Mánudagur, 18. júní 2012
Skrifleg uppgjöf ríkisstjórnarinnar
Framsóknarflokkurinn fær það skriflegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætli ekki að leggja undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar í rúst. Markmið vinstristjórnarinnar var að þjónusta kaffihúsahugmyndir um útgerð en nú er fallið frá því - í bili.
Framsóknarflokkurinn krafðist þess að fá skriflega yfirlýsingu frá ríkisstjórninni enda hvorki hægt að treysta orðum Jóhönnu né Steingríms J. eins og dæmin sanna.
Uppgjöf ríkisstjórnarinnar stendur svart á hvítu. Nú er að bíða eftir yfirlýsingu Jóhönnustjórnarinnar að hún hafi unnið stórsigur í veiðistjórnunarmálinu. Kaffihúsasérfræðingarnir gleypa slíkar yfirlýsingar hráar enda vita þeir ekkert um sjávarútveg og allir verða kátir.
Veiðigjöld verða 12-13 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú í einu liði og aðrir í hinu? Sýnist það á öllum þínum skrifum.
Hér eru þingmenn að mætast á miðri leið og umtalsmeiri tekjur að falla í ríkiskassann en "liðið þitt" vildi.
Sigur fyrir lýðræðið og ekki síst okkur, eigendur auðlindarinnar.
Þú nýtur einnig góðs af þessari tekjuaukningu ríkisins sem ella hefðu m.a. farið í Range Rovera og áhættufjárfestingar.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 17:10
Væri Jógríma í liði almúgans væri hún búin að reka púkann á fjósbitanum - verðtrygginguna!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 17:19
Hvað næst ????? 65-75% skattur á alla bílstjóra sem vinna með eigin tæki, jú, þeir vinna á landinu sem er í þjóðareign..... Hvert haldiði að útgerðirnar nái í þessar auknu álögur????? jú, í vasa sjómanna!!!!!!!
Björn Jónsson, 18.6.2012 kl. 17:34
Það vita það allir sem vilja að útgerðarauðmennirnir moka milljörðum í eigin vasa og 4,5 milljarðar í veiðigjöld er einn stór brandari. Þessi atvinnugrein getur auðveldlega borið miklu hærri leigugjöld af notkun sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Gróðinn er notaður til stórfjárfestinga sem koma sjávarútvegi nákvæmlega ekkert við og kaup á heilu skipsförmunum af lúxusbílum og öðrum óþurftum sem þetta kvótahyski er búið að venja sjálft sig á. Og heimildir til framsals aflaheimilda og leigukvóta hingað og þangað fyrir offjár voru ekkert annað en glæpur sem aldrei mátti eiga sér stað. Það er fullt af fólki með fullt rassgatið af peningum sem það fær fyrir að leigja aflaheimildir sem það mundi aldrei veiða sjálft og ætti þess vegna ekki að hafa neinn ráðstöfunarrétt yfir þeim. Allar aflaheimildir ættu að fara í gegnum sömu "kvótastofuna" og ef menn nýta ekki heimildirnar sjálfir heldur framleigja þær á að sjálfsögðu að svipta þá hina sömu þessum heimildum og úthluta þeim til þeirra sem sjálfir veiða og vinna aflann. Þessar afætur sem moka gróða í vasann vegna misskilins eignarhalds á kvóta sem skiptist við hjónaskilnað og erfist milli ættliða eru búnar að draga sér of mikið fé of lengi sem hefði átt að fara í sameiginlegan sjóð allra landsmanna, nefnilega í ríkissjóð en ekki í einkavasa afætanna.
corvus corax, 18.6.2012 kl. 18:10
Sæll.
Þetta er í alla staði hið versta mál. Eftir því sem hið opinbera tekur meira til sín þeim mun lægri verða laun, atvinnustig lægra og framleiðni minni. Þetta er í reynd ósköp einfalt. Stjórnarliðar vilja eyða peningum sem eru ekki þeirra, þeir léku þennan leik með Vaðlaheiðargöng. Minni á að hugtakið "þjóðareign" er í reynd merkingarlaust. Við fáum nú þegar rentu af þessari auðlind, veiðigjald ætti að leggja af.
Ég vona bara að þeir sem tengjast sjávarútveginu muni hverjir studdu þessa vitleysu svo hægt sé að kjósa viðkomandi út í hafsauga í næstu kosningum, þingmenn sem vinna þjóðinni skaða eiga bara að vera á atvinnuleysisbótum.
@corvus corax: Þeir sem vilja leigja þennan kvóta af "afætunum" sjá greinilega einhvern pening í því! Þetta eru bara einföld markaðslögmál sem þú sérð ekki vegna þess að þér virðist vera illa við þá sem eiga pening. Gallar á þessu kerfi réttlæta ekki eignaupptöku. Þetta frumvarp mun kosta fólk vinnuna og þjóðina gjaldeyri. Það á enginn fiskinn í sjónum, þeir sem hafa fyrir því að ná í hann eiga að fá að njóta þess - ekki stjórnmálamenn sem láta skattgreiðendur greiða fyrir endurkjör sitt.
Mikil er ábyrgð þeirra sem samþykktu þessa vitleysu, þó hún eigi að vera til skamms tíma. Vandinn er sá að um leið og hið opinbera er komið með einhvern tekjustofn lætur það hann ekki af hendi, þetta gjald er komið til að vera með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum.
Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.