Mánudagur, 11. júní 2012
Jöfnuður til að verjast siðleysi
Útrásin kenndi að auðmenn eru hlutfallslega siðlausari en annað fólk. Af því leiðir verður að skattleggja ofurlaun og setja hömlur á græðgisvæðingu samfélagsins, t.d. með því að verja opinberan rekstur fyrir ágangi einkahagsmuna.
Efnahagslegur jöfnuður er forsenda friðar í samfélaginu. Þeim friði var slitið þegar markaðsöflunum var sleppt lausum á almannaeigur í útrásinni. Afleiðingin var fjármálaleg Sturlungaöld þar sem landsins verstu synir léku lausum hala frjálshyggjunnar og unnu skemmdarverk á innviðum samfélagsins.
Hæstiréttur er tekin til við að útdeila sekt á auðmennina. Það stendur upp á stjórnmálaflokkana að útbúa pólitík sem tekur mið af bláköldum veruleika eftirhrunsins. Hálfviti í bæjarstjórastól nágrannasveitarfélags Hafnarfjarðar sem ,,leiðrétti" laun sín uppávið eftir að hafa skorið niður laun leikskólakennara er ekki góð byrjun.
Höfum ekki efni á ójöfnuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég efast um dómgreind meirihlutans í Kópavogi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.6.2012 kl. 08:28
Mér finnst furðulegt að sjálfstæðismenn skuli ekki reyna að koma böndum á þetta idjót í Kópavogi.
Þessi maður er greinilega gangandi tímasprengja fyrir sjálfstæðismenn og auðvitað á heiðvirt fólk að koma þessum vitleysingi frá völdum.
Rósa (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 09:13
ég veit ekki hvaða aðgerðin hann er að tala um til handa atvinnulausum, ég er t.d búin með bótarétt og varð að kvarta til yfirstjórnar reykjavíkurborgar því ég sætti mig ekki við að geta ekki fengið vinnu í átakinu allir vinna. þvi það átak gekk út á að bara þeir sem hafa bótarétt fái vinnu. samt um 1000 manns sem mistu bótarét um áramótin.
einnig vantar um 40.000 upp á atvinnuleysisbætur til að það sé í alvöru hægt að lifa af þeim bótum, en það má ekki viðurkenna því þá er búið að staðfesta að veraklýðsfélögin eru ekki að vinna sina vinnu.
GunniS, 12.6.2012 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.