Þriðjudagur, 26. júní 2012
Egill og Hannes ræða Þóru
Egill Helgason vekur athygli á því að Þóra Arnórsdóttir er ekki í þjóðkirkjunni og spyr hvort það ætti að skipta máli. Hannes Hólmsteinn Gissurarson telur Þóru ekki trúverðugan málsvara Íslands á alþjóðlegum vettvangi.
Innvígðir samfylkingarmenn standa enn þétt að baki Þóru.
En ekkert voðalega margir aðrir.
Athugasemdir
Menn "vígjast" ekki inn í stjórnmálaflokka og áróðursapparöt, heldur einungis það sem er andstæða slíks. Hættið að henda gaman að helgum orðum. Það leiðir bara í villu.
Innvígður (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 09:23
Svínbeygðir þá?
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 09:44
Eigum við að ræða Möðruvallar ævintýri Ólafs Ragnars...??
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 11:03
Er Ólafur Ragnar í þjóðkirkjunni?
Kjör Þóru Arnórsdóttur myndi vekja meiri athygli á alþjóðavettvangi en endurkjör hins yfirlætisfulla Ólafs Ragnars, sem kvæntist lesblindu demantadrottningunni.
Um slík einkamál er þó ástæðulaust að fást fyrir þjóð sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í slíkum efnum. Það er hins vegar umhugsunarefni hvernig hægt var að véla hrekklausa sómakonu, sem kemst ekki með tærnar þar sem Ólafur Ragnar er með hælana, þegar litið er til aldurs og reynslu, í forsetaframboð.
Hverjir bera eiginlega ábyrgð á þessari vitleysu? Hverjum var greiðinn gerður?
Gústaf Níelsson, 27.6.2012 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.