Jón Ásgeir án greiðsluvilja

Síðast þegar fréttist átti Jón Ásgeir í gegnum eiginkonu sína 365-miðla, Stöð 2 og Fréttablaðið. Fyrir dómi segist Jón Ásgeir blankur og ætti því ekki að þurfa að borga.

Hvort sem Jón Ásgeir er blankur eða ekki þá hefur aldrei farið fyrir ríkum greiðsluvilja hjá fyrrum foringja Baugsveldisins.

Í Baugsmálum voru lögð fram gögn sem sýndu að smáútgjöld í sjoppum voru greidd af almenningshlutafélaginu Baugi.


mbl.is Jón Ásgeir þarf að greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Mér sýnist að gjaldþrot Baugsmanna nemi einhversstaðar í kringum 400 milljörðum og er þá bara talið það sem snéri að Högum og Baugi.  Ég get ekki séð að þetta fólk hafi nokkurntíma haft greiðsluvilja.  Það fékk bara lánað og lánað og svo labbaði það frá öllu saman.  Það hlýtur að koma að því að þetta fólk þurfi að fara að borga eitthvað af því sem það hefur fengið.  Mér skilst að það sé enn fólk í viðskiptum við þeirra fyrirtæki, sem ég bara skil ekki, en svona er Ísland í dag;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.6.2012 kl. 17:06

2 identicon

Segðu mér nú eitt Páll Vilhjálmsson, svona uppá æru og trú, hefur þú misst trúna á norræn velferðarsamfélög?

Jóhann (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:10

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Baugsmenn og aðrir af sama sauðahúsi búa ekki yfir ríkum greiðsluvilja. Og já, trú mín á velferðasamfélögin norrænu er ekki alveg jafn sterk og þegar ég var þrítugur.

Páll Vilhjálmsson, 14.6.2012 kl. 21:41

4 identicon

Jóhann telur víst að norræn velferðarsamfélög eigi að greiða skuldir manna eins og Jóns Ásgeirs.

Tekur maður mark á slíkum?

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:45

5 identicon

Ég nenni nú ekki að svara þessum jonasgeir.

Þú ættir nú að vita, Páll, að pólitík er dauð.

Það þarf ekki annað en að skoða tölfræði undanfarinna áratuga yfir eftirfarandi þætti:

  • 1. Hvar eru lífslíkur manna mestar?
  • 2. Hvar er ungbarnadauði minnstur?
  • 3. Hvar líður börnum og mæðrum best?

Að því gefnu að þér þyki þetta markverð gildi, Páll, hvað hefur þú þá á móti norrænum velferðarsamfélögum?

Vandaðu þig nú...

Jóhann (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:26

6 identicon

Er ekki svarið við fyrstu Mónakó.  Annarri Singapúr og þriðju olíuríkinu Noregi.

 Er það norræna velferðin?

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 09:15

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Norræn velferð er ekki ein uppskrift að samfélagi. Það sést best á jaðari Norðurlandanna, Íslandi og Finnlandi. Jafnvel í kjarnanum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, er töluverður blæbrigðamunur.

Andspænis hinum stóra heimi er hægt að tala um norrænt velferðarsamfélag. Í þeim skilningi eru nær öll stjórnmál á öllum Norðurlöndum sammála: heilbrigðisþjónusta fyrir alla; ríkisrekið menntakerfi og blandað hagkerfi.

Í innanlandspólitík er markleysa að tala um norræna velferð - enda fundu Steingrímur J. og félagar í VG upp á því að kalla Jóhönnustjórnina norræna velferðarstjórn.  

Páll Vilhjálmsson, 15.6.2012 kl. 10:09

8 identicon

Blæbrigðamunur var það heillin!

Núverandi stjórnvöld hafa staðið sig frábærlega við hörmulegar aðstæður. 

jonasgeir, þú stígur greinilega ekki í vitið...

Jóhann (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 12:49

9 identicon

Jóhann; Núverandi stjórnvöld hafa staðið sig hörmulega og hefðu líka gert það við frábærar aðstæður.

Björn (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband