Leyniplagg: 10 ára samrunaáætlun ESB

Grikkir munu áfram fá hjálp frá Evrópusambandinu enda breyttu þingkosningarnar engu um 22 prósent atvinnuleysi, ríkisskuldir sem nema 131 prósenti af þjóðarframleiðslu og neikvæðan hagvöxt. Skuldakreppan er hvergi nærri liðin hjá og mun enn kosta skattgreiðendur ótalda milljaðra, segir þýska FAZ.

Til að verja evruna er aukinn samruni þeirra 17 ríkja sem nota gjaldmiðilinn nauðsynlegur. Í Brussel eru  gerðar áætlanir sem stundum fá heitið ,,no-paper" eða ,,ekki-skýrsla" vegna þess hve innihaldið er viðkvæmt. 

Telegraph birtir leyniplagg frá Brussel þar sem drög eru lögð að tíu ára áætlun um samruna Evrópusambandsins er fælu í sér sáttmálabreytingar til að ná fram aukinni miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkja.

Aukin miðstýring á ríkisfjármálum felur í sér stórfellt afsal á fullveldi til ESB. Þau tíu ríki sambandsins, sem ekki eiga aðild að evru-samstarfinum, munu fyrr heldur en seinna hrökklast úr Evrópusambandinu.


mbl.is ESB og AGS munu styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Reykjavík er líka stuðst við Brusselviðmið, þ.e.a.s. pappírslaus viðskipti.

http://www.ruv.is/frett/felagsbustadir-fa-a-baukinn

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband