Þing og þjóð viðskila

Meirihluti alþingis varð viðskila við þjóðina strax og ríkisstjórnin var mynduð vorið 2009. Mál sem sannanlega fékk ekki umboð þjóðarinnar, ESB-umsóknin, var samþykkt með svikum Vinstri grænna. Önnur mál sem ekkert höfðu með hrunið að gera, til dæmis stjórnarskráin, voru sett í forgang.

Mál sem sannanlega var í umræðunni fyrir þingkosningar, fiskveiðistjórnunin, átti vitanlega að koma strax fram en ekki á síðustu dögum þriðja þingvetrar.

Meirihlutinn hangir ekki saman nema að nafninu til og það ætti að kjósa síðsumars.


mbl.is Þór Saari: Kominn tími á kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er bara svo,að þessi stjórn kom undir eftir óvenjulega tíma,þá óvenjulegustu frá því Ísland varð sjálfstætt ríki. Vonin sem fólk ól í brjósti,er það raðaði atkvæðum(2009) á þessa stjórnarflokka,sérstaklega VG.,var að þar fór mikinn spraðabassi (?) ,sem allir sem hann kusu treystu að héldi sín kosningaloforð. Hann gerir það víst enn,að eigin sögn,,hann er á móti inngöngu í Esb,,. Er þetta ekki óvenjulega fáranlegt,um leið og það nístir hvern mann að heyra slíkt frá valdamanni, sem vinnur á fullu við að troða okkur í drallið. Sigmundur Davíð gengur ekki að neinum mikilvægum málum frá stjórninni,nema að fá það skriflegt,en getum við skilyrt atkvæði okkar? Er ekki hægt að koma því í kring,fyrst stjórnin gengur á undan með svo óvenjulegar gjörðir eins og Páll skrifar hér. Hvernig verst þjóðin atlögu þeirra sem komast til valda og brjóta stjórnarskrá lýðveldisins. Hvaða lög ná yfir þau,hver ákærir? Þetta er orðið óþolandi því utan þings eigum við urmul af stórkostlegum manneskjum. Fólk vill kosnigar í haust. En fyrst eru það forseta kosningarnar,við erum ekki af baki dottin,að eiga kost á Ólafi Ragnari Grímssyni.

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2012 kl. 23:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.  Þessi ríkisstjórn hafði sögulegt tækifæri til að sameina þjóðina í enduruppbyggingu og hefði getað haft stóran meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.  En nei það sem sett var á oddinn var umsókn um ESB og þar með tvístraðist öll samstaða þjóðarinnar.  Sorglegt en þannig er þetta.  Og VG vann sinn sigur út á einarða afstöðu gegn ESB, það var allt svikið.  Ég skil ekki hvernig Steingrímur getur horft framan í nokkurn mann, hann virðist bæði vera siðblindur og óheiðarlegur fram í fingurgóma.  En ekki meir ekki meir það er komið nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband