Mánudagur, 18. júní 2012
Miðaldir í Evrópu, vöruskipti í Aþenu og Weimar-lýðveldið
Evran er að gera út af við Evrópusambandið. Boris Johnson borgarstjóri í London og dálkahöfundur segir stjórnarfarslegar miðaldir á næsta leiti þar sem lýðræði víkur fyrir valdboði. Þýskur starfsbróðir Johnson, þ.e. í hlutverki dálkahöfundar, líkir Evrópu við Weimar-lýðveldið í þeim grautarpotti varð til nasismi Hitlers.
Veruleiki evrunnar er sá að miðaldafyrirkomulag á viðskiptum skýtur rótum í Grikklandi. Neðanjarðarhagkerfi vöru- og þjónustuviðskipta verður til vegna þess að evran virkar ekki til að miðla verðmætum í samræmi við gríska hagkerfið.
ESB-elítan heldur fast við evruna vegna þess að laun og lífeyrir elítunnar er borgaður í evrum. Brjálæðið er orðið slíkt að Seðlabanki Evrópu lánar spænskum bönkum á 1% vöxtum til að kaupa spænsk ríkisskuldabréf sem gefa 7% vexti en peningana notar spænska ríkið til að bjarga spænskum bönkum frá gjaldþroti.
Og ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er með standandi umsókn um að verða hluti af hringekju fáranleikans í Brussel.
Staðan versnar á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það rennur ekki af þeirri ,samgrænu, þráhyggjan, halda fast við standpínu-umsóknina,ætli sé eitthvað til við þessu?
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2012 kl. 14:22
Haha, Helga. Standpínu-umsóknin, já. Jamm.
Annars er þetta farin að verða frekar sársaukafull standpína. Hvernig er það þýtt á íslensku, "priapismus" á latínunni gömlu og góðu?
Samfylkingin og vinstri grænir stýra merkilega faglega, hringekju fáránleikans.
jonasgeir (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 14:44
Ja,er svo sem ekki ber að bersögli daglega,en pistlarnir hans Páls kveykja á hugmyndum,þannig að ekki sé alltaf að hjakka á þesu sama. " Samf. og VG. eru með standandi umsókn....Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2012 kl. 18:38
Það er nú langt um liðið síðan það reis hjá Steingrími og Jóhönnu.
Steingrímur skrifaði 6 pistla um meint ris þeirra síð-sumars 2010.
Það var vitaskuld, eins og allir vita, gorgeir þeirra beggja.
Að þau geti með hjálp frá þriðja aðila haldið uppi einhverjum víbrandi tólum
með batteríshleðslu frá Bjarna Ben. lýsir best getuleysi þeirra þriggja.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 19:37
Hvort BB fái standpínu af því er spurningin tú bí or not tú bí.
BB hefur alltaf sagt bí, bí; eru sjálfstæðismenn gaman saman í því?
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 20:15
Bjarni sagði JÁ áfram við Icesave aðgöngumiðanum að ESB.
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 20:27
Hahahaha.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2012 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.