálmsson hafi verið í forysty Samfylkingarmanna á Seltjarnarnesi. Svo kallað wannabí.
Þú mátt kalla hann "trúskipting" mín vegna, enda tek ég ekki minnsta mark á bjánum eins og þér.
Og þér að segja, I, þá kaus ég ekki samfylkinguna...
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:36
Já, og finnst þér glæpsamlegt maðurinn hafi verið í Samfylkingunni en sé það ekki lengur? Hugsarðu eins og hard core Wahabi múslimi og villt bara láta drepa menn fyrir að skipta um skoðun? Afhverju, fyrst þú ert ekki einu sinni Samfylkingarmaður? Og hvaða sannanir hefur þú fyrir að maðurinn sé "leigupenni". Dylgjur án sannanna kallast meiðyri og fyrir þær má lögsækja menn.
I (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:48
Það skiptir svo sem ekki öllu máli hvort Páll Vil hafi verið í Samfylkingunni (þó óneitanlega sé það mjög fyndið miðað við bloggin hans!). Ég vil hvorki Þóru né ÓRG en ég er nokkuð sammála Hilmari Jóns í #1 þar sem hann (og fleiri hafa gert, t.d. ýmsir af hægri vængnum) veltir fyrir sér hvernig það muni fara þegar xD og xB komast aftur til valda með núverandi forseta við völd. Það verður eflaust mjög áhugavert. En ég hvet alla að vera málefnalegir og sleppa uppnefnum og skítkasti.
Skúli (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:54
Já, og finnst þér glæpsamlegt maðurinn hafi verið í Samfylkingunni en sé það ekki lengur? Hugsarðu eins og hard core Wahabi múslimi og villt bara láta drepa menn fyrir að skipta um skoðun?
Þú ert augljóslega annað tveggja; bjáni eða á lyfjum.
---
En Páll Vilhjálmsson hefur aldeilis kúvent, blessaður fyrrum jafnaðarmaðurinn.
Ég spurði hann eitt sinn hvað hefði gert hann afhuga norrænu velferðarkerfi (sem er jú besta stjórnskipan heims, eins og allir nema bjánar eins og þú vita), þá svaraði hann því til að þar væri blæbrigðamunur milli landa.
En nú smyr hann væntanlega blæbrigðaríkri fitunni af afturhaldsseggjum á brauðið sitt.
Verði honum að góðu...
Jóhann (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 02:10
Hilmar Jónsson af hverju ert þú svona leiðinlegur við landa þína. Af hverju mega þeir ekki hafa aðra skoðun en þú.
Ert þú af guði útgerður til löggæslu um alla trú. Hver er sá rétttrúnaður sem þessr fornu guðir sögðu þér að boða? Hver er þinn guð?
Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2012 kl. 02:44
Ég er hardcore jafnaðarmaður, enda hálfur Svíi, kjósandi Olafs Palme og allt það. Ég lít ekki á Samfylkinguna sem jafnaðarmannaflokk, heldur sem hóp gerfi-vinstrimanna sem eru bara kapítalistar í þjónkun við auðvaldsöfl etc, þó einstaka villuráfandi alvöru jafnaðarmaður hafi slysast inn í þann flokk, og sé þar annað hvort vanmetinn og valdalaus, eða misnotaður og stírt af öðru fólki afþví hann er orðinn elliær og kraftlaus (eins og Jóhanna, sem var kona sem ég áður leit mjög upp til). Svo eru þarna pólítískar hórur falar fyrir fé eins og Össur og fleiri hans líkar einnig, og hafa þeir tekið völdin yfir þessum flokk og eyðilagt hann algerlega. Í dag er SF bara tvær hliðar sama flokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem eru í reynd sami flokkur, í eigu sömu eiganda, mataðir af sama fé. En ég virði skoðanir annarra og rétt manna til að skipta um skoðun. Þú aftur á móti Jóhann ert greinilega alvöru ofstækismaður sem virðir ekki rétt annarra á sínum skoðunum.
PS: Ég mun kjósa jafnaðarmanninn Ólaf Ragnar Grímsson.
I (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 03:41
Og dirfstu ekki að kalla þessa fasistaríkisstjórn "norræna velferðarstjórn". Það særir mitt sænska hjarta sem naut góðs af að alast upp í alvöru slíku kerfi. En ríkisstjórn Íslands er ekki "norræn velferðarstjórn" frekar en að þjóðernis-sósíalistinn svokallaði hann Hitler hafi verið neinn sósíalisti. Þarna erum við í báðum tilfellum að tala um að stela orðum frá öðrum og skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks hér á landi til áratuga var heldur engin hægristjórn, heldur fasísk vinstristjórn sem vanvirti frelsi manna til athafna, svo og eignarrétt þeirra og var hrein móðgun við alla sanna hægrimenn. Á Íslandi hafa allar pólítískar hugsjónir dáið og pólítískar hórur farið með völd, gerfi-vinstrimenn sem og gerfi-hægrimenn um áratuga bil. Hér er enginn Olaf Palme og verður aldrei, og heldur enginn alvöru gegnheill hægrimaður! Og skammist ykkar fyrir hræsni ykkar að þykjast að svo sé ekki!!!
I (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 03:45
Tek "verður ekki" til baka. Þýðir ekki að vera með svartsýni. En það vantar alvöru leiðtoga á þetta land, og við höfum ekki efni á neinum prjálembættismönnum til skrauts. Spurning að leggja forsetaembættið niður með tímanum. Það væri best. En þangað til þurfum við Ólaf Ragnar!
I (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 04:08
Valdssvið fjölmiðla og þeirra ábyrgð hefur sennilega aldrei verið skýrara en fyrir þessar kosningar. Umræðunni er bókstaflega stýrt af fjölmiðlum og árangur frambjóðenda eftir því. Fjölmiðlalögin hefðu ef til vill komið í veg fyrir það, en klækjarefurinn á Bessastöðum sá leiksviðið lengra fram í tímann, en flestir aðrir. Ömurlegt, nöturlegt, en samt svo Íslenskt.
Íslendingar eru af einhverskonar "sparkaðu í mig liggjandi....please, please, please" stofni og hefur verið svo frá árinu 1226. (Var ekki einhver leiðinda fundur þá í Kópavogi"give or take" 400 ár.)
Það sem fólk getur annars æst sig.
Dúdda mía.
Halldór Egill Guðnason, 29.6.2012 kl. 05:31
Mikið er ég sammála I að ofan. Jóhann, maður gat ekki vitað að flokkur sem kallaði sig jafnaðarmannaflokk væri eitt falsskrípi falt fyrir mútufé. Og ekki bara falt heldur viljugt að selja landið. Og þjóðina nánast í þrældóm. Það var ekkert eðlilegra en draga sig út úr slíku skrípi eftir að það varð ljóst enda sagði Páll það sjálfur opinberlega fyrir löngu að hann skammaðist sín ekki meira fyrir neitt en að hafa einu sinni stutt þann flokk. Voðalega finnst mér þú annars oft vera ranglætismegin.
Elle_, 29.6.2012 kl. 07:50
Sumir eru reknir fyrir að standa sig illa í vinnunni en stundum eru þeir bara látnir víkja vegna þess að rollukjötsátið í gegnum aldirnar hefur skilið eftir þá sannfæringu í mörgum Íslendingum að grasið sé betra hinu megin við girðinguna. Það er gott aðhald fyrir þingið að vita af forseta sem hefur það mikið sjálfstraust að hann þorir að vísa málum í þjóðaratkvæði eftir eigin sannfæringu.
Grímur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 09:08
Ja, Johann er sannur jafnadarmadur, ef tad hugtak tydir ad leggja allar gamlar skuldir og syndir fyrrum audmanna a almugan.
Tad verda allir jafn aumingjadir af tvi.
Svoleidis hefur Samfylking stjornad upp a sidkastid.
Stundum tarf innanbudarmann til ad skilja betur hvad gengur a innan sertruarsøfnuda.
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 10:02
Það er rétt sem Vilhjálmur segir hér kl. 23,06 að ótti, undrun, öryggisleysi og öskur lygamaskínunnar Steingríms olli taugaveiklun sem sköpuð var af rústa framleiðslu sveit Steingríms undir öruggri stjórn hans bestu skástífu á þeim tíma Álfheiðar Ingadóttur.
Mestu óþurftar framleiðslu sveitar sem til hefur orðið og stefnt á austurvöll er dollubankara liðið hennar hátignar Álfheiðar Ingadóttur. Réttur hvers manns er að berja dollu, en þar með er fyrir borð borin réttur hins skinsama hljóðláta mans til að segja skoðun sína.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2012 kl. 10:31
takk fyrir að hafa !opið " kommentakerfi fyrir mig.
Það er ekki hægt að ætlast til "umræðu" ef maður/kona er útilokuð frá kommentum eins og ég er (ein stolt) frá Vilhjálmi V i köben og jóni Vali til dæmi
Ólafur Ragnar Grímsson er okkar verðugasti forsetaframbjóðandi 4
Þrátt fyrir marga atsóknina að Ólafi Ragnari er hann maðurinn sem nýtur almenns trauss (
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.6.2012 kl. 00:19
Ég get ekki kommenntað á þeirra kerfi og hef ekki getað í sirka 3 ár!
Er ekki að syrgja það, en vil benda lesundum á að umræðan hér á moggablogginu er verulega skökk, svo ekki sé meira sagt!
Takk Páll og góða helgi
Anna
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.6.2012 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.