Sunnudagur, 24. júní 2012
Stór-Evrópa eftir fimm ár
Innan fimm ára verða hornsteinar lagðir að Stór-Evrópu, segir Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands í viðtali við Spiegel. Schäuble notar orðið Stór-Evrópa enda minnir það um of á Stór-Þýskaland Hitlers.
Þrenn meginrök standa gegn spásögn þýska fjármálaráðherrans. Í fyrsta lagi söguleg. Þjóðríki Evrópu tóku á sig mynd fyrir í lok miðalda, fyrir 500 árum. Hæpið er að ákall vegna gjaldmiðils muni breyta þjóðernisvitund íbúa álfunnar.
Í öðru lagi eru yfirþyrmandi pólitísk rök gegn sameiginlegri ríkisstjórn Evrópu með Evrópuþingi og öllu sem tilheyrir. Pólverjar og Grikkir, svo dæmi sé tekið, eiga engan sameiginlegan vettvang til að ræða málin. Ef Pólverjar tækju þátt í draumsýn Schäuble, sem er afar ólíklegt, myndu þeir senda fulltrúa sína að gæta pólskra hagsmuna í evrópsku samhengi. Aðrar þjóðir færu líkt að og myndu hóta úrsögn úr samstarfinu ef hagsmunum þeirra yrði ógnað. Og það eru óteljandi hagsmunaárekstrar milli þeirra ólíku þjóða sem byggja meginlandið.
Í þriðja lagi gengur lýðræðisleg Stór-Evrópa ekki upp af efnahagslegum ástæðum. Í Stór-Evrópu yrði varanleg tilfærsla á peningum frá ríku þjóðunum í norðri, s.s. Þýskalandi, Austurríki, Hollandi og Finnlandi til fátækari hluta álfunnar í suðri. Lífskjör í norðri yrðu verri til að halda uppi kjörum í suðri. Liam Halligan á Telegraph vísar í skýrslu sem Evrópusambandið lét gera um væntanlega stærð millifærslukerfisins. Niðurstaðan er að um tíu prósent af þjóðarframleiðslu Stór-Evrópu færi í millifærslukerfi. Kjósendur í Þýskalandi, Hollandi, Austurrík og Finnlandi munu ekki gefa samþykki sitt fyrir Stór-Evrópu sem gerir þá fátækari.
Engu að síður er líklegt að ráðandi öfl í evru-samstarfinu, Þjóðverjar og Frakkar auk Ítala og Spánverja, munu reyna hvað þau geta til að bjarga evrunni. Og það felur í sér aukna miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkjanna sem verður innleidd í skrefum.
Tilraunin með Stór-Evrópu gæti staðið yfir í fimm, tíu eða fimmtán ár. Á meðan tilraunin stendur yfir eiga Íslendingar að hafa vit á því að flytja ekki forræði íslenskra mála til meginlands Evrópu.
Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.