Sunnudagur, 17. júní 2012
Ísland, Grikkland og fall Evrópu
Grikkir ganga til kosninga á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Þjóðirnar eru hvor á sínum jaðri Evrópu. Í upphafi kreppunnar, fall Lehmans banka 2008, var Ísland í aðalhlutverki of afdrif bankakerfis álfunnar þóttu standa og falla með íslenskri ríkisábyrgð á Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi.
Núna um miðbik kreppunnar stendur og fellur evran eftir því hvort Grikkir kjósa gömlu stjórnmálaflokkana sína eða róttækan vinstriflokk sem lofar að gera Grikkjum kreppuna ögn bærilegri með því að hafna skilyrðum björgunarláns Evrópusambandsins.
Hvort með sínum hætti sýna Ísland og Grikkland fram á hversu veikt Evrópusambandið er. Íslenskur smábanki á sterum nærri felldi bankakerfið álfunnar og grískar eyðsluklær eru við það að knésetja evru-samtarf 17 ríkja vegna þess að björgunarlán er ekki með ásættanlegum kjörum.
Hátimbrað reglugerðarveldi Evrópusambandins þarf á afli helstu iðnríkja heims til að standast lýðræðislegar kosningar í smáríki. Evrópusambandið er lélegur brandari.
Gæti þurft feikilegt vald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talsmaður græðginnar, Þröstur Ólafsson, sem vildi kenna Norðurlandabúum að græða á félagslegu leiguhúsnæði, segir Grikki og Íslendinga ekki rekast vel í samfélagi þjóðanna. Í hvernig samfélagi vilja menn búa?
http://www.visir.is/tvisynir-timar/article/2012706139981
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.