Sunnudagur, 17. júní 2012
Grikkir kjósa afneitun
Grikkir vilja halda evrunni en hafna niðurskurði. En það er óvart ekki hægt. Til að Grikkland verði samkeppnishæf þarf kostnaður að lækka um 30 til 50 prósent. Gengislækkun myndi gera Grikkland samkeppnishæf á augabragði - en gengisfelling er ómöguleg í gjaldmiðlasamstarfi.
Allir flokkar í grísku þingkosningunum hafna skilyrðum ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um niðurskurð, sem er forsenda fyrir björgunarláni og án þess láns verður Grikkland ekki í evru-samstarfinu.
Í þingkosningunum fyrir sex vikum varð þrátefli og þess vegna varð að kjósa upp á nýtt. Harla ólíklegt er að annað verði upp á teningunum í dag.
Hnífjafnt í grísku þingkosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll
Það hefur enginn stjórnmálamaður né er hægt að finna í opinberum skrám hver verði hæfilegt tímakaup hér á landi í evru. Verður miðað við Þýskaland eða eitthvert Austantjaldsríkið?? Þetta er spurning sem einhver þarf að upplýsa þjóðina um.
Þór Gunnlaugsson, 17.6.2012 kl. 21:28
Páll, ekki svona neikvæður. Grikkir kjósa Evrópu.
Kannski nennir þú að þýða þetta.
"Nach den Parlamentswahlen ist klar: Die Griechen wollen Europäer bleiben. Sie haben begriffen, dass ihr Land an tiefgreifenden Reformen nicht mehr vorbeikommt und den europäischen Gläubigern verpflichtet ist. Nun ist es an der Europäischen Union, diesen Kräften Zeit zu geben, um die nötigen Reformen auf den Weg zu bringen. Nur auf diesem Weg lebt die europäische Idee."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 21:32
Grikkland samkeppnishæft?
Við hverja og um hvað?
Rósa (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 21:50
Ekkert nýtt hjá Páli Vilhjálmssyni, hann getur ekki einu sinni gefið fólki í Gikklandi neitt jákvætt !
Hvers vegna ?
Getur verið að það sé vegna þess að Páll er launaður skrifari ?
JR (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 22:18
Hann skrifar "samkeppnishæf", ekki "samkeppnishæft", ekki einu sinni, heldur tvisvar. Hvað er maðurinn að meina? Já, við hvað? Við Ísland? Þessi endalausi áróður hjá þessum Páli verður vitlausari með hverjum pistli. Hver ætli borgi þessum "blaðamanni" fyrir skrifin? Ekki Baugur.
sh (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 22:25
Gamli sorry Grikki, bældur og barinn. Fastur mitt í fúafeni kúgaranna,þangað sem þeir komu/koma Íslandi ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2012 kl. 02:21
Það getur verið að Grikkir hafi kosið sér ESB-íhald sem björgunarvesti, og flokk þar sem flestir stjórnendur eru rótrotnir skattsvikarar. En það dugar ekkert því sökkvandi ESB-ferjan bjargar ekki Grikkjum og tekur með sér fleiri þjóðir í botnferðina, jafnvel velferðarþjóðfélögin á Norðurlöndum sem eru vel liðnir bátsmenn hjá Kaptein Hellmut Schultz, stýrimanninum Francois Delinquent og brytanum van Schuldenaar.
Skrýtið að sumir Íslendingar vilji láta kaffæra sig nú, þegar þeir eru komnir á þurrt land.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2012 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.