Jón Gnarr, Þóra og fingurinn

Jón Gnarr var hönnuð og stílfærð uppákoma þar sem pólitík kom hvergi við sögu. Uppákoman tókst vegna þess að almenningur vildi sýna stjórnmálunum fingurinn. Þóruframboðið reynir sömu útfærsluna; engin pólitík og bara glassúr eins og Þórudagur og Þóruþetta og hitt.

Þóruframboðið smyr þykkt með dýrri auglýsingaherferð en árangurinn lætur á sér standa.

Á laugardag kemur í ljós hverjum verður sýndur fingurinn.

 


mbl.is Framlög í kosningasjóð Þóru 11,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við elskum öll Þóru, sem manneskju

og aldrei mun ég, strigakjafturinn, sýna henni fingurinn, barasta alls ekki.

En við verðum að eiga öryggisventil gegn vanhæfu þingi og vanhæfri ríkisstjórn.

Um það snýst allt heila málið.  Ekkert fokkin fokk Icesave og ESB.

Við viljum almennilegan öryggisventil gegn spilltri stjórnsýslunni,

sem þiggur mútufé frá Brussel.  Mas. sveitastjórnarmenn í haugum.

Virkjum öryggisventilinn.

Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 20:22

2 identicon

Það sem ég vildi vita, er hvort það verður framhald á þessum Þórudegi, ef auglýsingaplaggatið vinnur kosningarnar?

Eigum við von á því, að þessi dagur verði í framtíðinni hátíðisdagur?

Getur maður reiknað með því, að það verði til s.k. Þóruhelgi, svona eins og hvítasunnuhelgi?

Verða spurningar eins og "hvað ætlar þú að gera um Þóruhelgina" algengar í framtíðinni?

Verður bannað að hafa verslanir opnar á sjálfan Þórudaginn, og almennur frídagur á öðrum í Þóru?

Starfar þetta Þóruráð áfram, og verður með svipuðu móti og kirkjuráð?

Verða sett lög um Þórulast, eins og guðlast?

Ég meina, það má ekki anda á Þóru, án þess að Þórutrúaðir tjúllist.

Svo margar spurningar, og svo lítill tími fyrir kosningar til að fá þeim svarað. Vonast til, að einhver úr beiskjuliðinu sjá sér fært að svara.

Þetta skiptir máli, það vilja allir fleiri frídaga.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 21:13

3 Smámynd: Elle_

Of mikil persónudýrkun í þessu Þóru-fári.  Og fyrir hvað?  Ekki var Þóra sterkur fréttamaður í RUV.  Ekki gagnrýndi Þóra ICESAVE nauðungina frekar en RUV fréttamenn yfirleitt (þó Sigmundur hafi verið gagnrýninn og kannski 1 eða 2 sem ég vissi ekki um).  Og fullyrðir meira að segja að Ísland sé þingræðisríki, eins og Hannes forsetaframbjóðandi gerir líka.  Já, LÝÐVELDIÐ ÍSLAND.  Fyrir vitsmuni og þroska og vegna öryggis er ég löngu búin að kjósa Ólaf.

Elle_, 25.6.2012 kl. 22:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það gerði ég líka fyrir viku.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 00:13

5 identicon

Kaus Hr. Ólaf Ragnar fyrir rúmri viku. Ég þekki Þóru ekkert, þetta er efalaust hin bezta stúlka. Hún hinsvegar kemur fram og talar eins og kjáni. Þannig forseta vil ég ekki.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 10:49

6 identicon

Við erum öll að leika í næstu bíómynd Gauks Úlfarssonar og félaga. Það er verið að hafa íslensku þjóðina og kjósendur að fíflum:

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1246732/#comments

Rýnir (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband