Laugardagur, 16. júní 2012
Hræddir þingmenn, lömuð ríkisstjórn og þjóðinni úthýst
Margrét Tryggvadóttir og félagar hennar í Hreyfingunni gerðu samning við ríkisstjórnina að verja hana vantrausti. Engin pólitík er þar á bakvið önnur en sú að fresta því óhjákvæmilega - að ganga til kosninga.
Stjórnarþingmenn koma í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á stjórnarfarinu og velja nýtt þing.
Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er lömuð er tvíþætt. Í fyrsta lagi naumur meirihluti á þingi og í öðru lagi algert fylgisleysi úti í samfélaginu.
Þráteflið á þingi verður aðeins leyst með kosningum.
Stjórnarandstaðan með neitunarvald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk er óánægt með ríkisstjórnina og sýnir það með því að kjósa Ólaf. Eftirmæli Hreyfingarinnar verða nokkurn veginn þessi: Hún veifaði tíbetska fánanum og tryggði Ólafi endurkjör.
http://www.dv.is/frettir/2012/4/20/island-og-kina-undirritudu-samstarfssamninga-um-nordurslod/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 10:16
" Magga í bragga, á ekki fyrir olíu er alveg staur", þá er gott að halla sér að barmi heilagrar,hjúfra sig ! Afhverju? Hún þekkir ,,hitt,, stritið fyrir utan.
Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2012 kl. 10:28
Sæll Páll.
Við höfum ekki gert neinn samning um að verja ríkisstjórnina vantrausti. Finnst þú ættir að reyna betur að fara með rétt mál. Ég er hins vegar sammála því að það þurfi kosningar en það er ekki meirihluti á þingi fyrir vantrausttillögu, í þeirri stöðu skila óánægðu sauðirnir sér heim sem og einhverjir utanflokka þingmenn og hugsanlega framsóknarmaður, því miður.
Þór Saari (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 11:36
Nei, alveg rétt - á endanum gerði Hreyfingin víst ekki neinn samning við ríkisstjórnina!
En er samt greinilega ekki alveg nógu óánægð með ruglið. - Þau eru náttúrulega komin í þægilegra innivinnu sem halda skal í hvað sem tautar. Líklega bara nóg að hafa gluggan opinn út á Austurvöll....
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.