Íslandi laumað inn í ESB

Innrætingarferðir, styrkir til fjársveltra stofnana, aðlögun að regluverki ESB og síðast en ekki síst leynimakk í viðræðum við Brusselvaldið einkennir vinnu Össurar utanríkis og kumpána hans við að lauma Íslandi inn í Evrópusambandið. 

Björn Bjarnason skrifar um aðferðafræðina og nefnir tvö dæmi.

Hið fyrra er að hinn 2. apríl 2012. Franz Cermak frá stækkunardeild ESB sat fund í Reykjavík undir stjórn Timos Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Cermak skýrði frá því að íslensk stjórnvöld hefðu þegar skilað ESB drögum að viðbrögðum sínum við skilyrðum ESB fyrir að opna viðræður um landbúnaðarkaflann. Þessi drög höfðu ekki verið kynnt samningshópi um landbúnaðarmál og var það ekki gert fyrr en 7. maí

Hið síðara er frá 22. júní 2012. Þá skýrði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra frá því á ríkjaráðstefnu í Brussel að samningsafstaða Íslands hefði verið mótuð. Hann iðaði í skinninu eftir að fá að máta hana við að minnsta kosti umgjörð ESB-afstöðunnar. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, og Kolbeinn Árnason, formaður samningshóps í sjávarútvegsmálum, staðfestu í samtölum við Morgunblaðið sem birtust laugardaginn 23. júní að innan stjórnarráðsins hefðu menn unnið að því að semja samningsmarkmiðin í sjávarútvegsmálum.

Flest bendir til að pólitíska umboðið til að hefja þessa mátun á samningsmarkmiðum Íslands í Brussel hafi fengist eftir að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hitti framkvæmdastjórnarmenn ESB í Brussel 25. janúar 2012. Sé unnið á þennan hátt innan stjórnarráðsins án vitundar og vilja ráðherra viðkomandi málaflokka eru stjórnarhættir undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur enn rotnari en áður var vitað.

Rotnir stjórnarhættir í stjónarráði Samfylkingar og Vinstri grænna verða ekki undirstaðan að nýja Íslandi.  

 


mbl.is Aukin miðstýring í fjármálum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burtu með þetta lið ekki seinna en strax, og nú á að fá Þóru að borðinu til að reka endahnútinn endanlega á þetta allt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 13:35

2 identicon

Lykillinn er að hafa manneskju á Bessastöðum, sem gerir ekki athugasemdir við lagasetningar sem eiga að færa Ísland "slice by slice" inn í ESB.

Lokapunkturinn á svo að vera, þegar haldin verður "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB, niðurstöðurnar verða svo "túlkaðar" af Samfylkingu og Vg.

Eini gallinn á planinu er sá, að það þarf nýjar alþingiskosningar áður en stjórnarskrárbreytingar verða samþykktar. Þá er komið að núverandi stjórnarandstöðuflokkum. Treystir því nokkur maður, að þeir verði ekki keyptir?

Hvað kostaði skyndilegur viðsnúningur hjá hinum harða ESB andstöðuflokki Vg?

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn þurfa að svíkja jafn mikið,.

Þá er nú gott að hafa forseta á Bessastöðum, sem gætir þess að engin vafasöm lög fari í gegnum tvö þing.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 13:54

3 identicon

Það er rétt Hilmar,

Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Samfylkingu og VG er ekki treystandi.

Valdakerfisflokkar sem deila og drottna og svíkja ítrekað loforð sín.

Ferfaldir eru þeir allir í sendiherraráðningum og bakklórum.

Litilsigldar eru pútur fjórflokksins, allar ferðagraðar á kostnað almennings;

Bjarni Ben., Sigmundur, Jóhanna og Steingrímur.  Hver treystir þeim?

Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 14:54

4 identicon

Út með rotinn fjórflokkinn.

Virkjum öryggisventilinn,

virkjum lýðræðið.

Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 15:28

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

er engin leið að stoppa þessi LANDRÁÐ- ÞAÐ ER VERIÐ AÐ FARA BAK VIÐ ALMENNING- VIÐ FÁUM  EKKERT FRÁ EVRÓPU- EN EVRÓPU VERÐA FÆRÐ AUÐÆVI ÍSLANDS Á SILFURFATI OG SVO FALLA ÞEIR FRAM OG KYSSA SKÓNA ÞEIRRA STJÓRNARGARPARNIR SEM FÆRI ARF OKKAR ÚR LANDI.

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.6.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband