Föstudagur, 15. júní 2012
Steingrímur J. valkvæður vanviti
Evrópustofa er rekin af Evrópusambandinu og opnaði með pomp og prakt í vetur. Evrópustofa er með 200 milljónir króna til að kynna Íslendingum ágæti ESB-aðildar. Evrópustofa stendur fyrir útgáfu, fundahaldi og margvíslegri upplýsingamiðlun.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg og ráðherra veit hins vegar ekkert um Evrópustofu.
Af valkvæðu vanviti ráðherra leiðir að hann getur ekki sagt neitt um málefni Evrópustofu.
Ekki kunnugt um afskipti ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur og Jóhann telja að þeir geti breytt raunveruleikanum með orðum.
Þeir halda víst að þeir stígi í vitið, en það er bara ekki nóg. Því miður.
Ibúar Mónakó lifa 10 árum lengur en í nokkru "velferðarríkjanna" norrænu, sama hvað þeir segja.
Evrópustofa hefur bara eitt hlutverk, það er að hafa afskipti.
jonasgeir (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 14:39
Nei það er svo miklu betra að hafa hér svona samtök eins og Heimssýn sem alltaf segja satt og rétt frá eða hitt þó heldur. Sé ekki hvernig að "Evrópustofa stendur fyrir útgáfu, fundahaldi og margvíslegri upplýsingamiðlun." sé afskipti af innanlands málum. Hef ekki séð að þeir sú neitt að trana sér hér fram.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.6.2012 kl. 15:02
Nei,ekki það Magnús, þeir eiga þá góða að,eins og þig,sem vinna verkin fyrir þá.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2012 kl. 16:20
Aðferðafræði SJS var kölluð pólitísk hentistefna hér áður fyrr. Gjarnan kennd við miðjuflokkana; krata og frammara.
Sennilega er SJS bara annað hvort, enda er hann búinn að eyðileggja vinstrið í sínum flokki.
Kolbrún Hilmars, 15.6.2012 kl. 18:19
Lastið ekki lygarann Steingrím
hann lastar sig ítrekað sjálfur.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 20:25
Ásamt foringjum hrunstjórnarinnar eru þetta ómerkilegustu stjórnmálamenn Íslandssögunnar.
Heiftúðugir, illa upplýstir öfgamenn er ekki það sem fólkið í landinu þarfnast.
Þessi skríll fær makleg málagjöld og sagan mun dæma þetta óþurftarfólk.
Jóhönnu og Steingríms verður minnst fyrir algjört pólitískt hæfileikaleysi, stjórnlausan yfirgang og algjört erindisleysi.
Megi þau gleymast sem fyrst.
Rósa (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.