Fimmtudagur, 28. júní 2012
Gjaldþrot, hagvöxtur og heiladauð stjórnmál
Stjórnmál á Íslandi geta ekki útskýrt samhengi gjaldþrota eftir hrun við hagvöxt og lágt atvinnuleysi. Ríkisstjórnin getur svo sannarlega ekki haldið þræðinum. Jóhönnustjórnin boðar enn það bjargráð að aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi að bjarga okkur eftir hrun.
Halló, efnahagslega er hrunið fjarlæg fortíð. Atvinnulífið keyrir nánast á fullum dampi. Hvaða skýringu kann Jóhönnustjórnin á því? Enga, enda heldur hún áfram að naga þröskuldinn á brunarústinni í Brussel.
Stjórnarandstaðan hefur átt fullt í fangi með að verja þjóðina gerræði ríkisstjórnarinnar og ekki átt aflögu þrek til að búa til pólitík sem rímar við efnahagslegan veruleika okkar. Allt stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn bjóði ekki upp annað en skattalækkanir í stíl við 2007. Framsóknarflokkurinn gæti orðið senuþjófur í haust og komið með pólitík sem skilaði flokknum árangri í næstu þingkosningum. Það má vona.
4.739 fyrirtæki gjaldþrota frá hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar hún hefur lokið við þröskuldinn,hendir hún restinni af gullforða okkar inn fyrir!! Minnir svolítið á Gullnahliðið,með öfugum formerkjum.
Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2012 kl. 14:37
Sæll.
Það er svolítið merkilegt að heyra hve illa þér virðist vera við skattalækkanir. Þær koma vandræðum okkar ekkert við og þær tengjast hruninu ekkert.
Hefur þú aldrei velt því fyrir þér hvaðan peningarnir sem bankar hér og annars staðar lánuðu út um alla koppa og grundir? Af hverju var allt í einu hægt að lána nánast öllum á lágum vöxtum? Var það vegna skattalækkana? Nei!! Hugsaðu málið aðeins, það sem þú ert að ýja að varðandi skatta gengur einfaldlega ekki upp. Hvaðan komu allir þessir peningar? Hefur þú aldrei spurt þig þeirrar spurningar? Slóðin endar öll á einum stað :-)
Hagsagan geymir mörg dæmi um skaðsemi hárra skatta og svolítið merkilegt að fólk skuli almennt ekki þekkja þau.
Atvinnulífið keyrir ekki á fullum dampi vegna opinberra afskipta og hárra opinberra gjalda. Hefur þú ekki lesið hvað Vinnslustöðin neyddist til að gera vegna hærri opinberra gjalda (veiðigjaldið). Gott dæmi um skaðsemi opinberra gjalda og afskipta.
Helgi (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 15:29
Lokið við þröskuldinn Helga? Og ég er nokkuð sammála Helga um skattana. Þessi ICESAVE-man og skattman úr stáli er ekki lengur sniðugur vægt sagt.
Elle_, 28.6.2012 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.